Elstu Sćfararnir? - Fyrstu Túristarnir? Stórkostleg Uppgötvun eđa Hvađ?

Tól frá KrítNýjar uppgötvanir á eynni Krít í Miđjarđarhafi benda til ađ forfeđur okkar sem fóru frá Afríku til ađ skođa heiminn fyrir nokkur hundrađ ţúsund árum hafi ekki endilega fariđ landleiđina. Uppgötvunin eru margir axarhausar úr steini sem fundust nýlega á suđur hluta Krítar. Einn vísindamannanna sem gerđu ţessar athuganir er Thomas Strasser hér í Rhode Island ţar sem ég er staddur nú. Ef ţetta reynist rétt, ţá ţarf ađ rita á ný fyrstu kaflana í sögu mannkynsins, einkum hvađ varđar siglingar fornmanna. Töluvert af steintólum, um tvö ţúsund ađ tölu, hafa fundist á Krít nýlega nálćgt bćnum Plakias, sem virđast vera um 130 ţúsund ára gömul og frá fyrri hluta Steinaldar, en hingađ til hefur veriđ taliđ ađ mennskar verur á ţeim tíma vćru fremur frumstćđir Homo erectus.  Axarhaus úr kvartzi frá KrítKrít hefur veriđ einangruđ eyja í um fimm miljón ár og sjóleiđin var og er eina leiđin ţangađ. Ţetta ţýđir ađ frummenn fóru um höfin meir en eitt hundrađ ţúsund árum fyrr en haldiđ var. Elstu sđgarpar sem vitađ var um fyrir ţessa uppgötvun voru ţeir sem fóru um Indónesíu og áfram til Ástralíu fyrir um 40 ţúsund árum.Suđur ströndin á Krít er beint á móti Líbíu á norđur strönd Afríku, en fjarlćgđin ţar á milli er um 300 kílómetrar. Fóru fyrstu sćgarparnir beint norđur frá Afríkuströnd og til Krítar? Voru ţeir á flekum eđa smíđuđu ţeir báta? Austur hluti MiđjarđarhafsinsEr ţetta Homo erectus? Enn hafa engin mannabein fundist. Um 30 axarhausar og mörg tvíeggja tól hafa fundist í jarđlögum sem eru frá fyrri hluta Steinaldarinnar. Mikiđ af tólunum hafa fundist í hellum og klettaskútum. Ţau voru gerđ úr kvartz steinum frá Krít, en međ sama handbragđi og axarhausar frá Afríku. Kvartz er einmitt harđasti steinninn sem finnst á eynni.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Getur veriđ ađ steingerđin valdi útliti steinanna frekar en mannshöndin? Prófessorinn frá Providence hefur enn ekki gefiđ út neitt sannfćrandi um aldursgreiningar sínar. Ég leyfi mér ađ efast, jafnvel um ađ ţetta sé manngert.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.2.2010 kl. 23:08

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hér má lesa um sams konar verkfćri, en miklu, miklu yngra - í Ástralíu:

http://australianmuseum.net.au/image/Quartz-artefact-tool

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.2.2010 kl. 23:14

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

http://www.janesoceania.com/australia_aboriginal_traditional_society/index1.htm

Ég held ađ Strasser sé ekki sleipur í steinaldafrćđum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.2.2010 kl. 23:31

4 identicon

Ţađ er sjálfsagt margt fleira sem á eftir ađ koma í ljós. Ég held ađ Curtis Runnels frá Boston University hafi lagt til mikiđ í sambandi viđ steinalradfrćina í ţessu tilfelli. Auđvitađ er hćgt ađ finna samskonar steina sem myndast á náttúrulegan hátt, en ég held ađ sambandiđ -- context -- viđ ađrar minjar séu ráđandi. Gott ađ vera tortrygginn, en fréttin er spennandi.

haraldur sigurdsson (IP-tala skráđ) 17.2.2010 kl. 23:52

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Vert ţćtti mér ađ fá aldursgreiningar á kontextum, og eins slitmyndir af tólunum. 

Mig minnir ađ elsta búseta á Krít, ţar sem ég ţekki dálítiđ til, sé um 9000 ára gömul og mann gćti grunađ ađ ţessi áhöld gćtu veriđ frá ţeim tíma. Frumbyggjar Ástralíu notuđu svona gróf ambođ úr kvartsi á 18. öld e. Kr.  Verkfćri ţessi líkjast einhverju sem menn tengja frummönnum í Afríku. Ţađ ţýđir ekki ađ verkfćrin á Krít séu frá sama tíma og verkfćrin í Afríku. En svona röksemdafćrslur sér mađur oft hjá bandarískum fornleifafrćđingum.

Ég vann einu sinni međ bandarískum fornleifafrćđingum norđur á Ströndum. Ţeir fundu litla rúst niđur viđ sjó. Drátthagur fornleifafrćđingu frá New York teiknađi til gamans, hús sem hann hélt ađ hefđi stađi ţarna. Greinilegt var ađ mađurinn ţekkti ekkert til byggingarhefđar á Norđurlöndum, en hann ţekkti byggingarhefđ Indíána. Hann teiknađi eitthvađ sem gćti hafa veriđ hús indíána í Kanada.

Fyrir nokkrum árum fann bandarískur fornleifafrćđingur, Steinberg, eitthvađ sem líktist mynt norđur í landi. Sjálfskipađur "sérfrćđingur" Seđlabankans í mynt taldi ţetta vera mynt og ţeir hölluđust svo báđir ađ ţví ađ ţetta vćri frá Víkingaöld. Ţađ sem ţeir fundu var reyndar bronsskreyti í líkingu myntar sem ţekktar eru sem "kingur", svo notuđ séu flott orđ Kristjáns Eldjárns fyrir skreyti úr málmi sem hangir í sörvi eđa á fötum manna, á 11. og 12. öld. Bronsmynt var ekki notuđ á víkingaöld. 

Fornleifafrćđingar verđa ađ vera vel inn í ţví sem ţeir eru ađ gera! Ţađ er ekki alltaf tilfelliđ. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.2.2010 kl. 08:06

6 identicon

Ég ćtla ekki ađ velta ţví fyrir mér hér hvort bandarískir fornleifafrćđingar séu “öđruvísi” en hinir, en tel fulla ástćđu til ađ veita ţessu máli fulla athygli. Ţađ er ekki búiđ ađ gefa út mikiđ af ţessu efni ennţá, en tvćr greinar skyldar ţví eru:

Kopaka K, Matzanas C. 2009. Palaeolithic industries from the island of Gavdos, near neighbor to Crete in Greece. Antiquity 83:

Mortensen P. 2008. Lower to Middle Paleolithic artefacts from Loutró on the south coast of Crete. Antiquity 82:

Töluvert er nú bloggađ út um allan heim um fundinn á Krít, til dćmis hjá:

http://johnhawks.net/weblog/reviews/archaeology/middle/crete-mortensen-loutro-2010.html

haraldur sigurdsson (IP-tala skráđ) 18.2.2010 kl. 13:26

7 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

var ekki miđjarđarhaf miklu minna hér á áronum fyrir ísaldarlok og jafnvel bara innhaf... en annađ... ein spurning fyrir fróđann mann... hvar finn ég yfirlit yfir loftsteina á íslandi... međ áćtluđum tímamćlingum hvenćr ţeir verđa til... og ennfremur ég leita ađ yfirborđsformi grćnlands.. undir ísnum.. einhver hefur sagt ađ grćnland sé ein skál.. eđa risadalur... gćti grćnland veriđ gýgur?

Tryggvi Gunnar Hansen, 20.2.2010 kl. 15:09

8 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

er ekki hćtta á ađ loftsteinagýgur vćri mistekin fyrir eldgýg?

Tryggvi Gunnar Hansen, 20.2.2010 kl. 15:28

9 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

á íslandi?

Tryggvi Gunnar Hansen, 20.2.2010 kl. 15:28

10 identicon

Sćll, Tryggvi

Jú, Miđjarđarhaf var minna á ísöld, ţegar ţessir fornmenn voru hugsanlega ađ ferđast til Krítar. En sundiđ milli Krítar og Afríku er mjög djúpt og breytingar á sjávarstöđu tengdar ísöld hafa ekkert hjálpađ til ađ gera ţeim sjóferđina auđveldari.

Varđandi loftsteinsárekstra, ţá er ţađ stórt, flókiđ og langt mál. Ég mun blogga um ţađ síđar. Ekki er mér kunnugt um neina fundi loftsteina á Íslandi enn. Gígar eftir árekstra loftsteina eru ólíkir eldgígum á margan hátt. Til dćmis finnst mjög sjaldan hraun eđa ađrar bergtegundir tengadr eldgosum í loftsteinagígum. Einnig eru ţeir oftast víđari og stćrri en eldgígar.

Varđandi Grćnland, ţá er ţađ rétt ađ risastór dalur er undir öllum Grćnlandsjökli, svo djúpur ađ hann er víđa undir sjávarmáli. Sá dalur er talinn hafa myndast vegna fargsins af ţykka jöklinum ofaná.

haraldur sigurdsson (IP-tala skráđ) 20.2.2010 kl. 16:23

11 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

takk fyrir ţađ Haraldur

svo er afbrygđi af loftsteinum sem ekki er máski ţekt ennţá... og ţađ eru steinar sem eru međnćgilega ţyngd og massa til ađ bora sér í gegnum skurnina og valda ţar međ eldgosi... ţetta á ađvitađ sérílagi viđ ţar sem skurnin er ţunn og ţađ er semsagt međ blandorsök og ég spyr er ekki ţetta hugsanlegt og ađ sjá ađ ţetta sé blandorsakagýgur er ţá ţarf ađ finnast ţar merki um mikinn loftstein (kurlađann) og hraun á sama stađ... en slíkt hafa menn ekki látiđ sér detta í hug eđa hvađ og ţví erfiđara en ella ađ leita ađ ţví sem ekki er til fyrir manni...  ţetta er sama og međ "fyrir "landnáms" frćđin"... ţađ sem ekki á ađ vera til er ekki leitađ ađ.

Tryggvi Gunnar Hansen, 20.2.2010 kl. 16:58

12 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

en hvar finn ég eitthvađ á netinu um form grćnlands undir ís Haraldur?

Tryggvi Gunnar Hansen, 20.2.2010 kl. 16:59

13 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Tryggvi:

Helstu gögnin um Grćnland er ađ finna her

JL Bamber – 2001

http://nsidc.org/cgi-bin/atlas_north?layer=sea_ice_extent_01&layer=snow_extent_01&layer=north_pole_geographic&layer=land&layer=coastlines&layer=copyright&zoomdir=1

Sjá myndir hér

http://www.ittc.ku.edu/publications/documents/Bamber2001_A%20new%20ice%20thickness.pdf

Haraldur Sigurđsson, 20.2.2010 kl. 18:06

14 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

Já takk Haraldur,.. ţetter athyglisvert... Grćnlandsdalurinn er dýpstur nyrst og svo undir miđju, ţ.e. fer í 200 m undir yfirborđi sjávar á ţessum tvem stöđum.. syđri hlutinn er grynnri... spurning.. hvort einhver eldvirkni sé undir grćnlandi eđa hafi veriđ... eru til borkjarnar úr jarđvegi undir ísnum... grjóti?

Tryggvi Gunnar Hansen, 21.2.2010 kl. 14:17

15 identicon

http://www.innovations-report.com/html/reports/earth_sciences/report-100152.html

Hér fyrir ofan er hlekkur á grein sem fjallar um heitan reit undir Grćnlandsjökli. Ţetta er enn mjög umdeilt. Ekki er vitađ um neina eldvirkni á Grćnlandi í amk. 30 miljón ár, á Diskó eyju. Ekkert kemur fram í ísborunum varđandi eldvirkni á Grćnlandi.

kv

Haraldur

haraldur sigurdsson (IP-tala skráđ) 21.2.2010 kl. 15:15

16 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

já ţar er bara nýlega komiđ upp á norđ austur grćnlandi..er ţessi hiti undir meginjöklinum norđausta eđa á Disco eyju? 

ef hitinn er undir meginjöklinum ţá verđur til stöđuvatn undir jökli og ishellar... og jökullinn mun brána mun hrađar

Tryggvi Gunnar Hansen, 22.2.2010 kl. 12:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband