Færsluflokkur: Menning og listir
Erindaflokkur Eldfjallasafns um Grænland er að hefjast
26.9.2012 | 08:47

Hneykslið um Náttúruminjasafn Íslands
19.5.2012 | 15:04
Ef Ísland ætlar að státa af því að vera menningarland í nútíma skilningi, þá er greinilega þörf á því, enn einu sinni, að skapa heilsteypta stefnu um náttúruminjasafn, eða sambærilega stofnun sem myndar tengilið milli vísindanna og almennings og miðlar vísindaþekkingu. En það er alls ekki ljóst að hefðbundið náttúruminjasafn sé lausnin, þar sem fjallað er um öll eða flest svið náttúrunnar. Ef til vill er skynsamara að skapa sérhæft safn, sem vísar til sérstöðu íslenskrar náttúru og umhverfis okkar. Hér á ég einkum við eldfjöllin, loftslagsbreytingar, hafið og jökla. Við þurfum safn þar sem börn, erlendir ferðamenn og aðrir gestir verða hrifin af sérstökum og oft einstökum þáttum íslenskrar náttúru, og sækja sér frekari fróðleik um mikilvæga þætti í umhverfi okkar.
Ég hef áður fjallað um klofninginn milli vísinda, lista og annara þátta menningar, og má lesa um það hér: http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1092887/ Við verðum að efla þátt vísindanna í menningarþjóðfélagi okkar, og styrkja tengslin milli almennings og vísindastofnana, eins og söfn geta gert best.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Erindi um Hveri á Hafsbotni
28.4.2012 | 16:02

Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frægir jarðfræðingar í stjórnmálum
19.4.2012 | 17:59


Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Félagslegt Réttlæti
29.10.2011 | 17:23

Menning og listir | Breytt 30.10.2011 kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Útibú Eldfjallasafns í Arion banka
14.5.2011 | 08:12
Eldur Niðri fær fimm stjörnur!
13.5.2011 | 15:46

Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Santorini og Atlantis á BBC TV
27.4.2011 | 11:50
Ég tók þátt í gerð heimildarmyndar fyrir sjónvarp um stórgosið á Santorini eyju í Eyjahafi á bronzöld, og uppruna þjóðsagnarinnar um meginlandið horfna, Atlantis. Leikna útgáfan af myndinni ber nafnið Atlantis - End of a World. Birth of a Legend. Myndin verður endursýnd næsta sunnudag 8. maí kl. 21 á BBC One. Einnig verður heimildamynd okkar um Atlantis: The Evindence, sýnd 9. maí, mánudag, kl. 19 á BBC Two. Ég er staddur á Santorini þegar þetta er ritað.
Mandela og Washington gátu það
30.3.2011 | 20:33


Eldur Niðri kemur út!
11.3.2011 | 12:24
Vulkan ehf, Bókhlöðustíg 10, 340 Stykkishólmi vulkan@simnet.is Dreifing og pantanir: Árni Þór Kristjánsson arsig@simnet.is Sími: 862 8551 eða 841 1912
Úr bókarkynningu: Eldur Niðri lýsir ferli eins þekktasta vísindamanns Íslands, eldfjallafræðingsins Haraldar Sigurðssonar. Bókin er einstök heimild um uppeldi, sköpun og þróun jarðvísindamanns, sem hefur unnið brautryðjendastörf á rannsóknum á eldfjöllum víðs vegar um heiminn. Hér fjallar Haraldur á hispurslausan hátt um spennandi og oft lífshættuleg rannsóknaverkefni, um ástir, sigra, áföll og margt annað sem hefur gerst á nær fimmtíu ára ferli. Í frásögn sinni kemur Haraldur til dyra eins og hann er klæddur, þegar hann greinir frá leiðöngrum sínum í Indónesíu, Ítalíu, Haítí, Vestur Indíum, Grikklandi, Afríku og víðar. Brenndandi áhugi hans á leyndardómum jarðar kviknar á æskustöðvunum á Snæfellsnesi og leiðir af sér ævilangt ferðalag um flest stórvirkustu eldfjöll heims, þar til hann lokar hringnum með stofnun Eldfjallasafns í Stykkishólmi. Eftir atburðaríkan feril við eldfjallarannsóknir um heim allan hefur Haraldur Sigurðsson frá mörgu að segja.
Efnisyfirlit:
Réttlætingin .................................................... 7
Þingeyingurinn ................................................ 11
Oddur Val ...................................................... 35
Hjónin í Norska Húsinu ...................................... 47
Fyrstu minningar .............................................. 55
Áfallið ........................................................... 67
Táningur í Reykjavík .......................................... 75
Ameríkuferð hin fyrri ......................................... 81
Sumar á Sigöldu ............................................... 89
Námsárin erlendis ............................................. 95
Doktorsverkefnið .............................................. 105
Vestur Indíur ................................................... 113
Á sundi í eldfjallinu ........................................... 129
Neðansjávargígurinn Kickem Jenny ........................ 139
Ameríkuferð hin síðari ........................................ 147
Kvikuhlaup ..................................................... 157
Aska á hafsbotni ............................................... 163
Vesúvíus og Pompeii .......................................... 175
Banvæn gjóskuflóð ............................................ 189
Gígvötnin í Afríku ............................................. 207
Tambora ....................................................... 215
Eldeyjan Krakatau ............................................ 249
Galapagos Ísland framtíðar? ................................ 261
Loftsteinninn ................................................... 271
Vísindin og klofin menning .................................. 285
Erfiðir tímar .................................................... 291
Að duga eða drepast ........................................... 297
Eldfjallasafn .................................................... 317
Aðrar hliðar á lífinu ........................................... 327