Fljúgandi Öskubakkinn og Galunggung Sprengigosiđ

Galungung 1982Askan sem berst frá Eyjafjallajökli til Evrópu minnir mig á atvik sem gerđist í Indónesíu hinn 24. júní áriđ 1982.  Ţetta atvik er eitt hiđ allra frćgasta í sögu flugsins, og markar tímamót í rannsóknum á dreifingu ösku í háloftum og áhrifum ösku á flugţotur.   Ţađ var flug Speedbird 9  í  ţotu af gerđinni Boeing 747 frá British Airways sem var á leiđ frá Kuala Lumpur í Malaísíu til Perth í Ástralíu.  Flugleiđin lá yfir vestur hluta eyjarinnar Jövu í Indónesíu, en um borđ voru 240 manns.  Um nóttina flaug vélin óvćnt  inn í öskuský frá sprengigosi í eldfjallinu Galunggung á Jövu, og var flugvélin ţá um 150 km fyrir sunnan  eldfjalliđ.  Myndin til hliđar sýnir Galunggung gosiđ 1982.   Ţađ drapst strax á öllum fjórum hreyflum ţotunnar.  Án vélarafls getur Boeing 747 vél svifiđ í hlutfallinu 15 á móti einum, ţađ er ađ segja ađ hún svífur áfram um 15 km fyrir hvern km sem hún hrapar, ef vel er haldiđ á spöđunum.  Áhöfnin reiknađi strax út ađ ţeir gćtu svifiđ í 23 mínútur og 169 km vegalengd frá ţeirri 11,5 km hćđ ţar sem hreyflarnir stöđvuđust af völdum ösku. Hreyfill međ öskugleri

Ţá ávarpađi flugstjórinn Eric Moody farţegana og sagđi ţessi frćgu orđ:  “Ladies and gentlemen, this is your captain speaking. We have a small problem. All four engines have stopped. We are doing our damnedest to get them under control. I trust you are not in too much distress.”

Eftir hreyflalaust 4 km hrap, niđur í  7,5 km hćđ, ţá tókst loks ađ starta einum hreyfli, rétt áđur en vélin  var á hrađferđ niđur í 3,5 km há fjöllin í vestur Jövu. Ţá tóku hinir hreyflarnir viđ sér hver af öđrum.  Moody tókst ađ lenda vélinni í Jakarta, höfuđborg Indónesíu, en hann varđ ađ standa viđ lendinguna til ađ sjá út um framrúđuna, ţví hún var illa sandblásin af öskunni. Viđ rannsókn kom í ljós ađ askan hafđi bráđnađ inni í hreyflunum og myndađ gler húđ, sem lokađi fyrir streymi eldsneytis til hreyflanna og drap á ţeim. Myndin til hliđar sýnir innri gerđ eins hreyfilsins, međ glerskáninni.  Síđar, ţegar ţotan var tekin úr umferđ, fengu allir farţegarnir minjagripi sem voru partar úr vélinni, og ţeir bera ţađ hreyknir um hálsinn, sem minjagrip eftir flugiđ í "Fljúgandi öskubakkanum", eins og vélin var kölluđ.  Eftir ţennan atburđ var mikil breyting á eftirliti međ gjósku frá sprengigosum til ađ koma í veg fyrir endurtekningu á slíkum atburđum.

Ég bloggađi um ţetta gos í Galunggung síđastliđinn janúar hér og einnig um ţetta merkilega flug. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráđ) 16.4.2010 kl. 23:43

2 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Kćrar ţakkir fyrir ábendinguna.

Haraldur Sigurđsson, 17.4.2010 kl. 03:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband