Eyjar Salómons: Ferðasaga úr Suðurhöfum

KavachiLaugardaginn 21. apríl flyt ég erindi um ferð mína til Salómonseyja nýlega. Erindið verður flutt í Eldfjallasafni í Stykkishólmi og hefst kl. 14. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Upplagt fyrir fólk í höfuðborginni að skreppa vestur og njóta alls þess sem Stykkishólmur hefur uppá að bjóða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Hurru...!

Með fullri virðingu fyrir Hólmurunum...

Þá er þetta hálfgert svindl... Við plebbarnir þurfum að nurla saman svo við komumst þessa dagana í strætó... Hvað þá að andskotast útá land...

Er ekki nokkur áhugi fyrir því hjá þér að vera með svipaða dagskrá í einhverjum af þessum ótal sölum í öllum þessum háskólum, einhvern eftirmiðdaginn, sem eru hérna í höfuðborginni svo að maður sjái og heyri ferðasöguna...?

Ég hef allavega mikinn áhuga...

Sævar Óli Helgason, 16.4.2012 kl. 17:23

2 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Hurra

Ég ætla að notfæra mér að ég bý í Hólminum og mæta.

Sigurjón Jónsson, 17.4.2012 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband