Færsluflokkur: Loftslag
Sjávarborð hækkar hraðar
29.11.2012 | 02:47

Loftslagsbreytingar eru nú viðurkennd staðreynd og jafnvel forseti Bandaríkjanna er loksins farinn að fjalla um málið. Mest hefur umfjöllunin verið um hlýnun, en ein megin afleiðing hnattrænnar hlýnunar er hækkandi sjávarmál vegna bráðnunar jökla og útþenslu hafsins þegar það hitnar. Alþjóðaskýrslur gerðar af IPCC árin 1990 og 2000 héldu því fram að sjávarmál heimshafanna hækkaði að meðaltali um 2.0 mm á ári. Nýrri gögn, fyrir tímabilið 1993 til 2011 sýna hins begar að hækkunin er 3.2 ± 0.5 mm á ári, eða 60% hraðar en fyrri tölur. Það er segin saga með allar spár um loftslagsbreytingar: þær eru alltaf of lágar og verstu eða hæstu tölurnar eru því miður oftast nærri lagi. Þetta er staðan í dag, en hvað um framtíðina? Stefan Rahmstorf og félagar hafa tekið saman spár um sjávarborð framtíðarinnar, eins og sýnt er á línuritinu. Hér eru sýnd líkön af hækkun sjávarborðs, sem eru byggð á mismunandi tölum um losun koltvíoxíðs út í andrúmsloftið. Það eru bláu línurnar, sem eru trúverðugastar að mínu áliti og passa best við það sem á undan er gengið. Allt bendir til að sjávarborð muni rísa hraðar í framtíðinni og sennilega ná allt að 6 til 10 mm á ári fyrir lok aldarinnar, samkvæmt könnun Rahmstorfs.
Áhrifin af slíkum breytingum verða gífurlegar víða úti í heimi, þar sem stórar borgir hafa risið á áreyrum og öðru láglendi. Á Íslandi er málið flókið, meðal annars vegna skorpuhreyfinga, sem eru óháðar hnattrænni hlýnun. Á Reykjavíkursvæðinu sígur jarðskorpan, eins og mórinn í Seltjörn sýnir okkur. Talið er að Seltjarnarnesið hafi sigið af þessum sökum um 0,6 til 0,7 mm á ári hverju síðan land bygðist. Sennilega er þetta sig tengt því, að Seltjarnarnesið og reyndar allt Reyjavíkursvæðið fjarlægist hægt og hægt frá virka gosbeltinu, en þá kólnar jarðskorpan lítið eitt, dregst saman og yfirborð lands lækkar. Ofaná þetta sig bætist síðan hækkun heimshafana. Hverjar verða þá helstu breytingarnar hér? Tökum Tjörnina í Reykjavík sem handhægt dæmi. Nú er yfirborð Tjarnarinnar um 2,2 metra fyrir ofan sjávarmál. Með 3,2 mm hækkun sjávar á ári tæki það 680 ár áður en sjór fellur inn í Tjörnina, en þetta er greinilega allt of lág tala samkvæmt athugunum Rahmtorfs of félaga. Með líklegri hækkun um10 mm á ári í framtíðinni eru það aðeins um 220 ár þar til sjór fellur inn í Tjörnina og yfir miðbæinn.
Loftslag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hafís í lágmarki
1.9.2012 | 17:34


Aftur um Þúfurnar á Snæfellsjökli
29.8.2012 | 16:02

Loftslag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Surtarbrandurinn og Hlýnun Jarðar
21.7.2012 | 16:18



Loftslag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Uppruni Lofthjúps Jarðar
31.12.2011 | 14:20


Loftslag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norðurheimskautið
25.12.2011 | 14:10




Loftslag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lengi tekur sjórinn við - 2
13.7.2011 | 08:56

Loftslag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lengi tekur sjórinn við - eða hvað?
12.7.2011 | 21:29

Loftslag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Loftslag á Miðöldum
29.6.2011 | 16:29


Loftslag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hafísinn hverfur
20.5.2011 | 08:37
Línuritið sýnir örlög hafíssins í Íshafinu og umhverfis Norður pólinn. Hér er sýnt flatarmál íssins í hverjum mánuði, og spá. Hann er auðvitað minnstur í lok sumars, eða í september, þegar sumarbráðnun hefur náð hámarki. Samkvæmt þessu verður allur sumarís horfinn af Íshafinu í september 2016. Vorís (maí) hverfur síðastur, í kringum árið 2032. Eftir það verður hafið algjörlega íslaust. Er virkilega enn til fólk, sem neitar að hlýnun jarðar sé raunveruleiki? Sjá frekar hér:
http://neven1.typepad.com/blog/2011/05/piomas-april-2011.html
Loftslag | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)