Tianchi eldfjall

Forsetar Norđur KóreuÁ landamćrum Kína og Norđur Kóreu er stórt eldfjall sem ber nafniđ Tianchi eđa Changbai. Ţađ er vissulega nokkuđ skáldlegt eđa ţjóđsagnarlegt ađ hafa virkt eldfjall á landamćrum og minnir óneitanlega á Hringadrottnasögu.  Hér varđ eitt stćrsta sprengigos, sem orđiđ hefur síđustu árţúsundin.  Gosiđ var rétt um áriđ 1000 (ef til vill 965 AD) og er taliđ hafa framleitt allt ađ 30 rúmkílómetra af kviku. Sumir telja ađ gosmagniđ hafi jafnvel veriđ 120 rúmkílómetrar. Askan dreifđist til austurs, yfir Japan og víđar.  Á síđari öldum er ađeins gosiđ í Tambora í Indónesíu áriđ 1815 stćrra, en ţar komu upp um 100 rúmkílómetrar af kviku.  Tianchi er nú askja, sem er um 5 km í ţvermál og í henni er fagurt vatn um 373 metrar á dýpt.  Barmur Tianchi öskjunnarKóreumenn kalla ţađ Vatn Hins Himneska Friđar og eldfjalliđ nefna ţeir Paektu.  Ţađ er jafn helgt í Kóreu eins og Fuji er í Japan.  Ţjóđsögnin segir ađ fyrsti forseti Norđur Kóreu, Kim Il-sung (1912-1994) hafi risiđ upp úr vatninu viđ fćđingu.  Fyrsta myndin sýnir ţá feđgana Kim Il-sung og Kim Jong Il (1941-2011)  á bakka öskjuvatnsins.  Landamćrin viđ Kína liggja ţvert yfir öskjuvatniđ, frá austri til vesturs, og hafa Kínverjar fylgst nokkuđ vel međ hegđun eldfjallsins.  Ţađ er full ástćđa til ţess, ţar sem mikil hćtta er af eđjustraumum frá nćstu gosum. Tianchi gaus aftur áriđ 1903. Undanfarin ár hefur órói komiđ fram á jarđskjálftamćlum á eldfjallinu, einkum árin 2002 til 2006.  Ţá virtist kvikuinnskot vera ađ koma sér fyrir á um 5 km dýpi og fćrđist síđan ofar, ásamt vaxandi gas útstreymi.  Ekki varđ ţó gos í ţetta sinn.   Seinni myndin sýnir ferđamenn á barmi öskjunnar, en ţeir standa á mjög ţykkri gjóskuflóđsmyndun, sem er sennilega frá gosinu mikla áriđ 1000.  En hvers vegna er eldfjall stađsett inni á meginlandi Asíu, ţar sem ekki eru sjáanleg flekamót?  Ţađ eru skiftar skođanir um ţađ.  Tianchi öskjuvatniđEitt er víst ađ möttullinn djúpt undir Tianchi eldfjalli er nokkuđ óvenjulegur og ef til vill er fjalliđ á heitum reit, eins og Ísland.  Hins vegar getur eldvirknin hér veriđ tengd uppstreymi í möttlinum, sem orsakast af hreyfingum á sigbeltinu undir Japan.  Alla vega er hér risastórt eldfjall, sem bera verđur ađ hafa miklar gćtur á. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hvar er eiginlega himneskur Sigurđur Ţórarinsson ţeirra Norđurkóreamanna eđa Kínverja? 

965 eđa 1000. Ţola flokkarnir beggja vegna gígsins svona mikla ónákvćmni?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.11.2012 kl. 14:50

2 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Sjá nýja fćrslu hér fyrir ofan.

Haraldur Sigurđsson, 30.11.2012 kl. 18:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband