Hetjan Galileo Galilei

 

Tungl GalíleósÞeir fæddust báðir árið 1564, William Shakespeare og Galileo Galilei. Innan skamms er því 450 ára afmælisdagur þeirra. Frábærir hæfileikar Galileo komu fljótt í ljós í Pisa á Ítalíu og strax á unga aldri var hann orðinn leiðandi stjarna í eðlisfræði og störnufræði. Það mun hafa verið í kringum 1590 að Galileo sannfærðist um að kenning pólska múnksins Nikolaus Kópernik væri rétt: að sólin væri miðpúnktur sólkerfisins og að jörðin og hinar pláneturnar snérust umhverfis sólina. Þetta braut algjörlega í bága við kenningu kirkjunnar um að jörðin og mannkynið væri miðja alheimsins.  

Það voru tilraunir, sem Galileo gerði árið 1609, sem færði honum sönnunina og sannfærði hann um byggingu sólkerfisins.  Hann hafði frétt af merkilegu tæki, sem var uppgötvað af gleraugnasmið í Hollandi og gerði mönnum fært að sjá hluti í mikilli fjarlægð.  Galíleo byrjaði nú að smíða sinn fyrsta sjónauka. Hann slípaði sjálfur glerlinsurnar og innan skamms var hann kominn með stjörnukíki, sem stækkaði átta sinnum. Sidereus Nuncius

Hann stefndi kíkinum beint á tunglið og gerði strax merka uppgötvun: á tunglinu er jarðfræði og þar eru fjöll og gígar. Tunglið er alls ekki  slétt og fágað eins og spegill, eins og fyrri kenningar héldu fram.  Plánetur og tungl voru því með yfirborð sem líktist jörðu. Myndin til hliðar sýnir teikningar hans af tunglinu, sem birtust í ritinu Sidereus Nuncius eða Stjörnuboðinn árið 1610.   Næst stefndi hann stjörnukíkinum á plánetuna Júpiter og gerði aðra enn merkari uppgötvun.  Hann sá að það voru fjögur tungl, sem snérust í kringum Júpiter á nokkrum dögum:  Io, Europa, Ganymede og  Callisto.   Þetta var sem sagt alveg eins og Kópernik hafði haldið fram um sólkerfið.

En hann þorði ekki að leysa frá skjóðunni vegna ótta við kaþólska rannsóknaréttinn. Þeir höfðu brennt Giordano Bruno á báli nokkrum árum áður (árið 1600) fyrir kenningar hans um sólkerfið. Það hefur verið sagt að kaþólska kirkjan á Ítalíu hafi á þessum tíma verið svipuð og kommúnistaflokkur Kína í dag:  stofnun þar sem æðstu valdamenn þurfa ekki að hlýðnast siðareglum samfélagsins, en halda öllum almenningi í skefjum. 

Galileo reyndi að semja við kirkjuvöldin á Ítalíu, en gekk seint. Loks árið 1632 gaf hann út meistaraverkið Systema Cosmicum eða “samræður um tvö heimskerfi”.   Myndin til hliðar sýnir titilblað þessa merka rits. Hér setur hann fram kenninguna um heimsmynd þar sem sólin er miðja kerfisins. Hann tekur ekki til greina heimsmynd danska stjörnufræðingsins Tycho Brahe, þar sem jörðin var miðja kerfisins.  En Tycho hélt því fram að jörðin væri of stór og þung til að snúast umhverfis sólu.  Margir telja að Systema Cosmicum sé skemmtilegasta vísindarit allra tíma.  Bókin var fyrst gefin út á ítölsku en síðar þýdd á latínu. Enn er hægt að eignast eintak af fyrstu útgáfu ritsins hjá bóksala nokkrum í Ritterhude í Þýskalandi, fyrir $25 þúsund. 

Maðurinn var sem sagt ekki í miðju heimsmyndar Galileós. Kaþólska kirkjan dró hann strax fyrir rétt árið 1633 og eftir mikið þref dró Galíleó kenningu sína opinberlega til baka í réttinum: jörðin getur ekki snúist umhverfis sólu.  Þrátt fyrir það er sagt að strax og dómurinn var upp kveðinn hafi Galileo muldrað  “En hún hreyfist nú samt!”    Galileó hafði verið hótað pyntingum, hann varð að falla á kné fyrir réttinum og sat í stofufangelsi það sem eftir var ævinnar.  Hann var samt ekki af baki dottinn og það er ekki laust við hBók Galileós nlistanum.  valda skemmdum m mikið er af gervihnöttum, þar  snnaissance study. nto a basaltic dike that trends abouáð í síðari skrifum hans  í stofufangelsinu:  “Ég fylgi ekki kenningu Kóperniks og hef ekki verið fylgjandi þeirri kenningu síðan mér var skipað af réttinum að skifta um skoðun.”  Galíleó dæmdur

Bók Galileós Systema Cosmicum var að sjálfsögðu bönnuð þar til árið 1835, þegar kaþólska kirkjan tók hana af bannlistanum.  Árið 1992 lýsti kaþólska kirkjan því formlega loks yfir, að kenning Galileós hefði verið rétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki væntanlega fráfarandi páfi sem sagði að það hefði verið rétt hjá kirkjunni að dæma Galileo.

Eru þeir enn við sama heygarðshornið, bókstafartrúar katólikkar?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 21:23

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heliocentrismi Kópernikusar snerist ekki bara um, að sólin væri miðpúnktur sólkerfisins, heldur miðpunktur alheimsins, og það stenzt ekki. Lesið vísindasögu dr. Þorsteins Vilhjálmssonar prófessors um þetta, þar eru langir kaflar um Galileo.

Jón Valur Jensson, 14.2.2013 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband