Eyjar Salómons: Ferðasaga úr Suðurhöfum
16.4.2012 | 16:19
Flettu vindar ísnum af Öskjuvatni?
15.4.2012 | 22:05
Ég hef áður dregið í efa að það sé vísbending um yfirvofandi eldvirkni þótt Öskjuvatn sé nú íslaust. Sjá hér http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1232428/ Einn lesandi þessa bloggs gerði þá eftirfarandi og fremur niðrandi athugasemd við skrif mín:Vatn sem hefur lagt í vægu frosti í febrúar en er íslaust í nístingsgaddi í mars hefur greinilega hitnað nóg í millitíðinni til að losa sig við ísinn. Ekki þarf gráðu í eðlisfræði eða jarðfræði til að átta sig á slíku. Það sem ekki fæst svar við nema með nákvæmum mælingum er hversu heitt vatnið er.
Nú berast þær fregnir (sjá til dæmis fréttavef RUV 15. apríl 2012) að vísindamenn hafi kannað vatnið. Niðurstaða þeirra er sú að vatnið sé aðeins einnar gráðu heitt eða jafnkalt og vatnið er í aprílmánuði. Mín skoðun er sú, að ísleysið sé ekki sökum eldvirkni, heldur að sennilega hafi ís brotnað og færst til á vatninu vegna vinda. Ef við skoðum til dæmis myndina af Öskjuvatni sem fylgir hér með, sem er tekin 30. júní 2009, þá er greinilegt að stórar vakir eru yfirleitt opnar á svæðunum í suðvestur hluta vatnsins, þar sem heitar lindir eru við flæðarmál og á vatnsbotni. Í réttri vindátt, og ef stormur geisar, þá er vel hugsanlegt að ísinn brotni og hrannist upp við land. Ég held því að það sé líklegra að skýringuna á ísleysinu á Öskjuvatni sé frekar að finna í veðurfari en ekki í tengslum við breytingar í hitastreymi innan eldstöðvarinnar.

Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Kafað í Járnbotnasundi
13.4.2012 | 02:28


Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í Járnbotnasundi
12.4.2012 | 23:16


Hættuleg eldfjöll neðansjávar
12.4.2012 | 02:07


Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kopar og Gull á Bougainville eyju
10.4.2012 | 18:31



Leirhnúkurinn Garbuna
10.4.2012 | 08:52

Hverir á hafsbotni
10.4.2012 | 03:55

Eldfjöll í Nýju Gíneu
10.4.2012 | 01:52

Farinn til Papua Nýju Gíneu
6.4.2012 | 07:15
