Erindaflokkur Eldfjallasafns um Grænland er að hefjast

Haraldur go RAXNæsta laugardag, hinn 29. september, hefst nýr erindaflokkur í Eldfjallasafni í Stykkishólmi kl. 14, og heldur áfram alla laugardaga í október. Aðgangur er öllum ókeypis. Auk mín mun Ragnar Axelsson flytja erindi. Grænland hefur verið mikið í fréttum undanfarið og af nógu er að taka varðandi efni til umfjöllunar: bráðnun Grænlandsjökuls, hopun hafisins umhverfis Grænland, mikil auðæfi í jörðu á Grænlandi og olíuleit á hafsbotni umhverfis, tengsl Grænlands við uppruna heita reitsins sem nú er undir Íslandi, söguna um elsta berg á jörðu, sem finnst á Grænlandi, landnám íslendinga á Grænlandi. Ragnar Axelsson hefur kannað Grænland í meir en tvo áratugi og ljósmyndir hans þaðan eru heimsþekkt listaverk. Hann mun segja okkur frá sýn sinni af Grænlandi og íbúum þess í vel myndskreyttu erindi hinn 6. október.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband