Í Járnbotnasundi

JárnbotnasundÉg var rétt í þessu að sigla inn í flóa milli tveggja eyja í Salómonseyjum, sem ber hið sérkennilega nafn Járnbotnasund, eða Iron Bottom Sound. Sundið ber nafnið með rentu, því hér á botninum eru 111 ryðguð flök af ótrúlegum fjölda herskipa frá seinni heimsstyrjöldinni, alls um fimm hundruð þúsund tonn. Það var í ágúst 1942 að fyrsta orrustan varð milli stórveldanna, en alls voru það fimm orrustur, sem í heild stóðu yfir í aðeins 188 mínútur. Í viðbót eru hér á botninum 1450 herflugvélar, og lík yfir tuttugu þúsund hermanna. Japanir högðu byggt herstöð hér á eynni Guadalcanal, sem ameríkanar réðust á í ágúst 1942 og tóku.  HerskipsflakÞá komu japanir til baka með herflugvélar frá herstöð sinni í Rabaul, með enn meira herlið, en þá voru ameríkanar komnir með sextíu skip inn í sundið. Næst gerði stór japanskur herfloti árás í sundinu að nóttu til, og sökkti miklum fjölda skipa ameríska flotans.  Þá var her amerískulandgönguliðanna orðið algjörlega einangrað á eynni.  Enn sendu japanir sjóhertil að taka eynna, en amerískur sjóher er fyrir í sundinu og veitir miklamótstöðu í einni mestu sjórrustu okkar tíma.  Orrustunni lauk með sigri ameríkumanna.  Í dag er margt sem minnir okkur á þessar óskaplegu hamfarir.  Hér eru enn stór og ryðguð flök skipa áströndinni, allskonar fallbyssuvirki á landi og svo auðvitað allt járnadrasliðá  botni Járnbotnasunds.  Þetta var fyrsti sigur bandamanna á Japan og markaði ein mikilvægustu tímamótin í seinni heymsstyrjöldinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband