Jarðskjálftar undir Snæfellsjökli kalla á skjálftamælanet

Ég hef fjallað áður hér um nauðsyn þess að setja upp jarðskjáftanet á Snæfellsnesi http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1198670/

Nú eru komin fram gögn sem sýna að það er skjálftavirkni í gangi undir Jöklinum og við vitum bókstaflega ekkert um hvað er að gerast hér í jarðskorpunni, hvorki undir Ljósufjöllum né undir Snæfellsjökli. Gögnin koma frá nokkrum jarðskjálftamælum sem Matteo  Lupi and Florian Fuchs frá Bonn háskóla í Þýskalandi settu upp í um tveggja mánaða bil á nesinu í fyrra sumar. Þá kom fram jarðskjálfavirkni bæði undir Ljósufjöllum og Jöklinum. Rauðu hringirnir á myndinni fyrir ofan sýna staðsetningu jarðskjálfta á þessum tíma.  Þeir eru dreifðir mest á um 9 til 13 km dýpi, og flestir beint undir jöklinum. Nú er ljóst að Veðurstofu Íslands ber skylda til að setja upp varanlegt net af jarðskjálftamælum á Snæfellsnesi, sem nær bæði yfir Ljósufjöll og Snæfellsjökul.  Það er rétt að benda á rétt einu sinni í viðbót, að Ljósufjöll hafa verið virk eldstöð eftir landnám (Rauðhálsahraun um 900), en Jökullinn hefur sennilega ekki gosið í um 1750 ár.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ég hef mikinn áhuga á því að koma upp jarðskjálftamælum á Snæfellsnesi. Því miður skortir mig fjármagn til þess í augnablikinu, og tíma. Þar sem ég stend einn í þessu mælanet sem ég hef verið að setja upp undanfarin ár. Í ár bætti ég við tveim mælum á Íslandi, öðrum á Eyrarbakka og hinum við Kötlu

Allir mínir mælar eru hýstir hjá fólki, þannig að hávaði á þeim getur orðið mikill. Engu að síður þá koma mikilvæg gögn frá þessum mælum til mín. Ég veit sem dæmi að það er lítil jarðskjálftavirkni í Húnaþingi Vestra, vegna þess að þegar jarðskjálftar koma fram þá mæli ég þá á jarðskjálftamælinum mínum á Hvammstanga. Það er á áætlun hjá mér að fjölga jarðskjálftamælum í Húnaþingi Vestra, og vonast ég til þess að bæta við einum mæli í viðbót þar á næsta ári. Þannig að þá verði ég kominn með tvo jarðskjálftamæla í fullri keyrslu þar.

Jarðskjálftamælavefsíðuna mína er hægt að finna hérna.

Hvað jarðskjálftavirknina í Snæfellsjökli. Þá finnst mér þetta áhugavert, og það sé augljóslega þörf á nánari skoðun hvað er að gerast í Snæfellsjökli. Þó svo að Snæfellsjökull hafi ekki gosið í rúmlega 1750 ár. Þá er ekki hægt að útiloka eldgos þarna í framtíðinni.

Veðurstofan nær að mæla jarðskjálfta þarna. Þó aðeins ef þeir eru stærri en ML2.0.

Jón Frímann Jónsson, 17.4.2012 kl. 16:33

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Það er merkilegt framtak sem Jón Frímann hefur gert í jarðskjálftafræðum á Íslandi.

Haraldur Sigurðsson, 17.4.2012 kl. 16:37

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæll Haraldur og Jón Frímann;

Var að velta fyrir mér vegna pistilsins hvað það kosti svona sirka að koma upp mælum á og við jökulinn, þetta er jú í raun heimasvæðið mitt sem liggur undir þarna. Ég er nefnilega alinn upp þarna á nesinu og hef það úr gögnum að það líða einhver árþúsund á milli gosa í jöklinum man ekki hve mörg ár...

Menn hafa líka verið að velta fyrir sér hvað það muni þýða ef jökullinn færi af stað, hvort það muni leiða til flóðbylgju sem leggði Faxaflóasvæðið í mikla hættu?

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 17.4.2012 kl. 18:59

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ólafur, Með öllu þá kostar svona 150.000 kr að koma upp eins mæli og ég hef verið að setja upp. Það fer þó alveg eftir því hversu dýran tölvubúnað þú ert með. Það er svona dýrasti hlutinn af þessu, ásamt öðrum rafeindabúnaði sem fylgir jarðskjálftamælinum.

Jón Frímann Jónsson, 17.4.2012 kl. 19:20

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Kanski það þurfi bara að fara í söfnun fyrir svona tækjabúnaði. Finst sem ekki veiti af að koma þessu upp á jöklinum og við hann.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 17.4.2012 kl. 21:38

6 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Annars Jón Frímann, hve mikið er að marka mælingarnar eins og til dæmis þennan við Kötlu sem þú ert með? Svo virðist sem myndin sé bara svört og ekkert nema órói...

Tek fram að ég prófaði ekki að "refresh-a" þegar ég skoðaði annars flotta yfirlitssíðu hjá þér.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 17.4.2012 kl. 21:42

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ólafur, Það er mikill vindur og hávaði á mínum mælum. Þetta fer eftir staðháttum. Hinsvegar þegar það verða jarðskjálftar. Þá koma þeir mjög vel fram á mínum mælum og án vandræða. Ég mun leysa þetta með peningamálin þegar þar að kemur. Þarf einnig að leysa vandamálið með tölvubúnað, en það gengur ekki nógu vel að keyra þetta allt saman á PC tölvum. Þarf að keyra frekar á embedded tölvum. Heldur en venjulegum tölvum.

Jón Frímann Jónsson, 18.4.2012 kl. 00:11

8 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Þess ber að gæta, að allt eru þetta fremur litlir skjálftar, um 1 að styrkeika. Af þeim sökum þarf mjög næma mæla, og nauðsynlegt að staðsetja þá þar sem brim, vindur og annar utanaðkomandi hávaði er í lágmarki. Ég er ekki viss um að mælar Jóns Frímann ráði við slíkar aðstæður.

Haraldur Sigurðsson, 18.4.2012 kl. 06:06

9 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Haraldur, Mælanir hjá mér ná jarðskjálftum niður í ML0.0 (og stundum niður í ML-1.5) við bestu aðstæður, sem eru auðvitað ekkert alltaf til staðar en oft engu að síður. Ég sé sem dæmi mjög litla jarðskjálfta á SISZ á Heklu mælinum mínum, og síðan næ ég að mæla litla jarðskjálfta í Kötlu sem dæmi þegar aðstæður eru góðar.

Þannig að þeir mælar sem ég er að nota mundu getað náð litlum jarðskjálftum á Snæfellsnesi ef að ég mundi getað komið þeim upp þar á einhverjum tímapunkti í framtíðinni.

Jón Frímann Jónsson, 18.4.2012 kl. 14:01

10 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Það er gott að heyra með þessa háu næmi á mælunum. Ef Veðurstofan sinnier ekki málinu, þá verður þitt framtak vel þegið hér á Nesinu.

Haraldur Sigurðsson, 18.4.2012 kl. 15:03

11 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Nú fer maður að fjárfesta í lottó miðum og heita á þig Jón Frímann  Allavega veitir ekki af því að koma upp mælum þarna á og við jökulinn

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 18.4.2012 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband