Stytturnar á Páskaeyju "gengu" á staðinn

 

Páskaeyja Páskaeyja er mjög afskekkt eldfjallaeyja í miðju Kyrrahafinu. Á eynni finnast meir en eitt þúsund styttur, sem hafa verið höggnar til úr hraungrýti og síðan fluttar langar leiðir og stillt upp sem útverðir eyjarinnar.  Þær eru kallaðar Moai á máli innfæddra. Sumar stytturnar eru allt að 74 tonn að þýngd og um tíu metrar á hæð.  Þær eru höggnar til úr einum steini. Hvernig í ósköpunum komu eyjabúar þeim frá námunni og á staðinn, um margra kílómetra veg?  Nú er komin fram ný kenning um hverngi moai komust leiðar sinnar -- þær fóru gangandi. Myndbandið sýnir tilraun sem var gerð nýlega til að sannprófa þessa kenningu.  Með því að binda þrjú reipi í toppinn á styttunni og toga í sitt á hvað, þá er hægt að fá moai til að ganga eða rugga sér áfram. Þetta má sjá hér:  http://www.dailymail.co.uk/sciencetech/article-2222376/Did-Easter-Islands-statues-walk-place-Controversial-theory-suggests-megaliths-moved-position-fridge.html#ixzz2Ac1s8I7B

Moai gangandi Þetta er eithvað það snjallasta, sem ég hef lengi séð og mjög sannfærandi um uppruna styttnanna.  Þær eru höggnar úr gosmyndun, sem er að mestu harðnað basalt gjall, einskonar móberg eða fremur blöðrótt basalt hraun og því ekki eins þétt og blágrýti.  Enn er þó gátan um uppruna þjóðflokksins sem gerði stytturnar óleyst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þeir rugguðu sér líka í lendunum og dóu síðan út, en fundu upp pókerandlitið og merkissvip.

Eyjan er reyndar aðeins 15 km horn í horn, svo við erum ekki að tala um langar vegalegndir; Aðeins nokkur hundruð metra flutning eða þar um bil.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.10.2012 kl. 17:26

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Það má ekki gera lítið úr þessu afreki íbúa á eynni.  Vegalengdin frá námu til staða, þar sem sumar stytturnar eru, er meir en 10 km í mörgum tilfellum, eins og vel kemur fram á kortinu fyrir ofan.

Haraldur Sigurðsson, 28.10.2012 kl. 18:04

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hef mínar efasemdir. þetta er pinulítil stytta á hörðum vegi og hún rétt mjakast nokkur fet þarna.

Fyrir mér er þetta áfram ráðgáta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.10.2012 kl. 19:17

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sumar stytturnar eru mun stærri en sýnist (hefur verið vitað lengi að vísindamönnum en nýlega orðin almannavitneskja)

http://www.youtube.com/watch?v=88XgGUxGR14

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.10.2012 kl. 19:50

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta er snilld. Þarna notfæra menn sér eigin sveiflutíðni styttunnar (öfugur pendúll) og ekki þarf mikið afl til að viðhalda sveiflunni ef réttum takti er haldið.

Ágúst H Bjarnason, 28.10.2012 kl. 20:36

6 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Styttan fer ekki hratt, en það er eitt sem menn hafa mikið af á einangraðri eyju langt úti í hafi, en það er nægur tími. 

Haraldur Sigurðsson, 28.10.2012 kl. 21:07

7 identicon

Bókin "Aku Aku" eftir Thor Heyerdal var líka skemmtileg lesning, þar fékk hann heimamenn á Páskaeyju til að höggva út styttu og flytja hana.

larus (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 22:31

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Byggði Thor Heyerdal styttu? Nei. það tekur óratíma að gera svona styttu með verkfærum er þá voru við líði og enginn leggur í það sem vonlegt er. þegar evrópumenn komu 1722 og uppúr því, þá vissi enginn eyjaskeggi neitt um hvernig átti að fara að þessu. Samt er talið að smíði styttanna hafi staðið allt til 1500. (Talið byggt frá 1250-1500) þeir bulluðu bara. Sögðu að einhver guð hefði skipað styttunum þangað eða einhver gömul kona uppá fjalli. En málið er að þeir sögðu stunum að stytturnar hefðu labbað þangað. þessvegna vilja menn endilega láta þær labba. Thor var með svipaða hugmynd, minnir mig. þá finnst mér trúlegra bara gamla aðferðin með trén. Setja tré sífellt fyrir svipað og gert var með báta sem dregnir voru á land hér í gamla daga. þessi stytta á videoinu er úr steypu og sögð 5 tonn. Stytturnar á Páskaey eru að meðaltali um 13 tonn tonn. Að meðaltali. Allur þessi prósess, smíðin, flutningurinn o.s.frv - þetta er algjörlega óvinnandi verk með þeirri tækni sem þá var til staðar. (það hlýtur að vera einhver alveg ný skýring á þessu. Eitthvað sem mönnum yfirsést eða átta sig ekki enn á.) Svo átti eftir að setja hatta á þetta og eg veit ekki hvað og hvað og ekkert litla hatta. Nei nei. Veglegir skyldu þeir vera. það eru um 1000 styttur þarna og sumir telja að mun fleiri geti verið grafnar í jörð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.10.2012 kl. 23:09

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ps. þetta video virkar soldið stönt legt. Hafiði prófað að flytja ískáp svona? þ.e. láta hann ganga. Og hann er ekki þungur. Ef þessi stytta á videoi er 5 tonn - þá finnst mér hún sökkva grunsamlega lítið.

Með flutning á Páskaeyju, þá hefur verið einhver vegur eða götur o.s.frv. náttúrulega, en þetta eru utalsverðar vegalengdir sem þeir hafa þurft að flytja þetta, því flestar eru taldar smíðaðar eða úthoggnar á sama stað. Í námunni eru svo ótal styttur, nánast fullgerðar og hálfkláraðar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.10.2012 kl. 23:14

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þeir höfðu líka, að því er virðist, einhverskonar skrift - sem er ekki síður merkilegt:

http://en.wikipedia.org/wiki/Rongorongo

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2012 kl. 00:36

11 identicon

Þessi kenning gæti mögulega gengið en er frekar langsótt til að skýra allt dæmið, þ.e. þyngstu stytturnar og allan þennan fjölda.

Það er margt mjög svo furðulegt við fornar þjóðir og byggingartækni, eitthvað sem við nútímamennirnir getum á engan hátt útskýrt.

Gott dæmi er auðvitað píramídinn mikli í Gaza, en besta dæmið er þó "the unfinished obelisk".

Þeir þarna í forn-Egyptalandi voru sem sagt búnir að höggva sig niður í bergið til að búa til þennan risa obelisk, en þegar þeir voru farnir að höggva undir hann þá kemur stór sprunga í obeliskið og hann þá ekki lengur nýtilegur. Þeir ganga bara í burtu frá verkinu, og það er þarna enn, og heimsótt af túristum

Mynd: http://www.egypttraveladventures.com/egypt-photos/16-obelisk-aswan-egypt.html

Hins vegar flækjast málin þegar menn fóru að reikna út hvað þessi obelisk væri þungur. Rúmmál sinnum eðlisþyngd, einfalt að reikna.

Útkoman er 1.200-300 tonn!!!!

Hvernig í veröldinni ætluðu þessir fornmenn að hreyfa þessi ósköp?

Með köðlum og hestum?

Ef þetta ætti að vinnast í nútímanum, þá væri helsta spurninginn hvernig ætti að koma fyrir öllum krönunum af stærstu gerð, til að lyfta þessu ferlíki, og það er óvíst hvort það væri yfirleitt hægt.

En þetta ætluðu fornmennirnir sér að gera á einhvern óútskýrðan hátt.

1.200-300 tonn!

Áttið ykkur á því hvað þetta eru gífurleg þyngsli.

Páll (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 10:58

12 Smámynd: Mofi

Sammála Ómari, ég held að þetta er ennþá ráðgáta. Það er ekki eins og stytturnar eru allar á auðveldum stöðum þar sem þessi aðferð, eins sniðug og hún er, hefði ekki virkað.  Síðan eins og Ómar benti á, fór kannski framhjá einhverjum en sumar af styttunum eru ekki bara hausar heldur hafa þær líkama sem er grafinn ofan í jörðina eins og sást í youtube myndbandinu sem hann benti á.  Hérna er annað sem sýnir styttur sem...ég sé enga leið til að láta labba svona, sjá:

Þetta er eins og mörg önnur forn mannvirki sem til eru, miklar ráðgátur.

Mofi, 29.10.2012 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband