Gjóskuflóđ frá gosinu í Galunggung

GalunggungÁriđ 1986 var ég á ferđ á Jövu í Indónesíu. Viđ vorum ađ aka á ţjóđveginum nálćgt borginni Bandung ţegar ég rak augun í mann sem stóđ viđ vegkanntinn og hélt á lofti tveimur stórum málverkum. Ég sá strax ađ ţetta voru myndir af eldgosi, og snarbremsađi. Ţetta var Warhu, ungur listmálari, sem hafđi orđiđ vitni af eldgosinu í Galunggung fjalli á Jövu áriđ 1982 til 1984 og var nú ađ selja verk sín viđ veginn. Ţannig eignađist ég olíumálverkiđ sem er sýnt hér fyrir ofan og í Eldfjallasafni í Stykkishólmi. Galunggung er eitt af mörgum eldfjöllum á eynni Jövu, en ţađ er 2168 metrar á hćđ. Sprengigosiđ ţeytti gjósku upp í meir en 16,5 kílómetra hćđ, en mesta hćttan var frá glóandi heitum gjóskuflóđum sem streymdu frá eldfjallinu á hundrađ kílómetra hrađa. Ađ minnsta kosti 68 manns fórust í gosinu, flestir af völdum gjóskuflóđa. Listamađurinn Warhu var heppinn ađ verđa ekki eitt af fórnarlómbunum, en ţađ er greinilegt af málverkinu ađ hann var mjög nćrri ţegar gjóskuflóđin streymdu fram. Í forgrunni á myndinni er allt yfirborđ ţakiđ ljósbrúnni ösku frá fyrra gjóskuflóđi, og svartir glóandi tréstubbar standa uppúr. Nćsta gjóskuflóđ streymir fram á miklum hrađa, sennilega nokkur hundruđ metrar á ţykkt, og logandi heitt. Gjóskuflóđ frá World Trade CenterMálverkiđ er frábćrt, en ţađ eru ekki til margar góđar ljósmyndir af gjóskuflóđi, en einhver sú besta er frá alveg sambćrilegu fyrirbćri, ţegar turnarnir tveir á World Trade Center í New York hrundu í september 2001. Myndin sem fylgir hér međ sýnir skýiđ af rýki, ösku, byggingarefni og öđru sem streymdi hratt međ jörđu eftir götum borgarinnar ţegar turnarnir féllu. Krafturinn sem keyrir gjóskuflóđin er fyrst og femst ţyngdarlögmáliđ, og hitinn. Askan frá sprengigosinu í Galunggung 1982 til 1984 barst hátt í lofti til suđurs yfir Indlandshaf og barst alla leiđ til Ástralíu. Askan í háloftum skapađi óvćnt mikla hćttu fyrir flugsamgöngur. Áriđ 1982 var Boeing 747 vél frá British Airways á leiđ til Ástralíu og flaug í grennd viđ Jakarta í Indónesíu ađ nóttu til, međ 240 farţega um borđ. Ţetta flug, BA009, er nú eitt hiđ frćgasta í sögu flugsins. Í um 150 kílómetra fjarlćgđ frá Galunggung drepst á öllum fjórum ţotuhreyflum vélarinnar, og hún er máttvana í 16 mínútur, en fellur eđa hrapar á ţeim tíma frá 11,5 kílómetra hćđ niđur í 4 kílómetra. Vélin hafđi flogiđ beint inn í öskudreifina frá Galunggung í háloftum. Á međan vélin var kraftlaus og hrapandi, ţá ávarpađi flugstórinn Eric Moody farţegana á ţessa leiđ: "Ladies and gentlemen, this is your captain speaking. We have a small problem. All four engines have stopped. We are doing our damnedest to get it under control. I trust you are not in too much distress."Askan hafđi fariđ inn í hreyflana, og lokađ loftinntökum, ţar sem askan bráđnađi viđ hán hita og myndađi gler skán sem slökkti á ţotuhreyflunum. Skömmu síđar tókst flugmönnum loks ađ starta ţotuhreyflunum aftur. En ţađ var ekki allt búiđ ennţá.gluggi sanblásinn  Nú vill flugstjórinn nauđlenda í Jakarta og undirbýr ţađ. En ţegar vélin nálgast flugvöllin kemur í ljós ađ ekkert sést út um gluggana í flugklefanum. Askan hefur sandblásiđ gleriđ svo ađ ţađ er algjörlega matt, eins og glugginn hér til hliđar sýnir. Samt tekst Moody ađ lenda vélinni og allt fór vel. Mánuđi síđar lenti ţota frá Singapore Airlines einnig inní öskudreifina frá Galunggung gosinu, og missti ţrjá af fjórum ţotuhreyflunum. Ţeim tókst loks ađ starta einum ţeirra í 2,4 kílómetra hćđ og nauđlenda. Ţessir atburđir urđu til ţess ađ nú er skipulegt eftirlit međ öskudreif í háloftum og flugstjórar hafa ađgang ađ miklum upplýsingum um hćttur af völdum sprengigosa.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband