Kopar og Gull á Bougainville eyju

Uppreisnarmenn BougainvilleÉg hef áđur fjallađ um kvikmyndina Avatar eftir James Cameron hér í ţessu bloggi http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/998231/ Ţetta er eiginlega dćmisaga um baráttu milli gráđugra vesturlandabúa og friđsćlla frumbyggja. Í kvikmyndinni Avatar rćđst vel vopnađ liđ námugrafara inn í friđsćlt og fagurt land, til ađ hefja námugröft. Grćđgi, rányrkju og grófustu náttúruspjöllum er hér stillt upp andspćnis innfćddum ţjóđflokki, en ţeir lifa í sátt og samlyndi viđ náttúruna.  Francis OnaMyndin er listaverk og er mjög áhrifamikiđ áróđurstól sem mun marka tímamót, ađ mínu áliti. Bođskapur hennar er hreinn og tćr, einmitt nú ţegar almenningur um allan heim er ađ vakna af vondum draumi varđandi spillingu á umhverfi okkar af gráđugum útrásavíkingum. Ég er nú á leiđ til eyjarinnar ţađan sem James Cameron fékk hugmyndina fyrir kvikmyndina Avatar, en ţađ er eyjan Bougainville, sem er sú nyrsta af Sólomonseyjum. Rio Tinto Zinc hóf námurekstur hér áriđ 1972, og á örstuttum tíma var Panguna náman orđin ein af ţemur stćrstu koparnámum á Jörđu. Innan skamms voru opnu námupyttirnir orđnir 600 til 800 metrar á dýpt. Á sautján árum skilađi námugröfturinn 3 milljón tonnum af kopar, 306 tonnum af gulli og 784 tonnum af silfri. En náman gat einungis veriđ rekin međ vernd vel vopnađs herliđs málaliđa, sem Rio Tinto fékk frá heimalandi sínu, Ástralíu. Innfćddum íbúum eyjarinnar Bougainville varđ strax ljóst ađ námurekstrinum fylgdi stórfelld spilling á umhverfi og náttúru eyjarinnar, og ađ námufyrirtćkiđ var ađ rćna ţá miklum auđćfum án ţess ađ stuđla á nokkurn hátt ađ ţróun og velferđ eyjarskeggja. Ţeir stofnuđu ţví byltingarsamtök undir forystu Francis Ona, og hófu skćruhernađ á hendur Rio Tinto. Panguna koparnámanÁriđ 1989 tókst byltingarsinnum ađ loka námunni eftir mikinn hernađ, međ ţví ađ sprengja upp möstur og turna sem báru raflínur til námunnar. Taliđ er ađ meir en tíu ţúsund innfćddra hafi falliđ í ţessum hernađi. Ţar međ dró Rio Tinto sig til baka frá Bougainville og náman hefur stađiđ auđ og óvirk síđan. En á međan hefur verđ á kopar og gulli margfaldast á heimsmarkađinum. Bougainville er ţví á leiđ međ ađ verđa eitt auđugasta landsvćđi jarđar -- strax og ţeir hefja námureksturinn aftur. Nú er Ona fallin frá vegna malaríuveiki og miklar líkur eru á ađ námurekstur hefjist nú aftur ađ nýju.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband