Eyjar Salómons: Ferðasaga úr Suðurhöfum

KavachiLaugardaginn 21. apríl flyt ég erindi um ferð mína til Salómonseyja nýlega. Erindið verður flutt í Eldfjallasafni í Stykkishólmi og hefst kl. 14. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Upplagt fyrir fólk í höfuðborginni að skreppa vestur og njóta alls þess sem Stykkishólmur hefur uppá að bjóða.

Flettu vindar ísnum af Öskjuvatni?

Ég hef áður dregið í efa að það sé vísbending um yfirvofandi eldvirkni þótt Öskjuvatn sé nú íslaust. Sjá hér http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1232428/ Einn lesandi þessa bloggs gerði þá eftirfarandi og fremur niðrandi athugasemd við skrif mín:“Vatn sem hefur lagt í vægu frosti í febrúar en er íslaust í nístingsgaddi í mars hefur greinilega hitnað nóg í millitíðinni til að losa sig við ísinn. Ekki þarf gráðu í eðlisfræði eða jarðfræði til að átta sig á slíku. Það sem ekki fæst svar við nema með nákvæmum mælingum er hversu heitt vatnið er.” Öskjuvatn 30.júní 2009Nú berast þær fregnir (sjá til dæmis fréttavef RUV 15. apríl 2012) að vísindamenn hafi kannað vatnið. Niðurstaða þeirra er sú að vatnið sé aðeins einnar gráðu heitt eða jafnkalt og vatnið er í aprílmánuði. Mín skoðun er sú, að ísleysið sé ekki sökum eldvirkni, heldur að sennilega hafi ís brotnað og færst til á vatninu vegna vinda. Ef við skoðum til dæmis myndina af Öskjuvatni sem fylgir hér með, sem er tekin 30. júní 2009, þá er greinilegt að stórar vakir eru yfirleitt opnar á svæðunum í suðvestur hluta vatnsins, þar sem heitar lindir eru við flæðarmál og á vatnsbotni. Í réttri vindátt, og ef stormur geisar, þá er vel hugsanlegt að ísinn brotni og hrannist upp við land. Ég held því að það sé líklegra að skýringuna á ísleysinu á Öskjuvatni sé frekar að finna í veðurfari en ekki í tengslum við breytingar í hitastreymi innan eldstöðvarinnar.

Kafað í Járnbotnasundi

USS AtlantaÍ nótt fór ég í átta manna kafbáti niður á flakið af herksipinu Atlanta hér í Járnbotnasundi við eynna Guadalcanal í Salómonseyjum. Flakið er á um 150 til 200 metra dýpi. Við vorum tvo tíma í kafi og fórum hringinn í kringum flakið, sem er mjög illa farið. Atlanta var mjög voldugt herskip, 541 fet eða 165 metrar á lengd og 6000 tonn, með 673 manna áhöfn. Hámarkshraði var 33 hnútar. Hún var vopnuð sextán fimm tommu fallbyssum, níu byssum til aðUSS Atlanta verjast herflugvélum og með átta hólka fyrir tundurskeyti. Hinn 12. Nóvember árið 1942 réðust tuttugu og fimm japanskar herflugvélar og ellefu herskip á ameríska herflotann í Járnbotnasundi. Aðmíráll Scott var um borð í flaggskipi sínu, Atlanta og fórst þar um borð ásamt fjðlda sjóliða. Á hafsbotni liggur járnadrasl úr skipinu í miklum bing, en skrokkurinn er í tvennu lagi. Við skoðuðum stafnið vel, og sáum risavaxnar akkeriskeðjur, og vindurnar sem draga upp akkerin. Einnig voru fallbyssur mjög greinilegar, reykháfarnir og svo brúin. Á botninum er einnig dreif af ósprendum fallbyssukúlum öðrum skotfærum. Tvær myndir fylgja hér með, sem ég tók í ferðinni. Atlanta hvílir á klettabrún hér á botninum, og eru klettarnir gamalt hraunlag, sem myndar grunnbergið fyrir eyjunna Guadalcanal. Allt lífríkið hér niðri fe´kk strax áhuga á ljósum kafbátsins, og innan skamms vorum við umkringdir af tíu til þrjátíu punda túnfiskum, smokkfisk og ýmsu fleira.

Í Járnbotnasundi

JárnbotnasundÉg var rétt í þessu að sigla inn í flóa milli tveggja eyja í Salómonseyjum, sem ber hið sérkennilega nafn Járnbotnasund, eða Iron Bottom Sound. Sundið ber nafnið með rentu, því hér á botninum eru 111 ryðguð flök af ótrúlegum fjölda herskipa frá seinni heimsstyrjöldinni, alls um fimm hundruð þúsund tonn. Það var í ágúst 1942 að fyrsta orrustan varð milli stórveldanna, en alls voru það fimm orrustur, sem í heild stóðu yfir í aðeins 188 mínútur. Í viðbót eru hér á botninum 1450 herflugvélar, og lík yfir tuttugu þúsund hermanna. Japanir högðu byggt herstöð hér á eynni Guadalcanal, sem ameríkanar réðust á í ágúst 1942 og tóku.  HerskipsflakÞá komu japanir til baka með herflugvélar frá herstöð sinni í Rabaul, með enn meira herlið, en þá voru ameríkanar komnir með sextíu skip inn í sundið. Næst gerði stór japanskur herfloti árás í sundinu að nóttu til, og sökkti miklum fjölda skipa ameríska flotans.  Þá var her amerískulandgönguliðanna orðið algjörlega einangrað á eynni.  Enn sendu japanir sjóhertil að taka eynna, en amerískur sjóher er fyrir í sundinu og veitir miklamótstöðu í einni mestu sjórrustu okkar tíma.  Orrustunni lauk með sigri ameríkumanna.  Í dag er margt sem minnir okkur á þessar óskaplegu hamfarir.  Hér eru enn stór og ryðguð flök skipa áströndinni, allskonar fallbyssuvirki á landi og svo auðvitað allt járnadrasliðá  botni Járnbotnasunds.  Þetta var fyrsti sigur bandamanna á Japan og markaði ein mikilvægustu tímamótin í seinni heymsstyrjöldinni.

Hættuleg eldfjöll neðansjávar

Myojin-ShoVið erum nú á ferð umhverfis Kavachi neðansjávareldfjall í Salómonseyjum. Fyrir norðan er Kyrrahafið en fyrir sunnan okkur er Kórallahafið. Þegar við siglum í grennd við Kavachi kemur mér streax í hug neðansjávareldfjallið Myojin-Sho í hafinu fyrir sunnan Japan. Þar var eldgos á hafsbotni árið 1952 og öðru hvoru árið 1953. Allt virtist ver með ró og spekt hinn 24. september 1953, þegar japanska hafrannsóknaskipið Kaiyo Maru No. 5 sigldi inn á svæðið. Þeir sigldu yfir gíginn til að mæla dýpið. Allt í einu varð mikil sprenging, og skipið fórst með allri áhöfn. Um borð voru 31 manns, bæði áhöfnin og níu jarðvísindamenn sem voru að rannsaka eldstöðina.  Myojin-Sho kortMyndin sýnir eina af sprengingunum árið 1953, sem líkist mjög virkninni í Surtseyjargosinu 1963.  Þegar leitað var, þá fannst aðeins spýtnabrak úr skipinu, með steinum og vikri sem hafði stungist fast inn í viðinn við sprenginguna.  Seinni myndin sýnir gíginn á hafsbotni, eins og hann lítur út í dag. Ég ætla því að fljúga fyrst yfir Kavachi neðansjáareldfjallið í þyrlu í dag, áður en við siglum inn.

Kopar og Gull á Bougainville eyju

Uppreisnarmenn BougainvilleÉg hef áður fjallað um kvikmyndina Avatar eftir James Cameron hér í þessu bloggi http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/998231/ Þetta er eiginlega dæmisaga um baráttu milli gráðugra vesturlandabúa og friðsælla frumbyggja. Í kvikmyndinni Avatar ræðst vel vopnað lið námugrafara inn í friðsælt og fagurt land, til að hefja námugröft. Græðgi, rányrkju og grófustu náttúruspjöllum er hér stillt upp andspænis innfæddum þjóðflokki, en þeir lifa í sátt og samlyndi við náttúruna.  Francis OnaMyndin er listaverk og er mjög áhrifamikið áróðurstól sem mun marka tímamót, að mínu áliti. Boðskapur hennar er hreinn og tær, einmitt nú þegar almenningur um allan heim er að vakna af vondum draumi varðandi spillingu á umhverfi okkar af gráðugum útrásavíkingum. Ég er nú á leið til eyjarinnar þaðan sem James Cameron fékk hugmyndina fyrir kvikmyndina Avatar, en það er eyjan Bougainville, sem er sú nyrsta af Sólomonseyjum. Rio Tinto Zinc hóf námurekstur hér árið 1972, og á örstuttum tíma var Panguna náman orðin ein af þemur stærstu koparnámum á Jörðu. Innan skamms voru opnu námupyttirnir orðnir 600 til 800 metrar á dýpt. Á sautján árum skilaði námugröfturinn 3 milljón tonnum af kopar, 306 tonnum af gulli og 784 tonnum af silfri. En náman gat einungis verið rekin með vernd vel vopnaðs herliðs málaliða, sem Rio Tinto fékk frá heimalandi sínu, Ástralíu. Innfæddum íbúum eyjarinnar Bougainville varð strax ljóst að námurekstrinum fylgdi stórfelld spilling á umhverfi og náttúru eyjarinnar, og að námufyrirtækið var að ræna þá miklum auðæfum án þess að stuðla á nokkurn hátt að þróun og velferð eyjarskeggja. Þeir stofnuðu því byltingarsamtök undir forystu Francis Ona, og hófu skæruhernað á hendur Rio Tinto. Panguna koparnámanÁrið 1989 tókst byltingarsinnum að loka námunni eftir mikinn hernað, með því að sprengja upp möstur og turna sem báru raflínur til námunnar. Talið er að meir en tíu þúsund innfæddra hafi fallið í þessum hernaði. Þar með dró Rio Tinto sig til baka frá Bougainville og náman hefur staðið auð og óvirk síðan. En á meðan hefur verð á kopar og gulli margfaldast á heimsmarkaðinum. Bougainville er því á leið með að verða eitt auðugasta landsvæði jarðar -- strax og þeir hefja námureksturinn aftur. Nú er Ona fallin frá vegna malaríuveiki og miklar líkur eru á að námurekstur hefjist nú aftur að nýju.

Leirhnúkurinn Garbuna

GarbunaEitt af eldfjöllum Papua Nýju Gíneu er Garbuna, sem er um 564 metrar á hæð. Síðast gaus það árið 2008 og þá kom upp dasít hraun. Efri hluti fjallsins er allt gegnumsoðið af jarðhita, og er því einskonar leirhnúkur. Víða streymir brennisteinsgas út úr berginu, og litar fjallið gult. Einnig vinnur brennisteinssýran á berginu og leysir það upp og breytir því í leir. Hér er eitt stærsta jarðhitasvæði Nýju Gíneu. Við lentum þyrlu á toppnum í dag til að kanna fjallið frekar, og þá var þessi mynd tekin.

Hverir á hafsbotni

Black smokerHér á 1700 metra dýpi á hafsbotni fyrir norðan Nýju Gíneu er mikill fjöldi hvera, sem dæla um 300oC dökkgráum og heitum vökva út í hafið.  Efni í heita vatninu þettast og falla út, og mynda spírur sem eru tugir metra á hæð, en aðeins um einn eða hálfur meter í þvermál. Í vökvanum er mikið magn af bakteríum eða örverum, og þrífast á þeim fjöldi snigla, krabba og einnig rækjur, eins og sést á myndinni.  Hnöttóttu hlutirnir eru kuðumngar, sem eru um 10 til 15 cm í þvermál.  Stórkostleg sjón, og einkum spennandi, þar sem spírurnar eru mjög ríkar af málmum, einkum kopar, blýi, gulli og silfri. Nú stendur til að hefja námurekstur hér á 1700 m dýpi.  Myndina tókum við í nótt, úr fjarstýrðum kafbáti.  Ævintýrið heldur áfram...

Eldfjöll í Nýju Gíneu

TavurvurFurðuleg og fremur einföld eru nöfn sumra eldfjallanna í Nýju Gíneu. Tökum þessi sem dæmi: Blupblup, Bagabag, Bam, Manam, Pago, Lolobau, Loluru og Karkar. Myndin fyrir ofan er af Tavurvur eldfjalli, sem er í jaðri öskjunnar Rabaul. Appelsínu guli liturinn í sjónum er vegna hveravirkni við ströndina. Hér var mikið gos síðast árið 1994.

Farinn til Papua Nýju Gíneu

Papua Nýja GíneaÉg er á förum til Papua Nýju Gíneu í dag. Þar eru um 60 virk eldfjöll og margt að skoða. Kortið til hliðar sýnir hina flóknu myndun jarðflekanna þar í landi. Hér eru virk amk. tvö sigbelti og tveir úthafshryggir, og jarðskorpan á hraðri hreyfingu, eða um 7 til 11 cm á ári. Það er vert að taka það fram, að síðast þegar ég lagði af stað í leiðangur til Nýju Gíneu, þá tók að gjósa í Grímsvötnum. Vonandi missi ég því ekki af Öskjugosi í þetta sinn. En eins og maðurinn sagði: “Alltaf má fá annað gos….” Þar sem ég er bundinn þagnarskyldu um þessa ferð þá get ég lítið sagt um hana, annað en það, að bækistöð mín verður skipið M/Y OCTOPUS.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband