Nýjustu færslur
- Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?
- Storknun kvikugangsins er að draga úr kvikurennsli.
- Frekari skýring á kvikurennsli og spá um goslok.
- Endurnýjuð spá um goslok í Sundhnúksgígaröðinni.
- Einföld spá um lok umbrota í Grindavík
- Styrkið vísindin til að verjast náttúruhamförum
- Lárétt kvikuinnskot og dýpi jarðskjálfta (framhald)
- Lárétt kvikuinnskot og dýpi jarðskjálfta
- Annus Horribilis
- Hraunkæling mun ekki virka á svona hraun
- Fagurt sprungugos
- Það er búið að opna glufu
- Eldfjallafræðingur með kímnigáfu
- Gestablogg frá Árna B. Stefánssyni, augnlækni
- Hvorir eru betri á Reykjanesið og Grindavík: Innfluttir ítal...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.12.): 8
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 1322566
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
- Viðtal Stöð 2 Eyjan
- Haraldur aftur á 6ö Minutes
- Eldfjallasafn
- Der Spiegel viðtal Hér ræðir Der Spiegel við Harald um eldfjöll
- Tambora
- Santóríni
- Kastljós 2012 Hverir á hafsbotni
- Tambora 1815
- Iceland Review viðtal
- ESSI Vefsíða ESSI
- National Geographic Þríhnúkagígur
- Haraldur í USA Today
- RUV Uppruni Vatns
- http://<iframe width=
- Laugardags Haraldur talar við Egil Helgason
- Laugardags Haraldur talar við Egil Helgason
- Laugardagsviðtalið Haraldur með Agli Helgasyni
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Júlí 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Febrúar 2020
- Nóvember 2019
- Ágúst 2019
- Mars 2019
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Apríl 2016
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Desember 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Des. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- stjornuskodun
- loftslag
- omarbjarki
- emilhannes
- agbjarn
- postdoc
- nimbus
- hoskibui
- turdus
- apalsson
- stutturdreki
- svatli
- greindur
- askja
- juliusvalsson
- tryggvigunnarhansen
- redlion
- kamasutra
- vey
- blossom
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- hekla
- brandurj
- gisgis
- einarorneinars
- elfarlogi
- fornleifur
- gessi
- miniar
- helgigunnars
- himmalingur
- kolgrimur
- keli
- brenninetla
- jokapje
- thjodarskutan
- thaiiceland
- photo
- kollakvaran
- hringurinn
- kristjan9
- maggadora
- marinomm
- nhelgason
- 123
- hross
- duddi9
- sigurfang
- summi
- ursula
- villagunn
Söguleg hraun í grennd við höfuðborgina
27.5.2012 | 13:43
Árið 2011 gerðu Almannavarnir áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið. Þar er fjallað um eldgos aðeins á hálfri síðu! En ágætt kort fylgir með skýrslunni, sem sýnir útbreiðslu hrauna á höfuðborgarsvæðinu, og þar á meðal sögulegra hrauna, eða hrauna sem hafa runnið síðan land byggðist. Myndin er hér til hliðar og það er vel þess vert að skoða hana náið. Á kortinu eru sögulegu hraunin sýnd með svörtum lit, þar á meða Kapelluhraun, en dökkgráu hraunin eru forsöguleg, eða yngri en um tíu þúsund ára. Rauðu línurnar eru sprungur eða misgengi vegna skorpuhreyfinga og gliðnunar. Í jarðfræðinni hefur mér reynst vel ein almenn regla: þar sem ung hraun hafa runnið, eru miklar líkur á að önnur hraun bætist ofaná í framtíðinni. Hraun drepa engann, en þau jafna byggð við jörðu, eins og við minnumst vel frá gosinu í Heimaey árið 1973. Sum af þessum svörtu og sögulegu hraunum eiga rætur að rekja til eldstöðvarinnar sem er tengd Krýsuvík.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Eldgos, Jarðfræðikort | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
- Aska og flug
- Askja
- Bandaríkin
- Bárðarbunga
- Bergfræði
- Berggangar
- Eldfjallagas
- Eldfjallalist
- Eldgos
- Elfjöll í geimnum
- Endalok vaxtar
- Eyjafjallajökull
- Ferðalög
- Grænland
- Hafið
- Hagur
- Hekla
- Jarðeðlisfræði
- Jarðefni
- Jarðfræðikort
- Jarðhiti
- Jarðskjálftar
- Jarðskorpan
- Jarðsköpun
- Katla
- Kjarninn
- Loftslag
- Loftsteinar
- Mannfræði
- Mars
- Menning og listir
- Möttullinn
- Plánetur
- Rabaul
- Reykjanes
- Santóríni
- Snæfellsnes
- Tindfjallajökull
- Vestmannaeyjar
- Vesúvíus
- Vísindi og fræði
- Yellowstone
Myndaalbúm
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Nú langar mig að spyrja þig að einu. Hvernig yrði hraunrennsli ef það myndaðist gossprunga eins og þú minnist á í þessu bloggi, http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1241799/
Ég hef nefnilega trú á því að það séu ansi margir sem þyrstir í þá vitneskju.
Jack Daniel's, 27.5.2012 kl. 14:02
Það er háð því hvar sprungan myndi opnast, en síðan fylgir hraunrennsli landslagi, niður hallann. Reyndar hefði maður búist við því að áhættumat Almannavarna hefðu gert líkan af slíku dæmi, en svo er ekki í þeirra skýrslu.
Haraldur Sigurðsson, 27.5.2012 kl. 14:16
Þetta er mjög áhugaverð umræða og merkilegt hve lítið hefur veirð fjallað opinberlega um mögulega hættu sem getur stafað af eldgosum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hingað til hefur aðallega verið fjallað um jarðskjálftavá, eiturefni og hryðjuverk. Menn virðast loka augunum fyrir raunverulegum hættum í umhverfinu.
Júlíus Valsson, 27.5.2012 kl. 15:01
Það munu vera um 28 sérfræðingar sem skrifa undir skýrslu Almannavarna um áhættumat á höfuðborgarsvæðinu árið 2011, en enginn þeirra er jarðfræðingur. Dálítið merkilegt?
Haraldur Sigurðsson, 27.5.2012 kl. 15:08
Mér sýnist þetta bara vera sama gamla íslenska andverðleikaviðhorfið
Júlíus Valsson, 27.5.2012 kl. 15:48
Virkilega sorglegt að sjá þig kominn í ekkifréttaflokk jarðfræðinga, Haraldur.
Bull og endaleysur um eldgos sem eiga sér svo aldrei stað.
Þú hefur kannski ekki áttað þig á því frekar en svo margir að fjölmiðlarnir VERÐA að fylla fréttatíma sína, sama með hvaða innantómu hjali það er.
Og hér fellur jarðfræðin einmitt eins og flís við rass: jarðskjálfti upp á einn eða tvo við, eða landris upp einn eða tvo cm einhversstaðar, t.d. við Herðubreið, Upptyppinga, Öskju Grímsvötn, Kötlu, Heklu, Krýsuvík o.s.frv, og BINGÓ, hringekjan fer á stað. Jarðfræðingur fenginn í viðtal, sem að svo bullar og hjalar frá sér allt vit, í 3-4-5 mínútur, á meðan fjölmiðlungurinn brosir í kampinn, sæll og glaður því ekki þarf hann þá lengur að hafa áhyggjur af að fylla plássið með öðru efni á meðan (verst af öllu: alvöru fréttum, af því sem raunverulega er að gerast í landinu).
Lengi vel stóð Ari Trausti þessa vakt, endalausar bunur á þessum nótum úr honum í amk tvo áratugi, gott ef hann er ekki að fara í forsetann út á það.
En síðasta áratuginn eða svo hefur mátt treysta á Pál Einarsson til þess að láta dæluna ganga viðstöðulaust.
Með einlægri ósk um að þú afþakkir framvegis "viðtöl" af þessu tagi og snúir þér alfarið að þínu góða safni og fróðlegu vefsíðu en látir þeim við Suðurgötuna og Bústaðaveginn eftir að láta kitla í sér hégómagirndina.
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 19:58
Björn Jónsson: Hér er ekki verið að fjalla um EKKI fréttir. Svo inngróin er þöggun í íslensku samfélagi að ekki má greina frá hættum sem að okkur steðja. Raunverulegum hættum. Fyrir nokkrum áratugum var gert áhættumat vegna eldgosa fyrir höfuðborgarsvæðið. Þessu mati var stungið undir stól þar sem, eins og Haraldur bendir á, hrikalegar aðstæður gætu myndast á höfuðborgarsvæðinu. Ef það teljast EKKI fréttir að goshætta er á svæðinu frá Krýsuvík og yfir í Hengil, ef menn vilja stinga höfði sínu í sandinn, þá mega menn gera það. En í guðannabænum bið ég slíka einstaklinga að gera okkur hinum þann greiða að sleppa þvi að taka þátt í umræðu sem þeir afneita um leið. Þessar upplýsingar Haraldar og umræða sem vonandi verður upplýsandi er þörf og þakkarverð.
pall jonsson (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 20:25
Mér finnast þetta nauðsynlegar pælingar, er ekki sammála Birni, það hlýtur að mega ræða það sem kann að verða, jafnvel þó það gerist ekki og við vonum að það gerist ekki. Til hvers eru allar þessar athuganir ef ekki má deila þeim með okkur almúganum? Hvers vegna var okkur ekki sagt frá stórum skjálfta í Laka þegar Grímsvötn gusu? Hefði það drepið okkur að vita af því? Erum við svo treg að við getum ekki spáð í spilin eins og þau eru ?
Kv Helgi Pálsson
HP Foss, 27.5.2012 kl. 20:26
Rólegir nú, piltar! Ekki æsast of mikið út af engu. Það sem Björn bendir á, er að varast ber að færa fjölmiðlum æsifréttir að óþörfu. Það sem ég er hins vegar að leitast við, er að færa almenningi upplýsingar um okkar nánasta umhverfi, og hefja umræðu og skiptast á hugmyndum og fróðleik um mikilvægt efni.
Haraldur Sigurðsson, 27.5.2012 kl. 21:38
Takk fyrir að vekja athygli á þessu. Verður sem fyrst fara að vinna að viðbragðsáætlunum, framkvæma síðan æfingar sem eðlilega væri fremur umfangsmiklar. Hef þó smávegir efasemdir um að praktískt væri að láta íbúa taka þátt í æfingu, eins og hefur verið gert í nágrenni við Kötlu. En það er stór munur á æfingu íbúa fyrir rýmingu við nágrenni Kötlu, og sambærilegs undirbúnings fyrir svo fjölmennar byggðir sem þær sem við höfum hér.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.5.2012 kl. 22:39
Miðað við tíðni gosa á Reykjanesskaganum og sögu má álykta hvenær búast megi við næsta gosi. Eftir því sem ég geng meir um svæðið finnst mér óhjákvæmilegt að gos einhverstaðar á skaganum gæti komið í náinni framtíð. Hraun við Eldvörp, Afstapahraun, hraun úr Nyrðri eldborg, jafnvel hraun við Búrfellsgjá eru ekki ýkja gömul. Vísindamenn okkar þekkja gossöguna og jarðfræðikort eru til af svæðinu. Vísir af eldfjallasafni þyrfti að vera á Reykjanesinu okkur til fróðleiks og ferðamönnum. Aðgengilegt húsnæði væri hægt að útvega. Vá sem stafar af eldsumbrotum getur verið með margvíslegum hætti eins og við lærðum í nýlegu gosi frá Eyjafjallajökli. Aðalmálið er að við fáum þekkingu á okkar eigið umhverfi og getum upplýst aðra.
Sigurður Antonsson, 27.5.2012 kl. 23:07
Björn Jónsson: Hér er ekki verið að fjalla um EKKI fréttir. Svo inngróin er þöggun í íslensku samfélagi að ekki má greina frá hættum sem að okkur steðja. Raunverulegum hættum. Fyrir nokkrum áratugum var gert áhættumat vegna eldgosa fyrir höfuðborgarsvæðið. Þessu mati var stungið undir stól þar sem, eins og Haraldur bendir á, hrikalegar aðstæður gætu myndast á höfuðborgarsvæðinu. Ef það teljast EKKI fréttir að goshætta er á svæðinu frá Krýsuvík og yfir í Hengil, ef menn vilja stinga höfði sínu í sandinn, þá mega menn gera það. En í guðannabænum bið ég slíka einstaklinga að gera okkur hinum þann greiða að sleppa þvi að taka þátt í umræðu sem þeir afneita um leið. Þessar upplýsingar Haraldar og umræða sem vonandi verður upplýsandi er þörf og þakkarverð.
pall jonsson (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 01:05
Í framhaldi af því sem ég spurði, þá skulum við taka dæmi um sprungu frá Elliðárvatni sunnanverðu og 10 km til suð-suð-vesturs sem dældi upp þunnfljótandi hrauni.
Jack Daniel's, 28.5.2012 kl. 10:04
Haraldur - Mig langar til að spyrja þig um jarðskjálftana sem urðu í vetur með upptök fyrir ofan Hafnarfjörð og annað á sama tíma með upptök við Litlu kaffistofuna 3.? -
Þeir fundust mjög vel hér í Reykjavík þar sem ég bý fólk var hrætt við þetta svona inni í byggð - það var ekkert talað um þetta af fræðingum og Almannavörnum öðruvísi en að þetta væri ekkert að óttast þetta væri bara vanalegt - og það er nú ekki satt vanalegt er það ekki á þessu svæði að það komi þetta stótir skjálftar.
Viðbragðsáætlun ekki nefnd eða kynnt.
Má búast við skjálftum á þessu svæði og þá hvernig ?
Benedikta E, 28.5.2012 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.