Færsluflokkur: Hafið
Ný Eyja í Rauðahafinu
15.1.2012 | 17:50
Hafið | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norðurheimskautið
25.12.2011 | 14:10
Hafið | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pyttirnir í Álftafirði
19.7.2011 | 16:14
Álftafjörður á norðanverðu Snæfellsnesi er fagur og merkilegur fjörður. Það er engin tilviljun að hann ber þetta nafn, því nær daglega má sjá hundruðir eða jafnvel þúsund álftir á firðinum eða í fjörum umhverfis hann. Það er sennilega mjög góð ástæða fyrir því að fjörðurinn hefur svo mikið aðdráttarafl fyrir álftina, en þar á hafsbotni og á grynningum allt kringum fjörðinn vex mikið magn af marhálmi. Ef til vill er hér stærsta marhálmssvæði umhverfis Ísland og þá óþrjótandi matarbirgðir fyrir álftina. Marhálmur (Zostera marina) er óvenjuleg planta í sjó, þar sem hann er blómstrandi háplanta en ekkert skyld þörungum og þangi. Ég gekk um fjörur Álftafjarðar nýlega með Ragnhildi Sigurðardóttur vistfræðingi og einnig með líffræðingi frá Portugal, sem er sérfræðingur í marhálmi um heim allan. Það var stórkostlegt að sjá hvað marhálmur þrífst hér vel, á leirunum sem koma í ljós þegar vel fjarar út, og utar í grynningum fjarðarins. Sumstaðar hefur borist mikið magn af leirhálmi upp í fjöruna, þar sem hann rotnar í miklum haugum. Það sem vakti mesta athygli mína voru mjög undarlegir pyttir á yfirborði leirflatanna í Álftafirði. Fyrir framan Krákunes er svæði á hafsbotni, um 200 metrar á breidd, þar sem allur leirbotninn er þakinn pyttum. Þeir eru frá um 50 til 100 cm í þvermál, og um 10 til 30 cm á dýpt. Sumir líta úr fyrir að hafa myndast nýlega, og hafa upphleypta brún, alveg eins og gosgígar eða gígar sem myndast eftir loftsteinsárekstra á jörðu. Brúnin er þá blanda af leir og sandi. Aðrir pyttir eru ellilegir, og öldur hafsins hafa fjarlægt gígbrúnina vegna rofs þegar sjávarfalla gætir. Hvernig myndast þessir pyttir? Í fyrstu héldum við að hross hefðu farið hér um og skilið eftir hófför sín, en það var fljótlega hægt að útiloka þann möguleika. Þá fórum við að hallast að þeim möguleika, að það væri eitthvað samband milli pyttanna og marhálmsins og annars gróðurs sem vex í firðinum. Leirinn og annað set sem safnast fyrir framan fjöruna í Álftafirði inniheldur mikið magn af dauðum marhálmi og þangi. Víða sekkur maður til dæmis upp í miðjan kálfa í drullu sem er mest rotinn marhálmur og leir. Alla tíð síðan jökultíma lauk fyrir um tíu þúsund árum hafa plöntuleifar safnast fyrir hér í setinu umhverfis og á botni Álftafjarðar. Það getur hugsanlega verið tugir metra á þykkt. Þegar þetta mikla magn af lífrænu efni rotnar í setinu, þá getur myndast jarðgas eða metan gasið CH4 sem brýtur sér leið upp úr setinu. Ef til vill rísa stórar bólur af gasi upp í gegnum setið öðru hvoru, og springa á yfirborði og mynda þá um leið gíg-laga pyttina. Við sáum engin merki þess, að gas væri að rísa nú upp úr setinu, og sennilega myndast pyttir aðeins öðru hvoru, ef til vill einn á dag eða einn á viku, og því erfitt að fá sönnun fyrir þessari kenningu. En það er vel þess virði að skoða fjöruna í Álftafirði á stórstraumsfjöru, og virða fyrir sér þennan mikla fjölda af hinum dularfullu pyttum. Best er að ganga niður frá bílvegi númer 54, við norður enda Úlfarsfells, niður að höfða þeim, sem háspennulínan liggur á út yfir Álftafjörð: Krákunes. Hér var áður vaðið sem riðið var á yfir fjörðinn. Hér fyrir framan og aðeins norðar sést mikill fjöldi af pyttum á yfirborði leirsins. Ég tek það fram, að kenningin um að pyttirinir myndist af völdum metan gass er aðeins tilgáta. Frekari rannsóknir þarf til að sanna eða afsanna hana. En eitthvað óvenjulegt er að gerast í leirnum í Álftafirði.
Hafið | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lengi tekur sjórinn við - 2
13.7.2011 | 08:56
Hafið | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lengi tekur sjórinn við - eða hvað?
12.7.2011 | 21:29
Hafið | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Andy Warhol og íslenski skurðlæknirinn
26.6.2011 | 17:11
Ættingjar Andy Wahol fóru strax í mál við New York Hospital og lækna hans. Lögfræðingar ættingjanna héldu því fram fyrir réttinum í desember 1991, að Andy hefði látist sökum vanrækslu, og einkum að hann hefði fengið alltof mikið af vökvum inn í líkamann. Hins vegar lýsti krufningarlæknir því yfir að Wahol hefði látist vegna hjartaáfalls, sem væri ekkert tengt uppskurðinum eða meðferð hans á sjúkrahúsinu. Tuttugu dögum síðar, á aðfangadag 24. desember árið 1991, lýstu lögfræðingar ættingja Andys og lögfræðingar New York Hospital því yfir að þeir hefðu komist að samkomulagi og var málið nú látið niður falla. Sjúkrahúsið greiddi ættingjum og erfingjum Warhols ákveðna summu, en peningaupphæðin var ekki gefin upp. Ættingjar voru ´very happy´og talsmenn New York Hospital lýstu því yfir að niðurstaðan væri ´fair and equitable.´ Saksóknari New York lýsti því einnig yfir að ekkert benti til þess að um glæpsamlegt athæfi væri að ræða varðandi dauða listamannsins og málið var þá látið niður falla. Að lokum skal þess getið, að hinn vinsæli rithöfundur, aktivisti og náttúruunnandi, Andri Snær Magnason, er dóttursonur Björns Þorbjarnarsonar, skurðlæknis Andy Warhol.
Hafið | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig leit Ísland út á Ísöldinni?
5.4.2011 | 20:28
Nýlega birti norska fyrirtækið Olex ný kort af hafsbotninum, sem má nálgast hér: http://www.olex.no/dybdekart_e.html#isofiler Kortin eru sérstök og mjög nákvæm, en þau eru byggð að miklu leiti á gögnum sem togarar og aðrir fiskibátar senda inn til Olex. Næmi kortanna er um 5x5 metrar, sem þýðir að stór rúta eða vörubíll myndi sjást á hafsbotninum á slíku korti. Íslandskortið frá Olex er sýnt hér til hliðar. Hér koma fjölmörg fyrirbæri fram á hafsbotninum, sem við höfðum ekki hugmynd um áður, og þar á meðal margir jökulgarðar sem sýna fyrri stöðu stóra jökulsins yfir Íslandi á Ísöldinni. Þessi nýju gögn styrkja mjög þá mynd af Íslandi sem ser sýnd af púnktalínunni í fyrri myndinni hér fyrir ofan. Ískjöldurinn var svo stór að hann náði út á ystu mörk landgrunnsins víðast hvar. En takið eftir að á Ísöldinni var sjávarstaða miklu lægri en hún er í dag og landgrunnið var því um 100 metrum grynnra en í dag, vegna þess að mikið af vatnsforða hafsins var geymt í jöklum heimsskautanna.
Hafið | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Getur járn í sjónum dregið úr hlýnun jarðar?
25.3.2011 | 21:53
Hafið | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fosfór að þrotum komið – en það er allt í lagi
16.3.2011 | 18:11
Hafið | Breytt 17.3.2011 kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Á siglingu með heimsskipinu The World
9.9.2010 | 20:45
Ég hef ekki haft mikið samband við auðmenn um ævina, en en í sumar var ég á sjó í grennd við Ísland á tveimur og mjög einstökum skipum auðmanna. Hér áður fyrr, á mínum róttæku árum, hefði það ekki komið til mála að vera í slíkum félagsskap örgustu kapítalista, en þar er víst rétt sem sagt er, að maður mildast með árunum. Fyrri ferðin var tólf daga sigling á glæsisnekkjunni M/Y Octopus, frá 30. júlí til 12. ágúst, en varðandi þá ferð er ég bundinn þagnarskyldu. Síðari siglingin var á M/V The World, og hér er stutt frásögn af þeirri sjóferð, sem var dagana 26. til 30. ágúst. Fyrir um einu ári var mér boðið að halda fyrirlestra um Ísland og eldfjöll á The World. Ég tók þessu fálega, af því að ég hef alltaf haft lítið álit á svokölluðum skemmtiferðaskipum, sem eru flest fljótandi spilavíti þar sem allt er á floti í áfengi um borð. Ég afþakkaði því boðið. Eftir stöðugar hringingar og mikinn straum af upplýsingum var ég loks sannfærður um, að hér væri ekkert venjulegt skemmtiferðaskip, já, reyndar ekki skemmtiferðaskip, heldur eiginlega fljótandi þorp eða samfélag. The World er í eigu um eitt hundrað manna og kvenna, frá um 40 löndum. Eigendurnir ráða rekstrinum, ferðaáætlun og öllu skipulagi. Skipið siglir um öll heimsins höf, og hefur öðru hvoru um 2 til 5 daga viðdvöl í höfnum hér og þar. Landakortið til hliðar sýnir ferðaáætlun þeirra fyrir árið 2010. Um borð í þessu risastóra skipi, sem er vel yfir 200 metrar á lengd, eru 165 íbúðir sem eru allar í einkaeign. Þær dýrustu og stærstu eru 300 fermetrar, og kostar ein slík íbúð um $13.5 miljónir. Mánaðargjöld fyrir hverja íbúð eru um $20 þúsund. Það er því ekki á færi hvers sem er að taka þátt í búskap, lífinu og siglingum með The World. Yfirleitt eru um 200 manns um borð, en nokkrir eigendur, einkum kamlir og einhleypir karlar á níræðisaldri, búa um borð allt árið, nema þegar skipið fer í þurrkví einn mánuð á ári. Skipið var smíðað í Noregi árið 2001 og því var hleypt af stokkunum ári síðar. Skipstjórinn er norskur, en annars er meiri hluti af áhöfninni, um 200 manns, frá Filippseyjum og Bretlandi. Um borð er allt sem mann getur dreymt um til að gera lífið þægilegt. Það var gleðilegt að sjá hvað bókasafnið var stórt og vel skipulagt og greinilega mikið notað. Fimm veitingahús hafa uppá að bjóða besta mat sem ég hef komist í. Fólkið var einstaklega viðkunnanlegt og hafði mikinn áhuga á að fræðast um Ísland, um eldfjöll, jarðfræði og reyndar allt sem ég hafði uppá að bjóða, en um borð er auðvitað fyrsta flokks fyrirlestrasalur. Það vakti sérstaklega eftirtekt mína, að allir kynna sig einungis með fornafni, en eftirnöfn eru ekki notuð. Ég sá mörg andlit sem ég þóttist kannast við sem frægt fólk úr blöðum og fjölmiðlum, og fékk aðeins að heyra fornafnið, en á þennan hátt reyna auðmennirnir að vernda sitt einkalíf. Hér er á ferðinni fólk sem lifir eingöngu í sínum verndaða og vel varða heimi, líður áfram um heimsins höf, situr úti á svölum fyrir utan íbúðina sína og sér Öræfajökul og Surtsey líða framhjá þessa vikuna en síðar grænu eyjarnar í Karíbahafi í næstu viku, um leið og þjónninn kemur með annað glas af kampavíni. Um leið og ég fer í land við Skarfaklett í Reykjavík þá reyni ég að telja mér trú um, að svona líf hljóti nú að vera ósköp leiðinlegt til lengdar, en ég er nú bara ekkert svo viss
Hafið | Breytt 10.9.2010 kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)