Færsluflokkur: Mannfræði
Einn milljarður í viðbót
27.10.2011 | 12:40





Fíkn í betelhnetur, mannætur og Rockefeller
23.6.2011 | 07:12
Ég var á ferð á eynni Flores í Indónesíu árið 2010 og keypti þá fallegan dúk af þessari vingjarnlegu konu á förnum vegi. Það fór ekki á milli mála, að konan er háð þeirri fíkn, sem tengd er við betelhnetur og er mjög algeng víða í frumstæðari löndum Suðaustur Asíu, einkum í Nýju Gíneu og í Indónesíu. Betelhnetufíkn felst í því að safna hnetum af plöntunni Areca, skera hnetuna í sneiðar, strá yfir um það bil einni tekseið af brenndu kalki, og vefja síðan í lítinn böggul í laufblaði af betelplöntunni, sem er síðan tugginn duglega. Brennda kalkið veldur efnahvörfum, sem mynda blóðrauðan lit á munnvatni, og litar hann þá strax varir og góma eldrauða. Í Nýju Gíneu ganga margir karlemnn dagsdaglega með litla tösku sem er ofin úr pálmalaufblöðum og er hún ómissandi fyrir betelhnetufíkla.
Í töskunni er glerkrukka með hvítu brenndu kalki, nokkrar hnetur af Aracia, búnt af grænum laufblöðum af beteljurtinni, og hnífur til að skera hneturnar. Það er alltaf greinilegt hverjir eru fiklar í betlehnetur: eldrauður munnurinn og varir og flestar tennur eyddar niður í góm eða dottnar út. Þið getið rétt ímyndað ykkur áhrifin af því að setja brennt kalk í munninn. Tuggunni fylgir vellíðan, og verður betelhnetan fljótt leiður en mjög ódýr ávani, sem veldur ýmsum slæmum kvillum, þar á meðal krabbameini í munni. Nú er því þannig háttað að fólk á þessum svæðum hitabeltisins er bæði munnstórt og með fremur þykkar varir, og blasir rauði liturinn og miklar skemmdir strax við. Þessu fylgja miklar spýtingar af blóðrauðu munnvatni. Í sumum þorpum er nær hver einasti íbúi með beteltuggu í munni, og unglingar byrja snemma á þessum óþvera. Ég verð því að játa að ég á mjög erfitt með að horfa framan í fólk sem tyggur betelhnetur. Og það er einmitt þá sem ég minnist óþægilega á sögusagnir um mannætur á þessum slóðum.

Mannfræði | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldfjallalist frá Nýju Gíneu
22.6.2011 | 08:18

Annars var ég nokkuð undrandi á því hvað það er mikið af ljóshærðum börnum og einnig ungum ljóshærðum konum í Nýju Gíneu. Ég fékk þrjár skýringar á þessu fyrirbæri: (a) þau þvo sér um hárið með peroxíð, (b) það er svo lítið ferskt vatn að fá á Matupit að þau fara í bað í sjónum á hverjum degi og það lýsir hárlitinn, (c) ljóshærðir Ástralir hafa farið hér um í mörg ár og skilið eftir erfðaefni sitt meðal innfæddra. Ég veit ekki hvað er líklegasta skýringin, og ef til vill eru allar virkar.
Mandela og Washington gátu það
30.3.2011 | 20:33


Endalok Vaxtar
28.3.2011 | 17:15


Komu sumir frumbyggjar Nýja Heimsins frá Evrópu?
26.3.2011 | 16:39


Fyrstir í Nýja Heiminum: Örvaroddar eldri en Clovis
24.3.2011 | 20:41


Mannfræði | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Grímshellir
2.9.2010 | 17:03
Árið 1928 voru fornleifar friðlýstar í Grímshelli á Snæfellsnesi. Ekki virðist hafa verið mikil hætta á að nokkur kæmi nálægt þessum fornleifum, því hellirinn hefur verið týndur og reyndar mjög erfitt að komast í hann. Loks tókst mér að finna Grímshelli í dag. Hann er ofarlega í austanverðu Kerlingarfjalli á Snæfellsnesi, en ekki í Grímsfjalli, eins og ætla mætti. Það er alls ekki auðvelt að finna og komast að Grímshelli, þótt hann sé stór og myndarlegur. Hellismunninn sést aðeins sunnan frá, þegar suðaustur hlíð Kerlingarfjalls er skoðuð frá Grímsfjalli. Það munu vera tvær leiðir að hellinum.
Önnur leiðin er upp mjög bratta og erfiða skriðu austan frá, en hin leiðin er frá Grímsskarði. Ég valdi siðari leiðina, og fór til norðurs þegar í skarðið er komið, þræddi bratta hlíð Kerlingarfjalls, þar til komið er í bratta móbergshamra. Þar má skríða á syllu til norðurs, fyrir ofan hengiflugið, og þá niður skriðu að hellinum. Opið kemur ekki í ljós fyrr en rétt er að kemur. Grímshellir er sannkallaður útilegumannshellir. Sagnir ganga um það í Helgafellssveit að sakamaður nefndur Grímur hafi fyrrum haft dvalarstað í hellinum. Síðar sóttu menn úr sveitinni að honum þar og drápu hann. Mér hefur hvergi tekist að finna neitt ritað um hellinn, en ef lesendur hafa séð slíkt, þá væru allar upplýsingar kærkomnar.
Lauslegur uppdráttur af Grímshelli fylgir hér með, en hann er í móbergshömrum, og eru móbergskúlur áberandi. Til suðausturs snýr stórt op, sem er um 8 metrar á breidd og blasir Grímsfjall þar við. Í norðaustri er lægra og minna op, sem horfir niður í Helgafellssveit og í átt til Stykkishólms. Fyrir innan aðal opið í suðri er stórt bjarg. Þegar vel er að gáð kemur í ljós 3 metra há hleðsla af móbergssteinum, og er hleðslunni þannig fyrir komið að margir munu hverfa frá og álíta að ekkert sé frekar að sjá hér. Sennilega hefur hleðslan verið bæði til varnar gegn vindum og regni, og einnig til að fela vistarveruna fyrir innan. En þegar farið er bak við stóra bjargið, þá kemur í ljós upphækkaður pallur eða byrgi, sem er eiginlega salur. Þar við einn vegginn er hleðsla sem hefur sennilega verið bekkur eða svefnpláss. Tveir mjög þröngir og mjóir skápar eða holur liggja út frá þessum bekk, sem hafa verið ágætis geymslur eða felustaðir. Hleðsla er einnig í norðaustur munnanum, og hefur hún sjálfsagt verið til að draga úr norðanáttinni og veita skjól. Það má finna bein hér og þar í hellinum, en ekki sá ég aðrar minjar. Í móbergið umhvefis suður munnann hafa ýmsir ferðalangar rist fangamörk sín. Eitt það elsta sem ég sá er frá 1896 eftir OJJ frá Hrísum, sem er bær í Helgafellssveit austanverðri.
Maður hefur það strax á tilfinningunni að hér hafi einhver dvalið um tíma og lagt mikla vinnu í að gera lífið þægilegra með hleðslu og annari vinnu í hellinum. Einnig benda beinin til að hér hafi verið búið lengi. En það hefur verið erfitt líf, því ekki er öllum fært að komast í hellinn. Hann hefur því verið einstaklega góður felustaður fyrir sakamann á árum áður. Í Árbók Hins Íslenska Fornleifafélags (39. árg. 1925-26. Bls. 46 og 47) skrifar Þorleifur J. Jóhannesson um Grímshelli árið 1924. Hann heimsótti hellinn í fylgd með Kristleifi Jónssyni bónda á Kóngsbakka. Hann lýsir hellinum og telur að Grímsfjall og önnur örnefni séu kennd við mann sem verið hefur skógarmaður og haft fylgsni í hellinum. Líklega var hann uppi á söguöldinni, telur Þorleifur, því árið 1250 eru örnefnin með Grímsnafninu orðin alkunn.
Mannfræði | Breytt 8.9.2010 kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Elstu Sæfararnir? - Fyrstu Túristarnir? Stórkostleg Uppgötvun eða Hvað?
17.2.2010 | 22:32



Mannfræði | Breytt 3.3.2010 kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fjögur þúsund ára gamall Grænlendingur leysir frá Skjóðunni
11.2.2010 | 14:05




Mannfræði | Breytt 3.3.2010 kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)