Farinn til Papua Nýju Gíneu

Papua Nýja GíneaÉg er á förum til Papua Nýju Gíneu í dag. Þar eru um 60 virk eldfjöll og margt að skoða. Kortið til hliðar sýnir hina flóknu myndun jarðflekanna þar í landi. Hér eru virk amk. tvö sigbelti og tveir úthafshryggir, og jarðskorpan á hraðri hreyfingu, eða um 7 til 11 cm á ári. Það er vert að taka það fram, að síðast þegar ég lagði af stað í leiðangur til Nýju Gíneu, þá tók að gjósa í Grímsvötnum. Vonandi missi ég því ekki af Öskjugosi í þetta sinn. En eins og maðurinn sagði: “Alltaf má fá annað gos….” Þar sem ég er bundinn þagnarskyldu um þessa ferð þá get ég lítið sagt um hana, annað en það, að bækistöð mín verður skipið M/Y OCTOPUS.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér sem allra best,og vonandi fáum við hér heima á Fróni EKKI eldgos á meðan þú ert að skoða og fylgjast með öðrum Eldgosasvæðum út í heimi.

Númi (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 09:26

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góða ferð

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.4.2012 kl. 15:11

3 identicon

Mikið rosalega öfunda ég þig. Góða ferð og gangi þér vel.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 17:02

4 identicon

Heiti skipsins hljómar einsog James Bond muni koma við sögu í þessu leyniverkefni

Sveinn Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 21:21

5 identicon

Octopus er skip Pauls Allen sem var við Ísland annaðhvort sumarið 2010 eða 2011, besta mál ef hann er að kosta eldfjallarannsóknir í PNG, þeir eru ekki líklegir til að leggja mikið fé til þeirra mála sjálfir.

aha (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 00:38

6 identicon

Gaman að heyra, hljómar eins og spennandi verkefni.

Gangi þér vel.

Þorvarður Goði (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 06:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband