Færsluflokkur: Menning og listir

Berserkirnir í Heiðarvíga sögu


BerserkjagataBerserkjagata er alls um 1200 metrar á lengd. Frá austur enda hennar að dys berserkjanna eru 440 metrar (D á loftmynd). Um 100 metrum fyrir vestan dysina er hagagarðurinn sem berserkirnir hlóðu (V á loftmynd). Þar skammt fyrir vestan er vík, sem ber hið sérkennilega nafn Blámannavík (B á loftmynd).  Ekkert er vitað um uppruna þess örnefnis, en í sögum er rætt um berserki sem blánuðu af reiði.

Heiðavíga saga er önnur heimildin um berserkina Halla og Leikni.  Eins og áður segir, þá er fyrri hluti Heiðarvíga sögu glataður, en hann var endursagður eftir minni árið 1728 af Jóni Grunnvíking.  Hún er því lakari heimild en Eyrbyggja.  Þótt lýsingin sé í stórum dráttum eins, þá víxlar Jón berserkjunum varðandi áhuga þeirra á Ásdísi,  dóttur Víga-Styrs.   Einnig minnist sagan ekkert á byrgið, sem var hin þriðja þraut berserkjanna.  Heiðarvíga saga segir svo frá berserkjunum:   Vermundur dvaldi með Hákoni jarli í Noregi. Berserkirnir tveir Halli og Leiknir voru við hirð jarls. Vorið (ca. 984) er Vermundur undirbýr ferð sína heim, þá býður jarl honum að velja sér að gjöf þann hlut sem honum leikur helst hugur á.  Vermundur biður um berserkina og veitir jarl honum það. Þegar til Íslands kemur reynist Vermundi illt að ráða við hina skapmiklu berserki.  Hann tekur þá það ráð að bjóða þá sem gjöf til bróður síns Víga-Styrrs. Verður það af að berserkirnir fara heim með Styr.  Deilur höfðu lengi verið milli Styrs og Þorbjörns kjálka í Kjálkafirði. Nú vill Styr brúka berserkina til að ná rétti sínum á Þorbirni. Þeir koma þar að á nóttu og brjóta upp dyrnar. Síðan brjóta berserkirnir einnig upp rammlega lokrekkju Þorbeins. Koma þeir að Hrauni og líður nú af veturinn.  Leiknir sat löngum á tali við Ásdísi, dóttur Styrs.  Verður nú ljóst að berserkirnir vilja kvænast.  

Um vorið (ca. 985) ríður Styr að Helgafelli til að ráðgast við Snorra goða.  Eftir heimkomuna segir Styr Leikni að nú verði hann að vinna nokkur þrekvirki áður en konumálin verði til lykta leitt.

Styr mælti: "Hér er hraun hjá bæ mínum illt yfirreiðar. Hefi eg oft hugsað að eg vildi láta gjöra veg þar um og ryðja það en mig hefur skort mannstyrk. Nú vildi eg þú gjörðir það."  Leiknir segir það þyki sér eigi mikið fyrir ef hann njóti liðs Halla bróður síns. Styr sagði hann mætti það við hann eiga.   Taka nú berserkirnir að ryðja hraunið að kvöldi dags og að þeirri sýslan eru þeir um nóttina. Vega þeir stór björg upp þar þess þurfti og færa út fyrir brautina en sumstaðar koma þeir stórum steinum í gryfjurnar en gjöra slétt yfir sem enn má sjá. Var þá á þeim hinn mesti berserksgangur. Um morguninn höfðu þeir því lokið. Er það eitt hið mesta stórvirki er menn vita og mun sá vegur æ haldast með þeim ummerkjum sem á eru meðan landið stendur.   Skulu þeir nú gjöra eitt gerði og hafa því lokið að dagmálum. Á meðan býr Styr þeim bað sem þeir skulu í fara þá þeir hafa af lokið gerðinu. En að morgni skal Leiknir hafa brullaup. Baðið var so til búið að þar var felldur stór hlemmur ofan í gólfið með einum glugga á sem vatninu var inn um hellt. Húsið var grafið í jörð og voru dyr fyrir því með sterkum stokkum og húsið allt af nýjum viðum og hið rammbyggilegasta. Skarir voru fyrir dyrunum upp að ganga.   Um morguninn þá þeir eru að gerðissmíðinni lætur Styr Ásdísi búa sig sem allra best en bannar henni að vara berserkina við hvað hann hafi í ráði. Og áður en þeir hafa lokið gerðinu gengur hún burt frá húsunum á svig við berserkina þar þeir eru að sínu starfi. Leiknir kallar til hennar og spyr hvert hún vilji. Hún svarar engu.

Nú hafa þeir af lokið þessu starfi. Gengur Styr í móti þeim, þakkar þeim með fögrum orðum fyrir starfið og segist nú hafa búið þeim bað er þeir skuli í fara. Hafi þeir nú það þrekvirki unnið er sér allvel hugnist og uppi muni verða um alla ævi.   Halli er í fyrstu eigi ráðinn að ganga í bað og spyr ef eigi skuli fleiri ganga í baðstofu með þeim. Styr svarar það muni eigi hent öðrum mönnum að ganga í bað ásamt slíkum afarmönnum sem þeir eru. En Leiknir vill gjöra það að vilja Styrs.

Nú setjast þeir í baðstofu og er hlemmurinn lagður yfir og borið grjót á. Dyrunum er og lokað og borið grjót fyrir sem rammlegast en á skarirnar er breidd blaut uxahúð. Baðstofan er gjörð ákaflega heit. En þá þeir hafa setið í baðinu litla stund lætur Styr bera sem óðast brennheitt vatn og steypa inn um glugginn. Finna nú berserkirnir að eigi er allt heilt við þá. Hamast þeir nú í baðinu og brjótast á hlemminn. Springur Leiknir inni en Halli kemst út. Og er hann kemur á skarirnar verður hönum fótaskortur og fellur á húðinni en Styr er þar fyrir með reidda öxi og höggur á háls hönum so Halli lét þar lífið.  Í næsta þæti mun ég fjalla um mannvistarminjar sem hafa verið tengdar berserkjunum.


Ný mynd Eldfjallasafns er eftir Eyjólf J. Eyfells

EyfellsNýasta mynd Eldfjallasafns er af Heklugosinu árið 1947.  Þetta er olíumálverk eftir Eyjólf J. Eyfells (1886-1979).  Hann var fæddur Eyjólfur Jónsson, en tók svo miklu ástfóstri við heimalönd sín undir Eyjafjöllum, að hann kaus sér eftirnafnið Eyfells.  Eyjólfur var mikið náttúrubarn og sjálflærður í list sinni, natúralisti, sem sótti fyrirmyndir algjörlega í íslenska náttúru. Það var oft sagt að Eyfells hefði ætið “verið heppinn með veður” í list sinni.  Eyjólfur málaði mikinn fjölda mynda, enda málaði lengur en nokkur annar íslenskur málari, í um 70 ár, frá 1908 til 1978.  

Myndin sýnir Heklugosið árið 1947. Þá gerðist það að eldfjallið klofnaði frá suðvestri til norðausturs, og Heklugjá opnnaðist um 3 km langan veg.  Þetta er algeng hegðun eldfjallsins, eins og önnur mynd sýnir, en þar er Heklugjá sýnd sem svart strik og hraun yngri en 1970 sýnd með ýmsum litum. HeklaEyfells málar ekki upphaf gossins, heldur þegar það var komið vel á veg. Hér eru þrír gígar sýndir virkir í sprungunni miklu, sem liggur eftir elfjallinu endilöngu og miklir ljósir bólstrar af eldfjallagasi, ösku og gufu rísa til himins.


Náttúruminjasafn án náttúrufræðinga?

Í dag fór fram athöfn í Perlunni, þar sem stjórnmálamenn tókust í hendur, létu taka myndir af sér fyrir fjölmiðla og ákvörðuðu að hýsa Náttúruminjasafn í algjörlega óviðeigandi húsnæði í Perlunni.  Það er merkilegt með þennan fund, að enginn náttúrufræðingur var viðstaddur.  Það segir sína sögu.  Þetta er ekki verkefni sem er drifið áfram af náttúrufræðingum, heldur vandræðaleg lausn pólítikusa á því, hvað skammarlega hefur verið farið alla tíð með mál náttúruminja á Íslandi.

Hornin á hjálmi víkingsins

 

 5051269524_f3d4d7d985_z.jpg

Það er hvimleitt þegar menn taka upp á því að þykjast búa til hefð þar sem engin var fyrir. Þetta þekkjum við tildæmis í sambandi við íslensku lopapeysuna, með útprjónuðum kraga.  Hvað sem við reynum að telja útlendingum trú um, þá er sú staðreyndin sú, að útprjónaði stíllinn er stolinn frá glerperlumunstri á krögum grænlenskra kvenna.  Útprjónaða lopapeysan er því “hefð” sem er aðeins um fimmtíu ára gömul.  

Svipaða sögu má segja um víkingshjálminn sem er skreyttur kýrhornum. Reyndar eru það plasthorn á hjálminum, sem seldur er í túristabúðum.   Talið er að hjálmurinn með hornum á hafi fyrst komið fram á sviðið árið 1876.  Þá hannaði Carl Emil Doepler búninga fyrir óperu Richards Wagner,  Hringur Niflungsins, sem byggð er á Völsungasögu.  Myndin til hliðar sýnir víking Doeplers, með sinn hyrnda hjálm.  Mýtan um hjálminn er því algjörlega byggð á rómantískum bollaleggingum þýsks leikbúningahönnuðar og eiga engar rætur í norrænni menningu, frekar en prjónaði kraginn á íslensku lopapeysunni.  Slíkar mýtur tilheyra ímyndaðri veröld Walt Disneys en ekki fornnorrænni menningu.


Hetjan Galileo Galilei

 

Tungl GalíleósÞeir fæddust báðir árið 1564, William Shakespeare og Galileo Galilei. Innan skamms er því 450 ára afmælisdagur þeirra. Frábærir hæfileikar Galileo komu fljótt í ljós í Pisa á Ítalíu og strax á unga aldri var hann orðinn leiðandi stjarna í eðlisfræði og störnufræði. Það mun hafa verið í kringum 1590 að Galileo sannfærðist um að kenning pólska múnksins Nikolaus Kópernik væri rétt: að sólin væri miðpúnktur sólkerfisins og að jörðin og hinar pláneturnar snérust umhverfis sólina. Þetta braut algjörlega í bága við kenningu kirkjunnar um að jörðin og mannkynið væri miðja alheimsins.  

Það voru tilraunir, sem Galileo gerði árið 1609, sem færði honum sönnunina og sannfærði hann um byggingu sólkerfisins.  Hann hafði frétt af merkilegu tæki, sem var uppgötvað af gleraugnasmið í Hollandi og gerði mönnum fært að sjá hluti í mikilli fjarlægð.  Galíleo byrjaði nú að smíða sinn fyrsta sjónauka. Hann slípaði sjálfur glerlinsurnar og innan skamms var hann kominn með stjörnukíki, sem stækkaði átta sinnum. Sidereus Nuncius

Hann stefndi kíkinum beint á tunglið og gerði strax merka uppgötvun: á tunglinu er jarðfræði og þar eru fjöll og gígar. Tunglið er alls ekki  slétt og fágað eins og spegill, eins og fyrri kenningar héldu fram.  Plánetur og tungl voru því með yfirborð sem líktist jörðu. Myndin til hliðar sýnir teikningar hans af tunglinu, sem birtust í ritinu Sidereus Nuncius eða Stjörnuboðinn árið 1610.   Næst stefndi hann stjörnukíkinum á plánetuna Júpiter og gerði aðra enn merkari uppgötvun.  Hann sá að það voru fjögur tungl, sem snérust í kringum Júpiter á nokkrum dögum:  Io, Europa, Ganymede og  Callisto.   Þetta var sem sagt alveg eins og Kópernik hafði haldið fram um sólkerfið.

En hann þorði ekki að leysa frá skjóðunni vegna ótta við kaþólska rannsóknaréttinn. Þeir höfðu brennt Giordano Bruno á báli nokkrum árum áður (árið 1600) fyrir kenningar hans um sólkerfið. Það hefur verið sagt að kaþólska kirkjan á Ítalíu hafi á þessum tíma verið svipuð og kommúnistaflokkur Kína í dag:  stofnun þar sem æðstu valdamenn þurfa ekki að hlýðnast siðareglum samfélagsins, en halda öllum almenningi í skefjum. 

Galileo reyndi að semja við kirkjuvöldin á Ítalíu, en gekk seint. Loks árið 1632 gaf hann út meistaraverkið Systema Cosmicum eða “samræður um tvö heimskerfi”.   Myndin til hliðar sýnir titilblað þessa merka rits. Hér setur hann fram kenninguna um heimsmynd þar sem sólin er miðja kerfisins. Hann tekur ekki til greina heimsmynd danska stjörnufræðingsins Tycho Brahe, þar sem jörðin var miðja kerfisins.  En Tycho hélt því fram að jörðin væri of stór og þung til að snúast umhverfis sólu.  Margir telja að Systema Cosmicum sé skemmtilegasta vísindarit allra tíma.  Bókin var fyrst gefin út á ítölsku en síðar þýdd á latínu. Enn er hægt að eignast eintak af fyrstu útgáfu ritsins hjá bóksala nokkrum í Ritterhude í Þýskalandi, fyrir $25 þúsund. 

Maðurinn var sem sagt ekki í miðju heimsmyndar Galileós. Kaþólska kirkjan dró hann strax fyrir rétt árið 1633 og eftir mikið þref dró Galíleó kenningu sína opinberlega til baka í réttinum: jörðin getur ekki snúist umhverfis sólu.  Þrátt fyrir það er sagt að strax og dómurinn var upp kveðinn hafi Galileo muldrað  “En hún hreyfist nú samt!”    Galileó hafði verið hótað pyntingum, hann varð að falla á kné fyrir réttinum og sat í stofufangelsi það sem eftir var ævinnar.  Hann var samt ekki af baki dottinn og það er ekki laust við hBók Galileós nlistanum.  valda skemmdum m mikið er af gervihnöttum, þar  snnaissance study. nto a basaltic dike that trends abouáð í síðari skrifum hans  í stofufangelsinu:  “Ég fylgi ekki kenningu Kóperniks og hef ekki verið fylgjandi þeirri kenningu síðan mér var skipað af réttinum að skifta um skoðun.”  Galíleó dæmdur

Bók Galileós Systema Cosmicum var að sjálfsögðu bönnuð þar til árið 1835, þegar kaþólska kirkjan tók hana af bannlistanum.  Árið 1992 lýsti kaþólska kirkjan því formlega loks yfir, að kenning Galileós hefði verið rétt.


Stytturnar á Páskaeyju "gengu" á staðinn

 

Páskaeyja Páskaeyja er mjög afskekkt eldfjallaeyja í miðju Kyrrahafinu. Á eynni finnast meir en eitt þúsund styttur, sem hafa verið höggnar til úr hraungrýti og síðan fluttar langar leiðir og stillt upp sem útverðir eyjarinnar.  Þær eru kallaðar Moai á máli innfæddra. Sumar stytturnar eru allt að 74 tonn að þýngd og um tíu metrar á hæð.  Þær eru höggnar til úr einum steini. Hvernig í ósköpunum komu eyjabúar þeim frá námunni og á staðinn, um margra kílómetra veg?  Nú er komin fram ný kenning um hverngi moai komust leiðar sinnar -- þær fóru gangandi. Myndbandið sýnir tilraun sem var gerð nýlega til að sannprófa þessa kenningu.  Með því að binda þrjú reipi í toppinn á styttunni og toga í sitt á hvað, þá er hægt að fá moai til að ganga eða rugga sér áfram. Þetta má sjá hér:  http://www.dailymail.co.uk/sciencetech/article-2222376/Did-Easter-Islands-statues-walk-place-Controversial-theory-suggests-megaliths-moved-position-fridge.html#ixzz2Ac1s8I7B

Moai gangandi Þetta er eithvað það snjallasta, sem ég hef lengi séð og mjög sannfærandi um uppruna styttnanna.  Þær eru höggnar úr gosmyndun, sem er að mestu harðnað basalt gjall, einskonar móberg eða fremur blöðrótt basalt hraun og því ekki eins þétt og blágrýti.  Enn er þó gátan um uppruna þjóðflokksins sem gerði stytturnar óleyst.


Norrænir Menn á Grænlandi: Fyrirlestur

Síðasti fyrirlestur Eldfjallasafns í Stykkishólmi að sinni verður laugardaginn 27. október kl. 14. Þar verður fjallað um norræna menn á Grænlandi.  Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Íslenski heiti reiturinn fór undir Grænland: Erindi Eldfjallasafns

Heiti reiturinnNæsta laugardag, hinn 20. október, held ég erindi í Eldfjallasafni í Stykkishólmi kl. 14.  Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Í þetta sinn fjalla ég um sögu heita reitsins sem er undir Íslandi. Hann mun hafa komið fyrst fram undir Baffinseyju fyrir um 62 milljón árum. Reyndar vilja sumir rekja sögu hans alla leið til Síberíu fyrir 250 milljón árum. Síðan fluttist hann undir vestur Grænland og síðan kom hann fram undan austur Grænlandi og loks í Norður Atlantshafinu, þar sem Ísland myndaðist. Þetta er spennandi saga, sem hefur áhrif á myndun og þróun lands vors.

Sánkti Helena gosið árið 1980: Nýtt listaverk í Eldfjallasafni

Roger WerthEinn dag í sumar komu kurteis og vingjarnleg amerísk hjón inn í Eldfjallasafn í Stykkishólmi.  Hann kvaðst vilja færa mér eldgosamynd að gjöf og dró upp úr tösku sinni þetta fágæta og einstæða verk.  Hann er Roger A. Werth, ljósmyndari og blaðamaður í Washington fylki í Bandaríkjunum.  Hinn 18. maí árið 1980 tók hann frægustu eldgosaljósmynd allra tíma, á fyrstu mínútum sprengisossins í Sánkti Helenu eldfjalli.  Næsta dag var myndin á forsíðum allra dagblaða Bandaríkjanna og skömmu síðar á forsíðum Time, Newsweek, Life, National Geographic og fjölda tímarita um heim allan.   Myndin hlaut Pulitzer Prize verðlaunin sem besta blaðaljósmynd ársins. Roger sagði mér alla söguna þennan dag í Eldfjallsafni.  Gosið hófst klukkan 8:32 ð morgni.  Hann starfaði í bænum Longview, skammt frá Sánkti Helenu og stökk strax upp í flugvél til að mynda gosið.  Hann valdi að fljúga sunnan við fjallið, þar sem gjóskustrókurinn sást mun betur.  Að norðan verðu var gjóskuflóð í gangi, sem gerði alla flugumferð hættulega. Þarna horfir hann beint inn í miðjan mökkinn, en hæð hans náði 18 km fyrir ofan eldfjallið þegar gosið náði hámarki. Gosið í Sánkti Helenu er eitt af frægustu gosum seinni tíma.  Frægðin stafar first og fremst af því að þetta er fyrsta gosið innan Bandaríkjanna á meginlandi Ameríku í langan tíma, fyrir utan Alaska.  Samt sem áður var gosið alls ekki stórt. Heildarmagn gosefna, sem kvika, var um 0,5 rúmkílómetrar, sem er heldur minna en Surtseyjargosið árið 1963 til 1968, en um tíu sinnum meira en gosið í Eyjafjallajökli árið 2010.  Nú er mynd Rogers til sýnis á áberandi stað við innganginn í Eldfjallasafni.


Auðæfi Grænlands - erindi

Næsta erindi í fyrirlestraröð okkar um Grænland er um auðæfi Grænlands. Fundurinn hefst kl. 14 laugardaginn 13. október í Eldfjallasafni í Stykkishólmi.  Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband