Hættuleg eldfjöll neðansjávar

Myojin-ShoVið erum nú á ferð umhverfis Kavachi neðansjávareldfjall í Salómonseyjum. Fyrir norðan er Kyrrahafið en fyrir sunnan okkur er Kórallahafið. Þegar við siglum í grennd við Kavachi kemur mér streax í hug neðansjávareldfjallið Myojin-Sho í hafinu fyrir sunnan Japan. Þar var eldgos á hafsbotni árið 1952 og öðru hvoru árið 1953. Allt virtist ver með ró og spekt hinn 24. september 1953, þegar japanska hafrannsóknaskipið Kaiyo Maru No. 5 sigldi inn á svæðið. Þeir sigldu yfir gíginn til að mæla dýpið. Allt í einu varð mikil sprenging, og skipið fórst með allri áhöfn. Um borð voru 31 manns, bæði áhöfnin og níu jarðvísindamenn sem voru að rannsaka eldstöðina.  Myojin-Sho kortMyndin sýnir eina af sprengingunum árið 1953, sem líkist mjög virkninni í Surtseyjargosinu 1963.  Þegar leitað var, þá fannst aðeins spýtnabrak úr skipinu, með steinum og vikri sem hafði stungist fast inn í viðinn við sprenginguna.  Seinni myndin sýnir gíginn á hafsbotni, eins og hann lítur út í dag. Ég ætla því að fljúga fyrst yfir Kavachi neðansjáareldfjallið í þyrlu í dag, áður en við siglum inn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Merkileg tilviljun...

-

Ég var að lesa mér til skemmtunar gamla spennubók Desmond Bagley- "Í næturvillu"

Þar er hann skrifa um svipað fyrirbrigði... Þ.e um neðansjávargos að vísu þó nokkuð frá því svæði þar sem þú ert líklega nú, eða við eyjuna Founua Fo'ou sem er einhversstaðar við daglínunna á milli Tonga- og Fijieyja...

Þar var aðal spennuvaldurinn í spennusögunni svokallað "Mínervu-rif..." Og er um leit manna að vinnanlegum jarðefnum af hafsbotni...

Segir í inngangsorðum bókarinnar eftirfarandi...

-

"Árið 1963 var þess getið í skýrslu HMNZFA - Tui að skipverjar hefðu orðið varir við gráan, harðan klett á 6 feta dýpi og hefði brotið á honum. Á grynningunum, 2 mílur í norður og 1 1/2 mílu í vestur frá klettinum, hefði meðaldýpið verið 36 fet. Að austanverðu snardýpkaði. Nálægt klettinum var sjórinn mjög gruggugur af brennisteinsmenguðu gasi sem gaus í loftbólum upp á yfirborðið. Á grynningunum sást botnin vel. Hann var þakinn smágerðum, svörtum hraunsalla, líkum eldfjallaösku, en á milli voru hvítir sandblettir og grjót. Allmikið var um búrhveli í námunda við þennan stað."

-

Ástæðan fyrir því að ég skrifa þér þessa athugasemd er sú að við lesturinn á blogginu þínu, fannst mér ég vera aftur kominn í bókalesturinn...

Þetta er líklega alveg eins svæði, eða svipað...!?!

Sævar Óli Helgason, 12.4.2012 kl. 20:06

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Athyglisvert. Það hafa margir höfundar notað neðansjávareldgos sem megin þráð í skáldsögum. Til dæmis Conrad, Hermann Melville, Patrick O´Brian í sögunni Deep Wine Sea ofl. Sjá kafla minn um eldgos og skáldskap í safnritinu Encyclopedia of Voclanoes.

Haraldur Sigurðsson, 12.4.2012 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband