Færsluflokkur: Loftslag
Hvernig leit Ísland út á Ísöldinni?
5.4.2011 | 20:28


Nýlega birti norska fyrirtækið Olex ný kort af hafsbotninum, sem má nálgast hér: http://www.olex.no/dybdekart_e.html#isofiler Kortin eru sérstök og mjög nákvæm, en þau eru byggð að miklu leiti á gögnum sem togarar og aðrir fiskibátar senda inn til Olex. Næmi kortanna er um 5x5 metrar, sem þýðir að stór rúta eða vörubíll myndi sjást á hafsbotninum á slíku korti. Íslandskortið frá Olex er sýnt hér til hliðar. Hér koma fjölmörg fyrirbæri fram á hafsbotninum, sem við höfðum ekki hugmynd um áður, og þar á meðal margir jökulgarðar sem sýna fyrri stöðu stóra jökulsins yfir Íslandi á Ísöldinni. Þessi nýju gögn styrkja mjög þá mynd af Íslandi sem ser sýnd af púnktalínunni í fyrri myndinni hér fyrir ofan. Ískjöldurinn var svo stór að hann náði út á ystu mörk landgrunnsins víðast hvar. En takið eftir að á Ísöldinni var sjávarstaða miklu lægri en hún er í dag og landgrunnið var því um 100 metrum grynnra en í dag, vegna þess að mikið af vatnsforða hafsins var geymt í jöklum heimsskautanna.
Loftslag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Flugslóðir valda hlýnun jarðar
4.4.2011 | 19:12


Votlendi er mikilvægt
1.4.2011 | 23:45



Loftslag | Breytt 2.4.2011 kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komu sumir frumbyggjar Nýja Heimsins frá Evrópu?
26.3.2011 | 16:39


Getur járn í sjónum dregið úr hlýnun jarðar?
25.3.2011 | 21:53


Loftslag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jarðsköpun - Geoengineering
24.3.2011 | 16:20



Loftslag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað Kemur Mikið Koltvíoxíð upp í Eldgosum?
3.4.2010 | 18:50

Koltvíoxíð streymir milli hinna ýmsu hluta jarðkerfisins. Það streymir niður úr andrúmsloftinu og inn í sjóinn, og einnig frá landinu upp í andrúmsloftið, eins og til dæmis myndin fyrir ofan sýnir. En takið eftir því að eldgos eru aldrei sýnd í slíkum myndum! Hvernig stendur á því? Er ekki einmitt koltvíoxíð að streyma upp í gjóskustrókunum á Fimmvörðuhálsi og út í andrúmsloftið og reyndar í öllum eldgosum? Jú, vissulega, en hvað mikið magn af koltvíoxíð gasi kemur uppúr eldfjöllum? Er verið að blekkja okkur með öllu þessu tali um loftslagsbreytingar af manna völdum, af því að eldgosin eru ekki tekin með í reikninginn? Við skulum athuga það nánar, og kanna hvort það sé satt, eins og sumir vilja halda fram, að eldfjöllin séu miklu verri mengunarvaldur en sjálft mannkynið, með alla sína bíla og gas-spúandi verksmiðjur. Það er skylt að benda á að Loftslag.is hefur áður bloggað fróðlega um þetta efni.
Það er nokkuð auðvelt að reikna út heildarlosun eða það magn af koltvíoxíði sem streymir út í andrúmsloftið af völdum mannkynsins um heim allan. Markaðurinn gefur okkur áreiðanlegar tölur yfir magna af eldsneyti sem er selt um heim allan á hverju ári, og útkoman er sú, að nú er heildarlosun í heiminum um það bil 30 miljarðar tonna á ári af CO2. Myndin sýnir hvernig það skiptist milli landa, en Kína og Bandaríkin eru auðvitað lang stærst. Heildarlosun á Íslandi af koltvíoxíði var 4235 þús. tonn árið 2006 en er nú komin yfir 5200 þúsund tonn, samkvæmt spá Umhverfisstofnunar.
Það er ekki eins einfalt að áætla heildarlosun af koltvíoxíði frá eldfjöllum heimsins. Þess ber að gæta að um 80% af öllum eldgosum eru neðansjávar, á úthafshryggjum, og þvi tiltölulega óþekkt fyrirbæri. Samt er nú nokkuð gott samræmi á tölum um heildarútlosun koltvíoxíðs frá öllum eldfjöllum, bæði á landi og í sjó. Það er nú talið á bilinu 130 til 250 miljón tonn af koltvíoxíði á ári um allan heim. Framlag eldfjalla er því aðeins 1/120 til 1/230 af heildarlosun koltvíoxíðs á jörðinni, eða vel innan við eitt prósent. Sem sagt: það er ekki hægt að kenna eldgosum um loftslagsbreytingarnar, amk. ekki ío þetta sinn. Hins vegar geta stór sprengigos orsakað mikla kólnun á jörðu, en það er nú önnur saga.
Loftslag | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fleiri Hitamet en Kuldamet segja sína Sögu
12.3.2010 | 18:43
Þið kannist öll við tilfinninguna. Tvö skref áfram og svo rennur þú eitt skref til baka þegar þú gengur upp bratta skriðu. Er það svona með hægfara loftslagsbreytingar? Þótt það hlýni, þá eru alltaf kuldaköst öðru hvoru. En ef til vill er hægt að sjá heildarferilinn ef maður lítur á hitametin í lángri röð af veðurfarsgögnum. Veðurfræðingurinn sem flytur veðurfréttirnar í sjónvarpinu bendir alltaf á ný hitamet: Hitinn í gær, 24. júlí, setti nýtt met á þessari veðurstöð. Eða: Dagurinn í gær, 12. janúar, mældist kaldari hér en nokkru sinni fyrr. Nú hefur verið gerð samantekt á öllum hita- og kuldametum í Bandaríkjunum fyrir allar veðurstöðvar þar í landi sem hafa verið reknar síðan 1950 (utan Alaska). Gerald Meehl og félagar birtu grein nýlega í ritinu Geophysical Research Letters um þetta efni, sem eru byggðar á athugunum frá um 1800 veðurathuganastöðvum í Bandaríkjunum síðan 1950. Niðurstöðurnar eru nokkuð fróðlegar. Frá árinu 2000 til þessa árs sýna þær alls 291237 hitamet en aðeins 142420 kuldamet. Ef hitafar eða loftslag væri stöðugt, þá væru auðvitað jafn mörg hitamet og kuldamet í skránni, en svo er ekki, og telja höfundarnir það góða vísbendingu um hýjun jarðar, a.m.k. í Bandaríkjunum. Myndin sem fylgir sýnir hlutfallið á hita- og kuldametum í Bandaríkjunum fyrir áratugina frá 1950 til 2009. Það er greinilegt að hitametin eru fleiri á seinni áratugum, og fer munurinn vaxandi. Hlutfallið síðasta áratuginn sýnir að hitamet eru meir en tvisvar sinnum fleiri en kuldamet.
Það væri auðvitað fróðlegt nú að sjá hver hlutföllin milli hita- og kuldameta hafa verið á Íslandi. Hjá Veðurstofu Íslands er til tafla á vefnum yfir hæsta hita á öllum veðurstöðvum á Íslandi, en því miður ekki fyrir lægsta hita, og er því ekki hægt að gera samanburð við þessa fróðlegu greiningu í Bandaríkjunum.
Loftslag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Metan Gas frá Hafsbotni
5.3.2010 | 22:31
Ég las nýlega blogg grein þar sem fyrirsögnin var á þessa leið: Nýjustu rannsóknir sýna að hættulegt gas lekur nú uppúr sífreranum á heimskautasvæðnunum. Undirfyrirsögnin segir: En hafið engar áhyggjur þetta eru bara vísindi. Svona er tortryggni varðandi vísindin komin á hátt stig í dag. Ég leyfi mér nú þrátt fyrir það að fjalla um þetta gas, sem heitir metan eða mýragas. Einu sinni var ég að vinna á hafrannsóknaskipi við að taka sýni af setinu á hafsbotni í Norður Atlantshafi. Við notuðum bor eða kjarnarör til að ná sýninu. Eitt sinn þegar rörið kom upp, þá var ís í setinu. En þetta var ekki venjulegur vatnsís heldur ís af metan hydrat, sem er blanda af vatni og efninu sem við nefnum oft mýragas: CH4. Metan gas sem er unnið með jarðborunum djúpt niður í gamlar myndanir af setlögum er eitt mikilvægasta eldsneyti á jörðu. Til dæmis í Bandaríkjunum er það gas um einn fjórði af allri orkuneyslu.
Metan myndast þegar lífræn efni rotna, hvort sem er í setinu á hafsbotni, í mýrum eða í maganum á kúm. Það eru bakteríur sem þrífast við þessi skilyrði, sem brjóta niður lífræn efni og framleiða gasið.
Hvernig myndast metan hydrat ísinn í setinu á hafsbotni? Það er háð því hvað sjórinn er oft ískaldur, eða rétt fyrir ofan frostmark, við hafsbotninn í norðurhöfum. Kortið fyrir ofan sýnir að metan hydrat setmyndanir eru mjög útbreiddar í heimshöfunum. Myndin til hliðar er fasa diagram sem sýnir ástand efnis eins og metans við mismunandi hita og þrýsting eða dýpi. Við ástand eins og ríkir fyrir neðan feitu línuna er metan hydrat í jafnvægi. En ef botnsjórinn hlýnar, þá leysist metan hydrat upp og metan gas streymir út, upp í sjóinn og að lokum upp í andrúmsloftið. Í dag kom út merk grein í vísindaritinu Science um metan eftir hóp vísindamanna frá Alaska og Rússlandi. Mælingar á botnsjó á landgrunninu fyrir utan austur hluta Síberíu sýna að hann er mettaður af metan gasi, og er hér miklu meira ústreymi af metan gasi en áður var talið. Þessi nýuppgötvaða losun af metan undan Síberíu er jafn mikil og var þekkt áður í öllum heimshöfunum.
Breskir og þýskir vísindamenn hafa gert svipaða uppgötvun á hafsbotninum í 150 til 400 m dýpi fyrir vestan Svalbarða. Þar fundu þeir að metan gas streymir upp um litil göt úr botninum og upp í hafið, eins og myndin til hægri sýnir.
Metan getur haft 30 sinnum meiri áhrif á hlýnun jarðar en koldíoxíð, og er því mikilvægt að fylgjast með magni þess í andrúmslofti. Myndin til hliðar sýnir að metan hefur stöðugt vaxið í andrúmslofti jarðar. Það er talið að í dag séu gróðurhúsaáhrifin af völdum metan gass í lofthjúpnum um fimmti hluti, en koldíoxíð afgangurinn. Byrgðir af metan, bæði í sífreara á landi og í setinu á hafsbotni, eru gífurlegar, og ekki þarf mikla breytingu á hita botnsjávar til að þær birgðir sleppi út í lofthjúpinn og valdi mikilli hlýjun um jörð alla. Enn ein ástæðan til að fylgjast vel með hvað er að gerast í vísindunum í dag.
Loftslag | Breytt 6.3.2010 kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vísindamenn eru Mannlegir og geta verið Hættulegir
4.3.2010 | 19:00
Sumir vísindamenn geta verið slæmir, eins og annað fólk, gráðugir, jafnvel ræningjar, morðingjar og svikarar, sem sagt mannlegir. Stundum reyna þeir að blekkja fólk, eins og til dæmis í sambandi við svokölluðu uppgötvunina um cold fusion árið 1989, þegar eðlis-efnafræðingarnir Martin Fleischmann og Stanley Pons reyndu að telja heiminum trú um að þeir gætu komið af stað kjarnaklofa við venjulegan herbergishita og framleitt óendanlega og ódýra orku. Engum vísindamanni tókst að endurtaka tilraunir þeirra. Læknarnir sem gerðu tilraunir á föngum nazista í Þýskalandi voru sannir glæpamenn vísindanna. Albert Einstein vissi að til voru hætulegir vísindamenn og hann varaði Roosevelt forseta Bandaríkjanna í sendibréfi árið 1939 við hættunni af því að hugmyndin um kjarnorkusprengjuna kæmist í hendur illvilja vísindamanna.
Vísindin sem varða lofslagsbreytingar og hugsanleg áhrif þeirra eru mikilvægur snertiflötur milli mannkynsins og vísindanna, og geta niðurstöðurnar haft áhrif á allt mannkyn. Nú hafa nokkrir vísindamenn sem stunda loftslagsrannsóknir verið óvarkárir í bréfasendingum sín á milli og tölvupóstur þeirra lekið út. Afleiðingin er algjör tortryggni almennings gagnvart kenningunni um loftslagsbreytingar af völdum losunar koldíoxíðs út í andrúmsloftið. Í einu tilfellinu eru það um eitt þúsund tölvupóstsendingar breska vísindamannsins Phil Jones, sem er forstöðumaður við Loftslagsrannsóknastöðina í East Anglia háskóla í Bretlandi. Tölvupósturinn sem lak út er ósmekklegur, en gögn stofnunarinnar, sem hafa verið birt í vísindaritum eftir viðeigandi ritrýni, eru á engan hátt í vafa, og því full áreiðanleg heimild um loftslagsbreytingar.
Annað tilfelli varðar indverska verkfræðinginn Rajendra Pachauri, sem er formaður IPCC nendarinnar (Intergovernmental Panel on Climate Change) og reyndar störf nefndarinnar allrar. Nefndin var sett á laggirnar árið 1988 af Alþjóða Veðurstofunni (WMO) og Sameinuðu Þjóðunum til að rannsaka hættuna á því að verk mannsins kynnu að orsaka loftslagsbreytingar. Myndin til hliðar er af Pachauri formanni, og nú getur hver spurt sjálfan sig: treysti ég þessum manni? Mundi ég kaupa bíl af honum? Hann tók við Nóbelsverðlaunum fyrir hönd nefndarinnar árið 2007. Sama árið birtist ný skýrsla frá IPCC nefndinni og annað hneyksli spratt upp úr henni. Nú kom í ljós að í skýrslunni voru ýkjur um hraðann á bráðnun jökla í Himalayafjöllum. Einnig kom í ljós að sá sem veitti rangar upplýsingar um jöklana starfaði við rannsóknarstofnun í Indlandi sem var í eigu Pachauri, formanns nefndarinnar.
Það er ljóst að traust nenfdarinnar er horfið eins og dögg fyrir sólu. Það er einnig greinilegt að nefndin hefur starfað meir sem pólitískur þrýstihópur en vísindaleg rannsóknarnefnd. Dagar hennar eru sennilega taldir.
Hverjum og hverju má þá trúa í heimi vísindanna? Mín reynsla er sú, að ekki sé alltaf hægt að trúa yfirlýsingum frá nefndum, og er IPCC gott dæmi um það. Þótt á þriðja þúsund vísindamenn hafi komið nærri skýrslunni, þá hefur hún ekki verið ritrýnd á vísindalegan hátt og er því tortryggileg. Aftur á móti er hægt að taka fullt mark á flestum vísindagreinum. Yfirleitt eru ritgerðir sem birtast í merkustu vísindaritunum, eins og til dæmis í Nature og Science, áreiðanlegar vegna þess að þær hafa gengið í gegnum strangt ritrýni. Aðferðin varðandi birtingu vísindaathugana er venjulega sú, að ritstjóri, ef hann telur ritgerðina áhugaverða, sendir hana í ritýni til þriggja til fimm vísindamanna til að dæma um það hvort handritið sé birtingarhæft og fara þeir yfir styrkleika og veikleika rannsóknarinnar og handritsins. Þeir sem eru valdir sem ritrýnar eru oftast þeir vísindamenn sem starfa á sama sviði og því oft keppinautar höfundsins. Það er því þeim í hag að benda á allar villur og bókstaflega reyna að rífa greinina niður og helst að koma í veg fyrir að hún sé birt. Ég sendi handrit til Nature sem var 6 síður á lengd. Ég fékk til baka fax með ummælum fimm ritrýna sem voru fjórtán síður á lengd. Mér tókst þó að sannfæra ritstjórann um að ég hafði á réttu að standa. Þannig er samkeppnin oft blóðug, en sannleikurinn og áreiðanleg gögn komast oftast í gegnum þessa eldraun og birtast, stundum um seint og síðir, í merku og virtu vísindariti. Ólíkt er með skjöl sem koma frá nefndum, og auðvitað allt sem birtist á netinu, en í báðum tilfellum er ekkert ritrýni. Verið ávalt tortryggin, og kannið hvaðan upplýsingarnar koma, áður en þið trúið á gildi þeirra.
Loftslag | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)