Tindfjallajökull - Stćrsta gosiđ á Íslandi?

Tindfjallajökull

Ég gekk á Tindfjallajökul í blíđu veđri nú í vikunni og naut mikillar náttúrufegurđar ţar.  Ţótt Tindfjallajökull sé sennilega eitt óţekktasta og minnst kannađa eldfjalliđ á Íslandi, ţá er ţađ einmitt sú eldstöđ sem hefur fćtt af sér stćrsta gosiđ sem viđ vitum um hér á landi. Ţađ voru reyndar ekki jarđfrćđiathuganir á landi, heldur rannsóknir á setlögum á hafsbotni suđur í Atlantshafi áriđ 1941 sem gáfu fyrstu vísbendingar um mikiđ sprengigos á Atlantshafssvćđinu á ísöld. Frekari kannanir sýndu ađ ţađ má rekja mikla  öskudreif á hafsbotni allt frá svćđinu fyrir norđan Azoreyjar og til Íslands og hlaut hún nafniđ Ash Zone-2.  Síđan sýndum viđ fram á áriđ 1998 ađ efnasamseting á gleri eđa tinnu í öskunni er sú sama og í gjóskuflóđsmyndun sem finnst í Ţórsmörk, en hún er komin úr Tindfjallajökli.  Ţá aldursgreindum viđ bergiđ í Ţórsmörk sem er komiđ úr Tindfjallajökli og reyndist ţađ vera frá sprengigosi sem varđfyrir um 54 ţúsund árum síđan. Askan frá ţessu gosi finnst einnig í  Grćnlandsjökli, og hefur aldur gossins veriđ áćtlađur um 57ţúsund ár samkvćmt ţví. Viđ áćtlum ađ heildarmagn gjósku frá ţessu gosi, bćđi í sjó og á landi, sé ekki innan viđ 20 km3.  Ţegar Tindfjallajökull gaus, ţá var Ísland ađ mestu huliđ jöklum. Gjóskan streymdi sem gjóskuflóđ yfir jökla og yfir láglendi, á haf út.  Gjóskufall var mikiđ á hafísinn umhverfis landiđ. Ísinn rak til vesturs og suđurs, út í Atlantshafiđ, og bar á yfirborđinu gjóskuna frá Tindfjallajöklis em töluvert öskulag.  Ísinn rak sunnar ţar til hann bráđnađi nokkuđ fyrir norđan Azoreyjar og askan féll til botns, og blandađist venjulegu sjávarseti.  Í dag eru mestu vegsummerkin eftir gosiđ form og lögun Tindfjalla. Eins og sést á myndinni eftir Odd Sigurđsson, er greinileg hringlaga askja í fjallinu, og hefur hún sennilega myndast viđ ţetta stórgos.   Tindfjallajökull er alls ekki dauđur í öllum ćđum.  Hér varđ til dćmis jarđskjálftahrina áriđ 2000 og sumariđ 2001. Jökullinn er um 15 ferkílómetrar og er talinn vera um 50 til 150 m á ţykkt, en hann ţynnist og minnkar stöđugt.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Ţorvarđsson

Var ekki annađ sprengigos, pýróklastískt, úr Tindfjallajökli eđa er ţetta sama gosiđ? Mig minnir ađ hafa heyrt ađ hćgt sé ađ finna pýroklastisk jarđlög eftir ţađ gos ... varla myndast svoleiđis á jökulskeiđi?

Svo er talsvert umfangsmikiđ pýróklastískt jarđlag á Norđfirđi (sem ég kynntist ađeins viđ prufuboranir vegna hugsanlegra jarđgangna), sjálfsagt er ţađ ađeins eitt af mörgum víđs vegar í jarđlagastaflanum.

Er eitthvađ vitađ um slík gos á Íslandi, t.d. tíđni ţeirra eđa hugsanlega stađsetningu? Venjuleg flćđigos eru jú lang algengust og sjálfsagt ţarf sérstakar kringumstćđur til ađ pýróklastískt gos verđi.

Brynjólfur Ţorvarđsson, 2.5.2012 kl. 07:55

2 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Stóra gosiđ sem ég fjalla um hér fyrir ofan var sprengigos -- pyroclastískt -- ţe.a.s. ţađ framleiddi mikiođ magn af ösku og vikri og mynduđu ţessi efni gjóskuflóđ mikiđ. Lög af slíku efni finnat inni í blágrytismynduninni á Austfjörđum og á nokkrum öđrum svćđum. Til dćmis er eitt slíkt frá Kötlu fyrir um ellefu ţúsund árum. Slík sprengigos myndast af mjög gas-ríkri og kísil-ríkri kviku, eins og líparít kviku, og einnig ţarf mjög hratt rennsli upp úr gosrásinni. Slík gos eru ţví mjög sjaldgćf hérlendis.

Haraldur Sigurđsson, 2.5.2012 kl. 13:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband