Tagldarhellir

Vatnafell

Vatnafell er gömul eldstöđ á  Vatnaleiđ á Snćfellsnesi,  og  skilur fjalliđ á milli Hraunsfjarđarvatns fyrir vestan og Baulárvallavatns fyrir austan.  Vatnafell myndađist í basalt eldgosi fyrir um 400 ţúsund árum.  Ég hef áđur bloggađ hér um myndun ţess í sambandi viđ myndun ţriggja stöđuvatnanna á ţessu svćđi. Er Vatnafell  ađ mestu gert úr stuđluđu basalti, međ móbergskápu undir.  Basaltiđ er óvenjulegt fyrir ađ hafa risastóra kolsvarta kristalla af pyroxen, sem geta veriđ margir cm á lengd.  Undir hömrum austan í Vatnafelli eru ţrír hellar og er sá syđsti stćrstur. Stađsetning hans er sýnd međ rauđa hringnum á fyrstu myndinni, sem er tekin yfir Baulárvallavatn.  Til hćgri á myndinni er móbergstindurinn Horn.  Hellarnir í Vatnafelli hafa myndast ţar sem rof hefur fjarlćgt mýkri jarđlög undir basaltberginu.  Ţađ er fremur auđvelt ađ komast ađ öllum ţessum hellum, upp brattar og mjög grýttar skriđur austan í fellinu. Syđsti og stćrsti hellirinn nefnist Tagldarhellir og er viđ hann kennd ţjóđsaga.  Sögnin um hellinn er varđveitt í Illuga söguTagldarbana.  

Tagldarhellir

Ein sögupersónan er Helgi, sem bjó á Helgafelli.  Hann fékk til liđs viđ sig Illuga, hraustan og ungan mann sunnan af Mýrum, til ađ drepa trölliđ Dofra, sem bjó í helli einum á Vatnsheiđi og er hann nefndur Dofrahellir  Ekki er mér kunnugt um stađsetningu hans.  Illugi var Ţórisson, en fađir hans var Ţórir Ţorfinnsson og móđir Sćunn, dóttir Skallagríms Kveldúlfssonar og er hann ţá systursonur Egils Skallagrímssonar.   Er ţví ekki ađ furđa ađ hér var á ferđ mikill kappi.  Bardaginn viđ Dofra leiddi Helga til bana, en Illugi fékk eftir hann jörđina Helgafell og bjó ţar.   Síđar háđi Illugi mikla baráttu viđ flagđkonuna Tögld í Tagladarhelli.  Hér skýtur nokkuđ skökku viđ í frásögnum.  Í Illugasögu Tagladarbana fer bardaginn viđ Tögld fram í einni utanför Illuga, en í sögn sem er varđveitt í ţjóđsögum Sigfúsar Eymundssonar (1899) fer orrustan í Tagladarhelli fram á Snćfellsnesi. Illugi kom tröllskessunni fyrir kattarnef ađ lokum, en sumir telja ađ skrímsliđ sem sést hefur í Baulárvallavatni sé Tögld afturgengin. Ţađ er ekki hlaupiđ ađ ríma á móti orđinu Tögld, en ţessi vísa fylgir ţjóđsögninni:

 

Eg er ađ tálga horn í högld,

hagleiksmenntin burt er sigld.

Illugi deyddi trölliđ Tögld,

trúi' eg hún vćri brúnaygld.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband