Sprungukerfiđ í móbergi Kerlingarfjalls

Hamrar KerlingarfjallsKerlingarfjall á Snćfellsnesi er móbergsfjall, sem er merkilegt fyrir margra hluta sakir. Ég hef áđur bloggađ um útilegumannshellin Grímshellir í austanverđu Kerlingarfjalli hér: http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1090938/  Einnig hef ég bloggađ um einstakar móbergskúlur, sem koma fyrir víđa í fjallinu, hér: http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/951989/ Fjalliđ er myndađ viđ eldgos undir jökli, sennilega á síđasta jökulskeiđi, og ţá um fimmtíu ţúsund ára ađ aldri.  Ţegar gengiđ er upp í fjalliđ frá gamla ţjóđveginum í Kerlingarskarđi er oftast fariđ upp gil, sem opnast í víđan og hringlaga dal, umgirtan lóđréttum hömrum ađ austan verđu. Viđ norđur enda hamranna er mjög ţröngt gil, ţar sem hćgt er ađ klifra upp til kerlingarinnar, sem gefur fjallinu nafn.  Einnig er besta svćđiđ til ađ skođa móbergskúlurnar fyrir ofan giliđ. Í gilinu eru nokkrir basalt gangar, og hefur giliđ skorist niđur međ göngunum. Hamrarnir í dalnum fyrir neđan giliđ eru mjög sérkennilegir, eins og myndin til hliđar sýnir. Hamarinn er nćrri eitt hundrađ metrar á hćđ og lóđréttur.  Sprungukerfi KerlingarfjallsŢađ sem vekur strax athygli er, ađ hamarinn er ţakinn ţéttu neti af sprungum í móberginu.  Nćrmyndin sýnir sprungunetiđ vel. Ţar kemur fram, ađ sprungurnar hafa tvćr höfuđstefnur: nćr lóđréttar og nálagt ţví láréttar.  Ţriđja sprungustefnan er ólósari, og ligur skáhallt niđur. Einnig er ljóst, ađ eftir sprungumyndunina hefur móbergiđ í sprungunum harđnađ meir en móbergiđ í kring.  Ţess vegna stendur sprungunetiđ út úr hamrinum, og er upphleypt.  Ţađ er ekki óvenjulegt ađ bergiđ harđni meir í og umhverfis sprungur. Ţađ sem er óvenjulegt hér er hvađ netiđ af sprungum er ţétt og einstaklega reglulegt.  Biliđ milli sprungna er ađeins nokkrir cm eđa tugir cm.  Ég hef hvergi séđ slíkt sprungunet í móbergi eđa öđru bergi og er ekki ljóst hvađ veldur myndun ţess. Ef til vill er ţađ tengt ţví, ađ hamarinn er rétt viđ ađalgíg Kerlingarfjalls og kann ađ vera, ađ sprengingar samfara gosum í gígnum hafi valdiđ sprungumynduninni. Allavega er hér einstakt og mjög óvenjulegt fyrirbćri sem ferđalangar ţurfa ađ taka eftir og skođa náiđ.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband