Færsluflokkur: Eldgos
Stóra gosið í Tianchi eldfjalli var samtíma Eldgjárgosinu
30.11.2012 | 18:57

Eldgos | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tianchi eldfjall
30.11.2012 | 13:24
Á landamærum Kína og Norður Kóreu er stórt eldfjall sem ber nafnið Tianchi eða Changbai. Það er vissulega nokkuð skáldlegt eða þjóðsagnarlegt að hafa virkt eldfjall á landamærum og minnir óneitanlega á Hringadrottnasögu. Hér varð eitt stærsta sprengigos, sem orðið hefur síðustu árþúsundin. Gosið var rétt um árið 1000 (ef til vill 965 AD) og er talið hafa framleitt allt að 30 rúmkílómetra af kviku. Sumir telja að gosmagnið hafi jafnvel verið 120 rúmkílómetrar. Askan dreifðist til austurs, yfir Japan og víðar. Á síðari öldum er aðeins gosið í Tambora í Indónesíu árið 1815 stærra, en þar komu upp um 100 rúmkílómetrar af kviku. Tianchi er nú askja, sem er um 5 km í þvermál og í henni er fagurt vatn um 373 metrar á dýpt.
Kóreumenn kalla það Vatn Hins Himneska Friðar og eldfjallið nefna þeir Paektu. Það er jafn helgt í Kóreu eins og Fuji er í Japan. Þjóðsögnin segir að fyrsti forseti Norður Kóreu, Kim Il-sung (1912-1994) hafi risið upp úr vatninu við fæðingu. Fyrsta myndin sýnir þá feðgana Kim Il-sung og Kim Jong Il (1941-2011) á bakka öskjuvatnsins. Landamærin við Kína liggja þvert yfir öskjuvatnið, frá austri til vesturs, og hafa Kínverjar fylgst nokkuð vel með hegðun eldfjallsins. Það er full ástæða til þess, þar sem mikil hætta er af eðjustraumum frá næstu gosum. Tianchi gaus aftur árið 1903. Undanfarin ár hefur órói komið fram á jarðskjálftamælum á eldfjallinu, einkum árin 2002 til 2006. Þá virtist kvikuinnskot vera að koma sér fyrir á um 5 km dýpi og færðist síðan ofar, ásamt vaxandi gas útstreymi. Ekki varð þó gos í þetta sinn. Seinni myndin sýnir ferðamenn á barmi öskjunnar, en þeir standa á mjög þykkri gjóskuflóðsmyndun, sem er sennilega frá gosinu mikla árið 1000. En hvers vegna er eldfjall staðsett inni á meginlandi Asíu, þar sem ekki eru sjáanleg flekamót? Það eru skiftar skoðanir um það.
Eitt er víst að möttullinn djúpt undir Tianchi eldfjalli er nokkuð óvenjulegur og ef til vill er fjallið á heitum reit, eins og Ísland. Hins vegar getur eldvirknin hér verið tengd uppstreymi í möttlinum, sem orsakast af hreyfingum á sigbeltinu undir Japan. Alla vega er hér risastórt eldfjall, sem bera verður að hafa miklar gætur á.
Eldgos | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kvikuinnskot undir Eyjafjarðarál?
23.10.2012 | 15:56
Í tengslum við jarðskjálftaumbrotin í Eyjafjarðarál hef ég heyrt jarðvísindamenn velta því fyrir sér í fjölmiðlum að hér gæti kvikuinnskot hafa átt sér stað, en annar fræðingurinn benti á að hér eru ekki nein vegsummerki um eldgos á hafsbotni. Nú ætla ég að reyna að sýna fram á hvað felst í þessum staðhæfingum í sambandi við Eyjafjarðarál. Dýpi álsins þar sem skjálftarnir koma fram er um 500 metrar, eins og kom fram á korti af Eyjafjarðarál í fyrra bloggi mínu um þetta svæði. Þar undir er um 3 til 4 km þykkt lag af sjávarseti. Sennilega er það set mest sandur og leir, sem hefur borist til hafs við rof á landi. Setlögin eru ókönnuð, en þau eru sennilega runnin í sandstein eða leirstein, nema efsti hlutinn, sem er enn sandur og leir. Eyjafjarðaráll er sigdalur, sem er að gliðna vegna flekahreyfinga.
Flekamótin ná alla leið niður í möttul og basaltkvika mun því rísa upp um flekamótin og inn í setlögin. En basaltkvika hefur nokkuð hærri eðlisþyngd en setlögin. Þá myndast ástand eins og það, sem er sýnt á fyrstu myndinni fyrir ofan. Á einhverju dýpi er eðlisþyngd basaltkvikunnar svipuð og setsins. Á því dýpi hættir kvikan að rísa og dreifist til hliðanna til að mynda kvikuinnskot, sem er sýnt með rauðri línu á myndinni, eins og lítið eldfjall INNI í setlögunum. Þetta er fyrirbærið sem jarðfræðingar kalla density filter, og hefur þær afleiðingar að hin eðlisþunga basaltkvika kemst ekki upp á hafsbotninn til að gjósa neðansjávar, heldur myndar kvikuinnskot inni í setinu. Slíkt kvikuinnskot gerist hvað eftir annað á flekamótunum og myndar þá einskonar jólatré inni í setinu, eins og sýnt er á annari myndinni. Aðal skilaboðin eru þau, að kvikan kemst ekki upp í gegnum setlögin með léttari eðlisþyngd og getur því ekki gosið á yfirborði. Er þetta að gerast undir Eyjafjarðarál í dag? Enginn veit, en líkurnar eru miklar, að mínu áliti. En ef svo er, þá er eitt víst: hitinn frá kvikuinnskotum er svo mikill að hitastigull í setinu verður hár og þar með breytist öll olía í setinu í metan eða jafnvel í gagnslaust koltvíoxíð og vatn. Ekki gott fyrir þá sem vilja finna olíu hér á landgrunninu.
Frekari skilningur á slíkum kvikuinnskotum fæst með því að ákvarða með borun hver eðlisþyngd setsins er á hverju dýpi, eins og sýnt er á síðustu myndinni. Þar er eðlisþyngd basalts sýnd með grænu brotalínunni en bláa og svarta línan sýna tvö dæmi um eðlisþyngd setlaganna, sem ávalt minnkar þegar ofar kemur í setinu. Ég tek eftir því að órói hefur verið nokkur á jarðskjálftamælum í grennd við Eyjafjarðarál. Er það vísbending um kvikuhreyfingu? Ég veit ekki.
Eldgos | Breytt 24.10.2012 kl. 06:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sánkti Helena gosið árið 1980: Nýtt listaverk í Eldfjallasafni
10.10.2012 | 11:34
Einn dag í sumar komu kurteis og vingjarnleg amerísk hjón inn í Eldfjallasafn í Stykkishólmi. Hann kvaðst vilja færa mér eldgosamynd að gjöf og dró upp úr tösku sinni þetta fágæta og einstæða verk. Hann er Roger A. Werth, ljósmyndari og blaðamaður í Washington fylki í Bandaríkjunum. Hinn 18. maí árið 1980 tók hann frægustu eldgosaljósmynd allra tíma, á fyrstu mínútum sprengisossins í Sánkti Helenu eldfjalli. Næsta dag var myndin á forsíðum allra dagblaða Bandaríkjanna og skömmu síðar á forsíðum Time, Newsweek, Life, National Geographic og fjölda tímarita um heim allan. Myndin hlaut Pulitzer Prize verðlaunin sem besta blaðaljósmynd ársins. Roger sagði mér alla söguna þennan dag í Eldfjallsafni. Gosið hófst klukkan 8:32 ð morgni. Hann starfaði í bænum Longview, skammt frá Sánkti Helenu og stökk strax upp í flugvél til að mynda gosið. Hann valdi að fljúga sunnan við fjallið, þar sem gjóskustrókurinn sást mun betur. Að norðan verðu var gjóskuflóð í gangi, sem gerði alla flugumferð hættulega. Þarna horfir hann beint inn í miðjan mökkinn, en hæð hans náði 18 km fyrir ofan eldfjallið þegar gosið náði hámarki. Gosið í Sánkti Helenu er eitt af frægustu gosum seinni tíma. Frægðin stafar first og fremst af því að þetta er fyrsta gosið innan Bandaríkjanna á meginlandi Ameríku í langan tíma, fyrir utan Alaska. Samt sem áður var gosið alls ekki stórt. Heildarmagn gosefna, sem kvika, var um 0,5 rúmkílómetrar, sem er heldur minna en Surtseyjargosið árið 1963 til 1968, en um tíu sinnum meira en gosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Nú er mynd Rogers til sýnis á áberandi stað við innganginn í Eldfjallasafni.
Eldgos | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tagldarhellir
25.7.2012 | 23:02

Vatnafell er gömul eldstöð á Vatnaleið á Snæfellsnesi, og skilur fjallið á milli Hraunsfjarðarvatns fyrir vestan og Baulárvallavatns fyrir austan. Vatnafell myndaðist í basalt eldgosi fyrir um 400 þúsund árum. Ég hef áður bloggað hér um myndun þess í sambandi við myndun þriggja stöðuvatnanna á þessu svæði. Er Vatnafell að mestu gert úr stuðluðu basalti, með móbergskápu undir. Basaltið er óvenjulegt fyrir að hafa risastóra kolsvarta kristalla af pyroxen, sem geta verið margir cm á lengd. Undir hömrum austan í Vatnafelli eru þrír hellar og er sá syðsti stærstur. Staðsetning hans er sýnd með rauða hringnum á fyrstu myndinni, sem er tekin yfir Baulárvallavatn. Til hægri á myndinni er móbergstindurinn Horn. Hellarnir í Vatnafelli hafa myndast þar sem rof hefur fjarlægt mýkri jarðlög undir basaltberginu. Það er fremur auðvelt að komast að öllum þessum hellum, upp brattar og mjög grýttar skriður austan í fellinu. Syðsti og stærsti hellirinn nefnist Tagldarhellir og er við hann kennd þjóðsaga. Sögnin um hellinn er varðveitt í Illuga söguTagldarbana.

Ein sögupersónan er Helgi, sem bjó á Helgafelli. Hann fékk til liðs við sig Illuga, hraustan og ungan mann sunnan af Mýrum, til að drepa tröllið Dofra, sem bjó í helli einum á Vatnsheiði og er hann nefndur Dofrahellir Ekki er mér kunnugt um staðsetningu hans. Illugi var Þórisson, en faðir hans var Þórir Þorfinnsson og móðir Sæunn, dóttir Skallagríms Kveldúlfssonar og er hann þá systursonur Egils Skallagrímssonar. Er því ekki að furða að hér var á ferð mikill kappi. Bardaginn við Dofra leiddi Helga til bana, en Illugi fékk eftir hann jörðina Helgafell og bjó þar. Síðar háði Illugi mikla baráttu við flagðkonuna Tögld í Tagladarhelli. Hér skýtur nokkuð skökku við í frásögnum. Í Illugasögu Tagladarbana fer bardaginn við Tögld fram í einni utanför Illuga, en í sögn sem er varðveitt í þjóðsögum Sigfúsar Eymundssonar (1899) fer orrustan í Tagladarhelli fram á Snæfellsnesi. Illugi kom tröllskessunni fyrir kattarnef að lokum, en sumir telja að skrímslið sem sést hefur í Baulárvallavatni sé Tögld afturgengin. Það er ekki hlaupið að ríma á móti orðinu Tögld, en þessi vísa fylgir þjóðsögninni:
Eg er að tálga horn í högld,
hagleiksmenntin burt er sigld.
Illugi deyddi tröllið Tögld,
trúi' eg hún væri brúnaygld.
Eldgos | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lóndrangar
24.7.2012 | 17:47

Þegar ekið er suður fyrir Snæfellsjökul, þá rísa Lóndrangar eins og seglskip úr hafinu, fast við ströndina fyrir sunnan Malarrif. Drangarnir tveir hafa lengi vakið athygli. Samkvæmt Eggert Ólafssyni og Bjarna Pálssyni (1774) er þeirra getið í Landnámu. Lóndranga er einnig getið á eftirminnilegan hátt í kvæði Helgu, dóttur Bárðar Snæfellsáss, sem hún kveður til forna þegar heimþrá sækir á hana á Grænlandi. Í kvæðinu telur hún upp helstu örnefni umhverfis fæðingarstað sinn undir Jökli:
Sæl væra ek,
ef sjá mættak
Búrfell, Bala,
báða Lóndranga,
Aðalþegnshóla
ok Öndvert nes
Heiðarkollu
ok Hreggnasa,
Dritvík ok möl
fyr dyrum fóstra.
Lóndrangar hafa fleirum orðið yrkisefni og til dæmis orti Símon Dalaskáld:
Um Lóndranga yrkja má
eru þeir Snæfells prýði,
yzt við tanga út við sjá
aldan stranga lemur þá.
Hvaða lón er það, sem nafnið Lóndrangar vísar til? Eru það ef til vill Djúpulón, um 5 km vestar á ströndinni? Lóndrangar eru tveir gígtappar 75 og 60 m háir. Þeir eru leifar af basalt eldstöð, sem hefur verið virk hér í sjó eða fast við ströndina, sennilega í lok ísaldar. Eldvirknin hefur byrjað í sjó og samspil heitrar kviku og hafsins hafa valdið gufusprengingum, sem tættu í sundur kvikuna, mynduðu ösku og gjall, sem féll umhverfis gíginn og myndaði móberg. Í lok gossins var eftir basalt kvika í kverkum gíganna tveggja, sem storknaði og myndaði stuðlað basalt berg. Síðan hefur brimið brotið niður meiri hlutann af gígunum. Vestari drangurinn er allur úr stuðluðu basalti, en sá austari og hærri hefur flóknari innri gerð. Neðri hluti hans er stuðlað basalt og tvær æðar af því skjótast uppí móbergið fyrir ofan. Efri hluti austari drangans er eingöngu úr móbergi. Lóndrangar hafa verið stakir klettar í hafinu undan suður strönd Snæfellsjökuls. Síðan hafa þrjú hraun frá Jöklinum teygt sig suður og náð að umkringja drangana að nokkru leyti og tengja þá við meginlandið. Hærri drangurinn var klifinn af Ásgrími Böðvarssyni, Vestmannaeyingi, á Hvítasunnu árið 1735. Ásgrímur þessi var afbrotamaður. Hann hafði áður verið sakfelldur fyrir hnupl í Eyjum og gerður brottrækur þaðan. Síðar var hann viðriðinn innbrot og þjófnað í verzlunarhúsi í Ólafsvík árið 1736. Þetta var stórþjófnaður, 200 ríkisdalir og 30 vættir af varningi. Verslunarhús stóðu löngum mannlaus að vetrinum. Þetta notfærði Ásgrímur sér veturinn 1736, braust inn í búðina og hafði þaðan stórfé. Var hann 23 ára þegar innbrotið var framið. Ásgrímur náðist síðar í Trékyllisvík en komst aftur undan og tókst að flýja. Aldrei sást til hans síðan og hefur hann ef til vill komist um borð í erlenda duggu og sloppið úr landi. Minni drangurinn var klifinn árið 1938. Sjóbúðir voru fyrrum rétt sunnan við stóra drang. Hér gengu eitt sinn 12 skip á vorvertíð og var Drangsvogur lendingin, rétt fyrir austan drangann. Merki um útræði má enn sjá, rústir sjóbúða fiskireiti og garða í hrauninu.

Eldgos | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Söguleg hraun í grennd við höfuðborgina
27.5.2012 | 13:43

Eldgos | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Hvað er að gerast undir Krýsuvík?
25.5.2012 | 13:29


Eldgos | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Hneykslið um Náttúruminjasafn Íslands
19.5.2012 | 15:04
Ef Ísland ætlar að státa af því að vera menningarland í nútíma skilningi, þá er greinilega þörf á því, enn einu sinni, að skapa heilsteypta stefnu um náttúruminjasafn, eða sambærilega stofnun sem myndar tengilið milli vísindanna og almennings og miðlar vísindaþekkingu. En það er alls ekki ljóst að hefðbundið náttúruminjasafn sé lausnin, þar sem fjallað er um öll eða flest svið náttúrunnar. Ef til vill er skynsamara að skapa sérhæft safn, sem vísar til sérstöðu íslenskrar náttúru og umhverfis okkar. Hér á ég einkum við eldfjöllin, loftslagsbreytingar, hafið og jökla. Við þurfum safn þar sem börn, erlendir ferðamenn og aðrir gestir verða hrifin af sérstökum og oft einstökum þáttum íslenskrar náttúru, og sækja sér frekari fróðleik um mikilvæga þætti í umhverfi okkar.
Ég hef áður fjallað um klofninginn milli vísinda, lista og annara þátta menningar, og má lesa um það hér: http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1092887/ Við verðum að efla þátt vísindanna í menningarþjóðfélagi okkar, og styrkja tengslin milli almennings og vísindastofnana, eins og söfn geta gert best.
Eldgos | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tindfjallajökull - Stærsta gosið á Íslandi?
2.5.2012 | 06:49

Ég gekk á Tindfjallajökul í blíðu veðri nú í vikunni og naut mikillar náttúrufegurðar þar. Þótt Tindfjallajökull sé sennilega eitt óþekktasta og minnst kannaða eldfjallið á Íslandi, þá er það einmitt sú eldstöð sem hefur fætt af sér stærsta gosið sem við vitum um hér á landi. Það voru reyndar ekki jarðfræðiathuganir á landi, heldur rannsóknir á setlögum á hafsbotni suður í Atlantshafi árið 1941 sem gáfu fyrstu vísbendingar um mikið sprengigos á Atlantshafssvæðinu á ísöld. Frekari kannanir sýndu að það má rekja mikla öskudreif á hafsbotni allt frá svæðinu fyrir norðan Azoreyjar og til Íslands og hlaut hún nafnið Ash Zone-2. Síðan sýndum við fram á árið 1998 að efnasamseting á gleri eða tinnu í öskunni er sú sama og í gjóskuflóðsmyndun sem finnst í Þórsmörk, en hún er komin úr Tindfjallajökli. Þá aldursgreindum við bergið í Þórsmörk sem er komið úr Tindfjallajökli og reyndist það vera frá sprengigosi sem varðfyrir um 54 þúsund árum síðan. Askan frá þessu gosi finnst einnig í Grænlandsjökli, og hefur aldur gossins verið áætlaður um 57þúsund ár samkvæmt því. Við áætlum að heildarmagn gjósku frá þessu gosi, bæði í sjó og á landi, sé ekki innan við 20 km3. Þegar Tindfjallajökull gaus, þá var Ísland að mestu hulið jöklum. Gjóskan streymdi sem gjóskuflóð yfir jökla og yfir láglendi, á haf út. Gjóskufall var mikið á hafísinn umhverfis landið. Ísinn rak til vesturs og suðurs, út í Atlantshafið, og bar á yfirborðinu gjóskuna frá Tindfjallajöklis em töluvert öskulag. Ísinn rak sunnar þar til hann bráðnaði nokkuð fyrir norðan Azoreyjar og askan féll til botns, og blandaðist venjulegu sjávarseti. Í dag eru mestu vegsummerkin eftir gosið form og lögun Tindfjalla. Eins og sést á myndinni eftir Odd Sigurðsson, er greinileg hringlaga askja í fjallinu, og hefur hún sennilega myndast við þetta stórgos. Tindfjallajökull er alls ekki dauður í öllum æðum. Hér varð til dæmis jarðskjálftahrina árið 2000 og sumarið 2001. Jökullinn er um 15 ferkílómetrar og er talinn vera um 50 til 150 m á þykkt, en hann þynnist og minnkar stöðugt.
Eldgos | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)