Aftur um Þúfurnar á Snæfellsjökli

Það hafa orðið fjörug viðbrögð við bloggi mínu í gær um berglögin sem eru að koma í ljós í Miðþúfunni á Snæfellsjökli. Ég benti á að Þúfan er nú auðari en ég hef séð áður og að bráðnun sé óvenju hröð. Aðrir halda því nú fram að þetta sé ekki óvenjulegt síðsumars á seinni árum: sem sagt “business as usual”. Sumir telja hins vegar að hér sé mjög mikil breyting á ferðinni vegna hraðari bráðnunar Jökulsins. Auðvitað er hægt að deila um slíkt, en það eina sem vert er reyndar að fjalla um í því sambandi eru beinar mælingar á Jöklinum. Það vill svo vel til að slík gögn eru til. Veðurstofa Íslands hefur fylgst með Jöklinum og birt gögn þar að lútandi. Sjá til dæmis grein Tómasar Jóhannessonar hér: http://en.vedur.is/weather/articles/nr/1618 Flatarmál Jökulsins minnkarLínuritið til hliðar sýnir breytingar á flatarmáli Snæfellsjökuls og er byggt á slíkum gögnum. Þar kemur í ljós að Jökullinn hefur minnkað um helming á einni öld. Samkvæmt spá sem er byggð á öllum mælingunum væri Jökullinn horfinn í lok þessarar aldar, eins og rauða línan sýnir.  En sennilega eru þrír nýjustu mælipúnktarnir best mældir. Ef svo er, þá væri Jökullinn horfinn um 2050. Aðrar mælingar Veðurstofunnar sýna að á tímabilinu 2000 til 2008 þynntist jökullinn um allt að 40 metra á ytri mörkum hans. Já, sjálfsagt hafa berglögin verið greinileg í Miðþúfunni fyrr á seinni hluta sumars, en hitt er samt staðreynd: Jökullinn minnkar hratt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Jæja,  og hvað með það? Var ekki jökull yfir mestu landinu á síðasta jökulskeiði ...og enginn gerði neitt í því!!!

Og samt erum við hér enn og ætlum að stjórna náttúrunni.

Sigurjón Benediktsson, 29.8.2012 kl. 17:24

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Takk fyrir afar fróðleg og innihaldsrík skrif og þetta rit fyrir flatarmál jökurlsins sýnir sannanlega hraða rýrnun hans allra síðustu ár. EN mér verður þá enn ferkar spurn en áður hvort það að jökullin minnki hratt geti ekki valdið umbrotum í fallinu eins og þegar stærri og þyngri jöklar rýrna eða er hann svo lítll að enginn möguleiki sé að þegar fargið rýrnar losi það um böndin sem halda aftur af virkin fjallsins?

Og svo hvort þú sért sáttur við he lítt er fytlst með Snæfellsjökli og virkni hans — er hann fyrir víst dauður — eða ættum við ekki að vakta hann og Snæfellsnesið allt eins og önnur umbrotasvæði?

Hér má sjá að Veðurstofan hefur alls enga mæla í námunda við Snæfellsjökul, hvað þá að geta staðsett minni bæringar og óróa sem gefið gæti til kynna að fjallið væri að byrja rumska af löngum dvala en til að staðsetja hreyfingu þarf þrjá mæla.

Staðsetning jarðskjálftamæla Veðurstofunnar

Sjá: http://hraun.vedur.is/ja/skjalftar/silstn.html

Helgi Jóhann Hauksson, 30.8.2012 kl. 01:10

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þetta fór víst frá mér án yfirlestrar og biðst ég afsökunar á of mörgum innsláttarvillum í texta mínum hér að ofan.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.8.2012 kl. 01:12

4 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Helgi: Ég hef oft bloggaðp undanfarið um þörf þess að setja upp jarðskjálftamæla á Nesinu. Sjá til dæmis hér fyrir neðan, og einnig ef þú klikkar á Snæfellsnes hér til hægri:

http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1234877/

http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1198670/

Kveðja

Haraldur

Haraldur Sigurðsson, 31.8.2012 kl. 08:57

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Takk fyrir það Haraldur, um leið og mér finnst samt gott að sjá þig ítreka það :)

Þetta er í raun óþolandi staða, bæði fyrir forvitnissakir og af öryggisástæðum.

Helgi Jóhann Hauksson, 31.8.2012 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband