Vísindamenn eru Mannlegir og geta verið Hættulegir

Pons og FleischmannSumir vísindamenn geta verið slæmir, eins og annað fólk,  gráðugir, jafnvel ræningjar, morðingjar og svikarar, sem sagt mannlegir.  Stundum reyna þeir að blekkja fólk, eins og til dæmis í sambandi við svokölluðu uppgötvunina um “cold fusion” árið 1989, þegar eðlis-efnafræðingarnir Martin Fleischmann og Stanley Pons reyndu að telja heiminum trú um að þeir gætu komið af stað kjarnaklofa við venjulegan herbergishita og framleitt óendanlega og ódýra orku.  Engum vísindamanni tókst að endurtaka tilraunir þeirra.  Læknarnir sem gerðu tilraunir á föngum nazista í Þýskalandi voru sannir glæpamenn vísindanna.   Albert Einstein vissi að til voru hætulegir vísindamenn og hann varaði Roosevelt forseta Bandaríkjanna  í sendibréfi árið 1939 við hættunni af því að hugmyndin um kjarnorkusprengjuna kæmist í hendur illvilja vísindamanna.  R. Pachauri

Vísindin sem varða lofslagsbreytingar og hugsanleg áhrif þeirra eru mikilvægur snertiflötur milli mannkynsins og vísindanna, og geta niðurstöðurnar haft áhrif á allt mannkyn.   Nú hafa nokkrir vísindamenn sem stunda loftslagsrannsóknir verið óvarkárir í bréfasendingum  sín á milli og tölvupóstur þeirra lekið út.  Afleiðingin er algjör tortryggni almennings gagnvart kenningunni um loftslagsbreytingar af völdum losunar koldíoxíðs út í andrúmsloftið.  Í einu tilfellinu eru það um eitt þúsund tölvupóstsendingar breska vísindamannsins Phil Jones, sem er forstöðumaður við Loftslagsrannsóknastöðina í East Anglia háskóla í Bretlandi.  Tölvupósturinn sem lak út er ósmekklegur, en gögn stofnunarinnar, sem hafa verið birt í vísindaritum eftir viðeigandi ritrýni, eru á engan hátt í vafa, og  því full áreiðanleg heimild um loftslagsbreytingar. 

Annað tilfelli varðar indverska verkfræðinginn Rajendra Pachauri, sem er formaður IPCC nendarinnar (Intergovernmental Panel on Climate Change) og reyndar störf nefndarinnar allrar.  Nefndin var sett á laggirnar árið 1988 af Alþjóða Veðurstofunni (WMO) og Sameinuðu Þjóðunum  til að rannsaka hættuna á því að verk mannsins kynnu að orsaka loftslagsbreytingar.   Myndin til hliðar er af Pachauri formanni, og nú getur hver spurt sjálfan sig: treysti ég þessum manni? Mundi ég kaupa bíl af honum?  Hann tók við Nóbelsverðlaunum fyrir hönd nefndarinnar árið 2007.   Sama árið birtist ný skýrsla frá IPCC nefndinni og annað hneyksli spratt upp úr henni.  Nú kom í ljós að í skýrslunni voru ýkjur um hraðann á bráðnun jökla í Himalayafjöllum.  Einnig kom í ljós að sá sem veitti rangar upplýsingar um jöklana starfaði við rannsóknarstofnun í Indlandi sem var í eigu Pachauri, formanns nefndarinnar.

Það er ljóst að traust nenfdarinnar er horfið eins og dögg fyrir sólu.  Það er einnig greinilegt að nefndin hefur starfað meir sem pólitískur þrýstihópur en vísindaleg rannsóknarnefnd.  Dagar hennar eru sennilega taldir.

Hverjum og hverju má þá trúa í heimi vísindanna?  Mín reynsla er sú, að ekki sé alltaf hægt að trúa yfirlýsingum frá nefndum, og er IPCC gott dæmi um það.  Þótt á þriðja þúsund vísindamenn hafi komið nærri skýrslunni, þá hefur hún ekki verið ritrýnd á vísindalegan hátt og er því tortryggileg.  Aftur á móti er hægt að taka fullt mark á flestum vísindagreinum.  Yfirleitt eru ritgerðir sem birtast í merkustu vísindaritunum, eins og til dæmis í Nature og Science,  áreiðanlegar vegna þess að þær hafa gengið í gegnum strangt ritrýni. Aðferðin varðandi birtingu vísindaathugana er venjulega sú, að ritstjóri, ef hann telur ritgerðina áhugaverða, sendir hana í ritýni til þriggja til fimm vísindamanna til að dæma um það  hvort handritið sé birtingarhæft og fara þeir yfir styrkleika og veikleika rannsóknarinnar og handritsins.  Þeir sem eru valdir sem ritrýnar eru oftast þeir vísindamenn sem starfa á sama sviði og því oft keppinautar höfundsins.  Það er því þeim í hag að  benda á allar villur og bókstaflega reyna að rífa greinina niður og helst að koma í veg fyrir að hún sé birt.  Ég sendi handrit til Nature sem var 6 síður á lengd.  Ég fékk til baka fax með ummælum fimm ritrýna sem voru fjórtán síður á lengd. Mér tókst þó að sannfæra ritstjórann um að ég hafði á réttu að standa.  Þannig er samkeppnin oft blóðug, en sannleikurinn og áreiðanleg gögn komast oftast í gegnum þessa eldraun og birtast, stundum um seint og síðir, í merku og virtu vísindariti. Ólíkt er með skjöl sem koma frá nefndum, og auðvitað allt sem birtist á netinu, en í báðum tilfellum er ekkert ritrýni.  Verið ávalt tortryggin, og kannið hvaðan upplýsingarnar koma, áður en þið trúið á gildi þeirra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég vil benda á að IPCC skýrslurnar eru þrjár og var þeim skipt upp í þrjá vinnuhópa.

Það helsta sem verið er að gagnrýna IPCC fyrir, er í kafla um afleiðingar og áhrif á samfélög. Þar er þekkingin götótt og svo virðist vera sem að inn í skýrslu vinnuhóps 2 (wg2) hafi ratað heimildir sem ekki eru ritrýndar – oft skýrslur sem unnar eru upp úr ritrýndum greinum, en þar hefur greinilega slæðst inn villa varðandi jökla Himalaya.

Skýrsla vinnuhóps 1 (wg1) sem fór í gegnum ástand jarðarinnar, vísindalega og ritrýnt, hefur sýnt sig að er byggð á ansi góðum grunni – þótt eflaust megi gagnrýna mat þeirra á sumu – t.d. má benda á að jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins eru að bráðna hraðar en búist var við í skýrslunni (og samfara var vanmat á hækkun sjávarstöðu) – einnig hefur bráðnun hafíss verið hraðari en búist var við af IPCC og fleira má nefna.

Það segir kannski sitt um áreiðanleika þessara skýrsla að nú næstum þremur árum eftir birtingu þeirra hefur fundist ein villa í 3000 blaðsíðna doðranti.

Hitt er annað að "efasemdarmenn" um hlýnun jarðar af mannavöldum hafa hamrað á þessari villu, með hjálp misgóðra fjölmiðla - og því er það eflaust rétt hjá þér að traust á IPCC er orðið lítið sem ekkert. Það er vonlaust mál að leiðrétta það traust eftir að það er farið (þótt ósanngjarnt sé).

Höskuldur Búi Jónsson, 4.3.2010 kl. 20:44

2 identicon

Höski

Þetta er einmitt kjarni málsins.  Ef upp kemur brestur um traust og trúverðugleika eins þáttar og eins manns, þá er hætt við að öll spilaborgin hrynji.  Það er stór hópur manna, sumir á launum hjá orku og olíufyritækjum, sem vinna að því dag og nótt að varpa efsemd á kenningar varðandi loftslagsbreytingar af manna völdum.  Þetta er vatn á þeirra myllu.  Vísindarannsóknir munu halda áfram á þessu sviði, en hætt er við að nú verði afturkippur í fylgi almennings og stjórnmálamanna hvað snertir loftslagsrannsóknir.  Nú vilja vissir hópar í Bandaríkjunum koma því á við kennslu í skólum, að bæði hvað varðar Darwinskenninguna og loftslagskenninguna, þá verði báðar hliðar málsins kenndar, með og á móti, í öllum barnaskólum. 

haraldur sigurdsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 21:12

3 identicon

Þú tekur Einstein sem dæmi um að hafa vitað að til voru hættulegir vísindamenn. Spurningin verður því hverjir eru hættulegu vísindamennirnir? Voru það kannski þeir sem smíðuðu kjarnorkusprengjuna?

Í nóvember árið 1954, fimm mánuðum fyrir dauða sinn sagði Einstein, um þátt sinn í þróun kjarnorkusprengjunnar: "Ég gerði ein mikil mistök á mínum ferli...það var þegar ég skrifaði undir bréf til Roosevelt forseta og mælti með því að kjarnorkusprengjan yrði smíðuð; en ég get þó réttlætt mig í einu - og það var hættan á að Þjóðverjar yrðu fyrri til."

Auðvitað sá hinn mikli eðlisfræðingur og mannvinur eftir því að Bandaríkjamenn skyldu misnota vísindamenn í þeim tilgangi að gera hryðjuverkaárásir á Japan. Það er því alveg spurning hvort vísindamenn eigi það ekki til að vera svolítið barnalegir í þekkingarleit sinni. Eldmóðurinn svo mikill að þeir gera sér ekki grein fyrir hvaða afleiðingar uppgötvanirnar hafa. 

En annars þakka ég fyrir upplýsandi og stórfróðlega pistla.

hp (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 00:30

4 identicon

Climategate U-turn as scientist at centre of row admits: There has been no global warming since 1995

By Jonathan Petre
Last updated at 5:12 PM on 14th February 2010



  • Data for vital 'hockey stick graph' has gone missing
  • There has been no global warming since 1995
  • Warming periods have happened before - but NOT due to man-made changes
Professor Phil Jones

Data: Professor Phil Jones admitted his record keeping is 'not as good as it should be'

The academic at the centre of the ‘Climategate’ affair, whose raw data is crucial to the theory of climate change, has admitted that he has trouble ‘keeping track’ of the information.

Colleagues say that the reason Professor Phil Jones has refused Freedom of Information requests is that he may have actually lost the relevant papers. 

Professor Jones told the BBC yesterday there was truth in the observations of colleagues that he lacked organisational skills, that his office was swamped with piles of paper and that his record keeping is ‘not as good as it should be’.

The data is crucial to the famous ‘hockey stick graph’ used by climate change advocates to support the theory.

Professor Jones also conceded the possibility that the world was warmer in medieval times than now – suggesting global warming may not be a man-made phenomenon.

And he said that for the past 15 years there has been no ‘statistically significant’ warming.

The admissions will be seized on by sceptics as fresh evidence that there are serious flaws at the heart of the science of climate change and the orthodoxy that recent rises in temperature are largely man-made.

Professor Jones has been in the spotlight since he stepped down as director of the University of East Anglia’s Climatic Research Unit after the leaking of emails that sceptics claim show scientists were manipulating data.



magus (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 03:48

5 identicon

 Sama árið birtist ný skýrsla frá IPCC nefndinni og annað hneyksli spratt upp úr henni.  Nú kom í ljós að í skýrslunni voru ýkjur um hraðann á bráðnun jökla í Himalayafjöllum.  Einnig kom í ljós að sá sem veitti rangar upplýsingar um jöklana starfaði við rannsóknarstofnun í Indlandi sem var í eigu Pachauri, formanns nefndarinnar. Haraldur

Ja einmitt, Pachauri og Jones, finir karlar ha....fint teymi...

En studningsmenn Al Gore og IPCC eru sumir hverjir enntha ad reyna ad verja thetta....

Eins og Hoski Bui og co, sem enntha halda ad thad hafi bara laedst nokkrar villur i IPCC-skyrslu, alveg ovart.

Vinnubrogd IPCC, Pachauri og Jones, eru nefninlega svo visindaleg

Haraldur, getur ekki verid ad gagnryni efasemdamanna a IPCC sje bara nokkud rett, og ad i rauninni tha sje thad IPCC og mafiu-vinnubrogdin thar sem eru ad eydileggja thessi visindi....

Og ad IPCC thurfi ad leggja nidur, visindanna vegna.

thad er ekki thad sama ad trua ekki a hnattraena hlynun, og svo ad trua ekki IPCC.

magus (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 04:03

6 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Mín persónulega skoðun er sú, að það hafi orðið mistök í meðhöndlun og framsetningu upplýsinga varðandi loftslagsbreytingar.  Hinsvegar er ég sannfærður um að loftslagsbreytingar eru nú í gangi. Í öllum aðalatriðum eru gögnin sem hafa verið birt í vísindagreinum rétt, og hockey stick kúrvan er lvarlegur raunveruleiki.  Við mannfólkið höfum alls ekki efni á því að taka áhættuna og láta sem ekkert sé í þessu máli. Ef breytingar eru í gangi, þá eru afleiðingarnar mjög alvarlegar, og ef til vill hvað verstar á Íslandi vegna hugsanlegra áhrifa á hafstrauma umhverfis landið.  Lofslagsbreytingar hafa langt forspil á undan snöggri breytingu, alveg eins og teygjuband sem slitnar að lokum.

Haraldur

Haraldur Sigurðsson, 8.3.2010 kl. 12:05

7 identicon

Bara sma mistok...hvad med mafiu-vinnubrogdin, er thetta allt i lagi.

 1)hokkykylfan verdur ekki sonnud med gognum fra CRU, eda Jones: Hann er buinn ad tyna frumgognunum, thessi snillingur visindanna.....sem er nuna buinn ad vidurkenna ad engin marktaek hlynun hafi att stad sidan 1995. En thad verdur ekkert hlustad a hann nuna, ekki lengur IPCC, kemst ekki einu sinni i frettirnar...(sma innskot, talandi um opna og edlilega umraedu, hvers vegna er ekki fjallad um thetta)

2)Spurning min var kannski ekki naegilega afmorkud...reyni aftur: Treystir thu IPCC til aframhaldandi starfa i nafni godra visinda og fyrirmyndar vinnubragda; eda, geturdu verid sammala mer um thad ad IPCC thurfi ad leggja nidur i nuverandi mynd

Vinnubrogdin hafa verid thad hryllileg fra upphafi IPCC, ad i dag eru margir farnir ad halda ad thetta sjeu platvisindi alltsaman..

3)Audvitad eru loftslagsbreytingar i gangi, thad er ekkert astand til sem heitir ekki-loftslagsbreyting... stodugt loftslag er myta.

4) Hvernig finnst ther umraedan um thetta mal hafa verid sidustu ar. hefur umraedan verid opinska og hreinskilin.

Thad sem almenningur hefur fengid ad vita nylega um vandraedi IPCC er bara toppur a isjakanum, en samt hefur thetta fyrirbaeri misst allt traust. Fyrir nokkrum manudum var IPCC halfgerdur GUD, sem ekki gat gert neitt rangt. Hlegid af visindamonnum sem ekki voru sammala, thvi audvitad gat engin verid a sama haa visindaplaninu og IPCC........

magus (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 05:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband