Eldur Niðri fær fimm stjörnur!

FréttatíminnHinn 13. maí 2011 birtist grein í Fréttatímanum, bls. 44, sem fjallar um bók mína, Eldur Niðri. Það er óneitanlega fróðlegt og forvitnilegt fyrir höfund að lesa hvað öðrum sýnist um verk hans.  Ég er alveg sáttur við að fá fimm stjörnur hjá Páli Baldvin Baldvinssyni.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær bók og fróðleg. Naut hennar frá A - Ö. Til hamingju með eldfjallasafnið og allt sem þú hefur gert..... Kveðjur FB.

Eldur niðri (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 02:47

2 identicon

Sömuleiðis, til hamingju með vel heppnaða bók.

En nú vantar okkur frá þér:  Sérrit um jarðfræði Snæfellsness.

(circa, frá Eldborg að sunnan, og Drápuhlíðarfjalli að norðan, og þaðan allt út á nesoddann).   Upplýsingar um jarðfræði þess eru  tætingslegar, er að finna á víð og dreif í hinum og þessum ritum, en hvergi er til neitt heildstætt, aðgengilegt almenningi.  Einkum virðist landrek nessins vera áhugavert og úr takti við landrek annarsstaðar, lítið sem ekkert virðist hafa bæst við athuganir dr.Helga Péturrs á Búlandshöfða og Stöðinni, og þannig mætti lengi telja.  

Mikill fengur yrði í slíku riti frá þér, þar sem nesið er nú miklu aðgengilegra en áður var eftir tilkomu Hvalfjarðarganganna, og ekkert mál að bregða sér þangað í dagsferð til þess að skoða áhugaverða staði.

Kveðjur,

Björn Jónsson 

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 06:08

3 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Takk fyrir góð orð.  Vissulega er þörf á riti um jarðfræði Snæfellsness, og það er alveg rétt að lítið hefur birst um merka staði eins og Búlandshöfða síðan Helgi Péturss var hér á ferð.   Vi' sjáum til....

Haraldur Sigurðsson, 14.5.2011 kl. 08:01

4 identicon

Tek undir orð Björns Jónssonar hér ofar, bæði um bókina og eins um jarðfræði nessins okkar góða. Líklegt þykir mér þó að byrja þyrfti nokkru austar en hann gerir ráð fyrir og jafnvel norður í Húnaflóa, en við látum sérfræðingum að sjálfsögðu eftir að dæma um það!

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 15.5.2011 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband