Félagslegt Réttlæti

Getur þetta verið? Að Ísland sé á toppnum, hvað varðar félagslegt réttlæti í heiminum? Stofnunin Bertelsmann Stiftung hefur gert mikla könnun á ýmsum þáttum þjóðfélgagsins, sem varða félagslegt réttlæti í öllum 31 OECD löndunum. Þar lendir Ísland á toppnum og Tyrkland á botninum, eða númer 31. Hin Norðurlöndin eru að sjálfsögðu einnig nálægt toppnum. Hins vegar eru Bandaríkin mjög neðalega, númer 27, og er síðasta stórveldið lítið betra en Mexíkó, sem er númer 30. Hinis ýmsu þættir sem eru kannaðir eru fátækt (Ísland númer 4), menntun (1), atvinnuhorfur (1), jafnrétti (10) og heilsufar (1). Á einu sviði stendur Ísland sig mjög illa, og er mjög nærri botninum (númer 28). Það er á sviði skulda, en það eru skuldir sem næsta kynslóð verður ábyrg fyrir. Þar er Ísland í góðum félagsskap, með Grikklandi, Ítalíu og Japan. Sjálfsagt má deila um þær aðferðir, sem notaðar hafa verið til að mæla hina ýmsu þætti varðandi félagslegt réttarfar, en það kemur mér satt að segja mjög á óvart hvað Frón stendur sig vel í þessari könnun. Stórblaðið New York Times hefur tekið saman helstu þætti skýrslunnar, og set þá upp í myndformi, eins og sjá má hér fyrir neðan. Skýrsluna má lesa í heild sinni hér http://www.bertelsmann-stiftung.de/cps/rde/xchg/SID-7475996A-0738890B/bst/hs.xsl/nachrichten_110193.htm  29blow-ch-popup-v2

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst eiginlega að okkar 300þ manna þjóð skuli vera í úrtaki ca 30 helstu þjóða heims. Kemst restin ekki á blað í neinum þessara þátta eða erum við talin með helstu ríkjum heims?

Botna satt að segja ekkert í þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2011 kl. 18:04

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst eiginlega MERKILEGRA... átti að standa þarna.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2011 kl. 18:04

3 identicon

Mikið ofboðslega líður mér vel að vita að félagslegt réttafar er best hér á Fróni, en það vantar eitt í þetta það er að ef maður skuldar miljarða þá er skuldin felld niður með pennastriki en ef þú  ert að strögla við að eignast eina litla kytru og ert svo óheppinn að skuldirnar hafa hækkað um 100 prósetnt og þú getur ekki staðið í skilum, þá er  eignin tekin af þér með einu pennastriki.  Þetta er kanski félagslegt réttarfar?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 18:09

4 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Eins og ég benti á, þá er það einmitt á sviði skuldanna, sem Ísland fellur, og lendir í neðsta hópnum. Nú verður fróðlegt að sjá hvort við fllum niður í öðrum þáttum félagslegs réttarfars, þegar áhrif kreppurnar verða enn dýpri, til dæmis á sviði menntunar og heilsufars.Það er enginn vafi að hér hefur verið byggt upp mjög sterkt þjóðfélag (freka kynslóðin sá um það), en ég er satt að segja ekki svo bjartsýnn um framtíðina.

Haraldur Sigurðsson, 29.10.2011 kl. 18:14

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta er vissulega mjög ánægjulegt og einnig á Háskóli Íslands skuli hafa verið meðal 300 bestu, eins og nýlega kom fram.  Vonandi tekst okkur að komast úr verstu kreppunni sem fyrst þannig að hægt verði að hlúa betur að menntun og heilsufari.

Ágúst H Bjarnason, 29.10.2011 kl. 19:58

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jón Steinar, OECD  var upphaflega stofnað sem samtök Evrópuríkja til að aðstoða við framkvæmd Marshalláætlunarinnar. Skilyrði fyrir Marshallaðstoð var að viðkomandi ríki byggi við fulltrúalýðræði og markaðshagkerfi og Ísland uppfyllti það skilyrði.

1961 var ríkjum utan Evrópu boðið í "klúbbinn" og þau eru nú 33 talsins.

En varðandi svona kannanir, þá getur útkoman úr þeim verið afar mismunandi, eftir því hver framkvæmir þær. T.d. sýnir þessi könnun Ísland í 10 sæti hvað jafnrétti varðar, á meðan Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum), setur ísland í fyrsta sætið. Sjá HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2011 kl. 04:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband