Með 60 Minutes á Eyjafjallajökli

60 MinutesEinn frægasti fréttaskýringaþáttur heims er þátturinn "60 Minutes" hjá CBS sjónvarpskeðjunni í Bandaríkjunum. Þeir eru þekktir aðallega fyrir vandaða vinnu, mikla gagnrýni og ítarlegar rannsóknir á fréttaefni því sem þeir fjalla um.  Það var mikil ánægja fyrir mig að starfa með þeim í nokkra daga á Íslandi og fræða þá um gosin tvö í Eyjafjallajökli, jarðfræði Íslands og uppruna eldfjalla yfir leitt. Enginn sjónvarpsþáttur sem fjallar um daglega viðburði og fréttnæmt efni er jafn hátt metinn og hefur eins mikla áhorfun eins og 60 Minutes, en um 15 miljón sjá þáttinn á viku hverri í Bandaríkjunum einum. Fréttaskýrandinn sem ég vann með á Eyjafjallajökli var Scott Pelley, en honum til aðstoðar var framleiðandinn Rebecca Peterson og íslenska sjónvarpskonan Elín Hirst.  Þær Rebecca og Elín unnu dag og nótt við undirbúning og að safna efni áður en upptakan hófst.  Tæknimenn sem unnu við upptökuna voru alls tíu manns og frábært lið í alla staði.   Starfslið 60 Minutes

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Frábært. Þú mátt telja þig heppin. Efa ekki að eitthvað gott muni koma út úr þessu og veitir ekki af.

Bloggið þitt er með þeim betri.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 1.5.2010 kl. 10:58

2 identicon

Til hamingju með þetta nafni, það verður gaman að sjá þáttinn þegar hann verður sýndur.

kveðja.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 12:16

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hlakka til að sjá þáttinn

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.5.2010 kl. 13:42

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þú stóðst þig vel í myndinni sem sýnd var á NatGeo á sunnudag.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 1.5.2010 kl. 14:56

5 identicon

60 mínútur hafa lengi verið minn uppáhaldssfréttaskýringaþáttur,gaman verður að sjá þetta,gangi þér allt í haginn.

Kristján Jón Blöndal (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 16:39

6 identicon

Það verður gaman að sjá þáttinn. þakkir fyrir fræðandi blogg. Til hamingju með safnið!!

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 16:47

7 identicon

Frábært framtak hjá ykkur, held að fréttir verði varla betri né vandaðri  en þetta. Umfjöllun þeirra á 60.mínútum verður okkur Íslendingum frekar til frekar til framdráttar heldur en hitt. Þetta er einnig minn uppáhaldsfréttaskýringaþáttur en verst að hafa hann á stöð2 sem ég er ekki áskrifandi að en vonandi missir maður samt ekki af þættinum.

Guðrún (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 20:39

8 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Gaman að fræðast um þetta eldgos og því tengdu hérna hjá þér.  Enda er þetta eldgos merkilegt að vissu leiti.  Svo gaman að fræðast um þetta samhliða sögu landsins.

Marinó Már Marinósson, 2.5.2010 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband