Ferđ á Eyjafjallajökul 16. maí 2010

 

Í öskuregniÍ gćr tók ég ţátt í leiđangri á Eyjafjallajökul međ Jarđvísindastofnun Háskóla Íslands,  í ţeim tilgangi ađ safna sýnum og mćla ţykkt á gjósku sem falliđ hefur á jökulinn vestan gígs.  Viđ ókum í ţremur jeppum frá Seljalandsfossi og upp Hamragarđaheiđi.  Síđan var ekiđ upp á jökulin og gekk ferđin nokkuđ vel. Ţegar viđ vorum komnir rétt austur fyrir Skerin, í um 1000 metra hćđ, var stanzađ til ađ taka sýni af öskunni sem ţekur jökulinn.  Rétt í ţann mund hófst kraftmikil hrina af sprengingum, sem myndađi stóra og dökkgráa öskubólstra hátt í loft. Um leiđ blossuđu eldingar í mekkinum og ţrumurnar skullu yfir okkur.  Eldingar og miklar rafmagnstruflanir eru eitt af einkennum sprengigosa, einkum ef vatn er í mekkinum. Ţá virkar gjóskan eins og skammhlaup milli jarđar og háloftsins, og  stöđurafmagn eđa static verđur mjög mikiđ vegna mismunandi rafpóla í öskukornum og gufu í mekkinum. Lesiđ frekar um eldingar í gosinu hér.  

Rafmagniđ var svo mikiđ ađ háriđ stóđ beint upp á höfđi okkar, og ef viđ réttum upp handleggi hátt upp,  ţá titrađi loftiđ á fingurgómunum.  Aska á framrúđunni Viđ nálguđumst gígbrúnina, međ hjálma á höfđi, en tókum ţá ákvörđun ađ fara ekki upp á Gođasein vegna hćttu af eldingum.  Askan féll stöđugt og var svo ţét ađ erfitt var ađ sjá út úr bílnum. Ég hafđi áđur komiđ á Gođastein undir allt öđrum kringumstćđum og glampandi sól, eins og ég bloggađi um hér.   Hávađinn var gífurlegur í ţrumunum, en ţess á milli var hljóđiđ sem gosiđ gaf frá sér eins og mjög mikiđ brim. Mökkurinn reis hátt beint yfir höfđum okkar, en hann fór í um 8 km hćđ ţann dag.  Viđ fćrđum okkur nćr, og stöđvuđumst rétt fyrir vestan Gođasein, sem er á brún stóra gígs Eyjafjallajökuls. Ţá erum viđ um 1 km frá gígnum sem er nú virkur. Ekki var ráđlegt ađ fara upp á Gođastein vegna eldingahćttu.  Hér vorum viđ komnir í stöđugt öskufall, og ringdi yfir okkur sandur og aska allt ađ 4 mm ađ stćrđ.  Liturinn á gjóskunni sem ţekur jökulinn nálćgt Gođasteini er nokkuđ ljósgrar, eiginlega khaki litur. Einnig er mikiđ af gjóskunni vikur, nokkuđ útblásinn.  BombugígurHér og ţar lágu 10 til 15 sm gjallstykki á yfirborđi, og skammt frá gígbrúninni eru stórir pyttir eđa holur eftir “bombur” sem hafa falliđ á jökulinn.  Í sprengingum kastast oft mjög stór flykki af hraunslettum í loft upp og ţćr geta veriđ á stćrđ viđ rúmdýnur eđa jafnvel bíla.  Bomburnar skella á jökulinn og mynda gíga í ísinn.  Einn gígurinn er um 5 m í ţvermál og rúmlega 2 m djúpur. Í botni hans var stór bomba sem er rúmlega 1 m í ţvermál og sennilega um 2.5 tonn.  Sprenging hefur varpađ henni hátt í loft og síđan féll hún til jarđar um 1 km fra gígnum.  Stór hluti hennar er nú kominn á Eldfjallasafn í Stykkishólmi, en afgangurinn er kominn í safn Jarđvísindastofnunar Háskóla Íslands.  Slíkar bombur eru mjög góđ sýni af kvikunni sem nú berst upp á yfirborđiđ, og munu gefa verđmćtar upplýsingar um gerđ kvikunnar og gasinnihald hennar eftir rannsóknir jarđefnafrćđinga og bergfrćđinga.  En slíkar rannsóknir taka ţví miđur nokkuđ langan tíma.  Viđ vildum ekki dvelja lengur á hćttusvćđinu en nauđsyn krefur, og héldum ţví frá gígnum. Bombugígur RAX Guđrún Sverrisdóttir jarđfrćđingur og félagar hennar gerđu síđan fjölda af mćlingum á ţykkt öskulagsins víđs vegar um vestanverđan jökulinn áđur en viđ héldum til byggđa.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliđi Einar Dađason

Ţetta er mjög skemmtilegur pistill. Ţú nćrđ ađ gera ţetta bćđi spennandi og frćđandi - myndirnar magna upp stemmninguna.

Sumarliđi Einar Dađason, 18.5.2010 kl. 07:24

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ţér finnst ţetta enn vera túristagos og vilt hleypa almenningi ađ svćđinu?

Mér persónulega finnst ţessi ferđ ykkar hin glćfralegasta og furđulegt ađ ţiđ hafiđ haldiđ áfram eftir ađ hamfarirnar byrjuđu. Mannslíf er kannski líitls virđi og vel fórnandi fyrir "vísindin"?

Torfi Kristján Stefánsson, 18.5.2010 kl. 09:04

3 Smámynd: Njörđur Helgason

Ţetta hefur veriđ afskaplega spennandi ferđ Haraldur. Inn í miđja axjónina. Get trúađ ađ loftiđ hafi veriđ rafmagnar ţarna uppi. Man ađ frćndur mínir sem mundu eftir Kötlugosinu 1918 sögđu mér frá hrćvareldum sem fylgdu öskufallinu ţegar ţađ varđ í Reynishverfinu.

Njörđur Helgason, 18.5.2010 kl. 09:15

4 Smámynd: Ragnheiđur

frábćr fćrsla, las mestan hluta hennar fyrir húsbóndann.

Ragnheiđur , 18.5.2010 kl. 14:36

5 identicon

Ótrúlegt og vonandi ekki of hćttulegt.  Skemmtilegar myndir í mogga í dag.  Kveđja, Elín Hirst. 

Elín Hirst (IP-tala skráđ) 18.5.2010 kl. 20:04

6 identicon

Mjög skemmtileg og frćđandi síđa. Myndin síđast í ţessari fćrslu fannst mér alveg frábćr, verđlaunamynd.

Kveđja Steina

Steina Aradóttir (IP-tala skráđ) 18.5.2010 kl. 20:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband