Eldfjöll sem Mótíf í Arkitektúr

Vulcano BuonoStundum finnst manni að ástandið sé svipað í dag með þá sem stunda arkitektúr eða byggingalist og með nútíma listamenn: það er búið að prófa allar mögulegar leiðir í listum undanfarnar aldir, og í örvæntigarfullum tilraunum sínum til að vera frumlegir eru sumir í þessum hóp komnir út í vitleysu og öfgar í dag. En nú hefur komið fram hreyfing meðal arkitekta sem mér líst nokkuð vel á, og það er hreyfing sem notar eldfjöll sem mótíf. Þetta er ekki bara hreyfing heldur hreint og beint alda, og arkitektar virðast nú keppa um að líkja eftir eldfjöllum. MíluturninnHér með fylgja nokkur dæmi. Það fyrsta sem ég vil benda ykkur á er bygging í grennd við Vesúvíus, en hún er komin í gagnið. Byggingin ber nafnið “Il Vulcano Buono” eða góða eldfjallið, og er staðsett í bænum Nola nálægt Napólíborg á Ítalíu. Það er sjálfur Renzo Piano sem hefur skapað þetta skemmtilega verk. Gígurinn er 150 metrar í þvermál. Stærsta bygging heims gæti litið út eins og eldfjall. Arkitektinn og boxarinn Eugene Tsui hefur nú stungið uppá þriggja kílómetra hárri ofurbyggingu fyrir San Francisco borg, sem nefnist Ultima Tower og getur hýst um eina miljón manns. Munið eftir Mount Doom eldfjallinu í Hringadrottinssögu?Taichung  Ætli Tsui hafi fengið hugmyndina þar?Nú er í byggingu Taichung ráðstefnubyggingin í Taívan, en hún er mynduð eins og þyrping af eldfjöllum eða gígum, hlið við hlið. Byggingin er skemmtilega létt og opin, en hún er hönnuð af MAD Architekts í Beijing í Kína. Njiric Arhitekti í Króatíu hafa hannað blátt eldfjall sem íþróttaleikvang. Í stað þess að hafa öskuský fyrir ofan eldfjallið, þá hafa þeir komið fyrir skýi sem er reyndar sólarsellur. Bláa eldfjalliðAð lokum er það Vulcania, eldfjallasafnið í Auvergne héraði í Frakklandi. Þar hafa þeir í frekar smáum stíl reist lítið eldfjall á smekklegan hátt.Er ekki kominn tími til að arkitektar reisi okkur eldfjall á Íslandi, til dæmis veglega byggingu undir Eldfjallasafn í Stykkishólmi?  Vulcania jpgEf til vill hefði sú hugmynd fengið góðan hljómgrunn fyrir 2008, en sennilega eru undirtektir ekki alveg eins góðar í dag. Við lifum í voninni…

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þetta er reyndar mjög góð hugmynd - en hvernig eldfjall myndirðu vilja byggja fyrir safnið?

Ég myndi kjósa móbergsstapa - í stíl við Herðubreið.

Höskuldur Búi Jónsson, 17.2.2010 kl. 20:43

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þetta er athyglisvert, vissi ekki af þessari stefnu arkítekta. Á Lanzarote, var merkilegur arkitekt, sem hét César Manrique, sem gerði byggingar sem falla  inn í náttúruna þar, sem er eldfjallalandslag. Ein bygging sem ég skoðaði eftir hann (minnir að hann hafi búið þar), þar var eins og hraunið hafi runnið inn um stofugluggann. Einnig nýtti hann gíga og annað í landslaginu til að fella húsið og herbergin inn í. Kannski ekki alveg af sama toga og um er fjallað í pitstlinum, en mér fannst það flott hjá honum að nýta landslagið á þann hátt. Ef fólk á leið um Lanzarote (sem gerist væntanlega sjaldnar nú en fyrir 2008), þá mæli ég með því að skoða byggingar sem hann gerði þar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.2.2010 kl. 20:51

3 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Ég hef áður bent á, að móberg er hin eina og sanna bergtegund Íslands, þar sem móberg er lítt eða ekki þekkt á öðrum löndum. En það er mjög lélegt byggingarefni. Auðvitað er formið á Herðubreið flott, og gæti gert ágætis byggingu.

Hér er fullt af hugmyndum fyrir arkitekta að vinna úr.

Þarf að kanna Lanzarote málið frekar.

Haraldur Sigurðsson, 17.2.2010 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband