Skerin Vísa Veginn

Birgir V Óskarsson SkerinÍ gćr lentum viđ međ ţyrlu á Skerjum í Eyjafjallajökli, skammt fyrir vestan hinn gjósandi toppgíg  eldkeilunnar. Ţađ var stórfengleglegt ađ sjá gosmökkinn brjótast upp úr gígnum í návígi.  Lendingarstađurinn er sýndur međ litlum rauđum hring á kortinu til hliđar.  Stóri hringurinn sýnir virka gíginn. Skerin eru merkileg jarđmyndun.  Áriđ  2009 varđi jarđfrćđingurinn Birgir Vilhelm Óskarsson MSc ritgerđ viđ Háskóla Islands um goshrygginn Skerin í vestur hluta Eyjafjallajökuls.  Ţađ má margt lćra af ritgerđ hans sem snertir eldvirknina í eldkeilunni í dag, en ritgerđina er hćgt ađ nálgast hér. 

 Ţađ er til dćmis fróđlegt ađ bera saman efnagreiningar Birgis á gosefnum sem komu upp í Skerjum kringum 920 e.Kr. og efnagreiningum Níels Óskarsonar á öskunni sem nú gýs uppúr toppgíg Eyjafjallajökuls. Myndin til hliđar sýnir efnagreiningar Birgis, og ég hef sett inn rauđan hring ţar sem nýja gjóskan fellur á plottiđ.   Kvika úr eldfjalli getur veriđ breytileg en innan vissra marka. Ţannig er viss dreifing á efnasamsetningunni, en dreifingin fylgir oftast svipađri stefnu gos eftir gos. Skerin og gjóskan 2010 Kvikan sem nú gýs er náskyld ţeirri sem myndađi Skerin kringum 920, og fellur á  sömu  stefnu eđa ferli í  línuritinu.  Ţađ bendir til ađ nýja kvikan kann ađ koma úr sömu kvikuţró og var virk áriđ 920 eđa alla vega af sama uppruna. 

Heldur var kuldalegt á Skerjum í gćr. Norđan vindur, mikiđ frost og glerhált.  Gráar andesít og dasít klappir standa uppúr ísnum hér.  Annars er jökullinn alveg tandur hreinn hér vestan gígsins,  en ađeins austar byrjar brún rönd öskufallsins rétt viđ gígbrúnina. Aska hefur ekki enn borist til vesturs. Fyrir utan öskudreifina eru samt nokkrar djúpar holur í ísinn. Ţar hafa “bombur” eđa stórir og glóandi heitir steinar  kastast út úr gígnum og lent á jökulinn. Hér brćđa ţeir sig strax niđur í ísinn og mynda holur.   Nú virđast gígarnir hafa sameinast í einn stóran gíg, og var nćr stöđugt streymi af svörtum eđa dökkgráum gjóskubólstrum  uppúr honum, sem risu strax upp í um 400  m hćđ. Ţá blandast gjóskan andrúmslofti og gufu, og breytist ţá litur bólstranna í ýmis brún litaafbrigđi, en ţessir bólstar rísa síđan upp í allt ađ 3 til 4 km hćđ áđur en ţeir berast til suđurs međ norđanáttinni og demba ösku sinni niđur yfir sveitina og út á sjó.  Ég ţakka Reyni Péturssyni ţyrluflugmanni fyrir frábćrt flug.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Flott samantekt hjá ţér Haraldur og ég verđ nú ađ viđurkenna ađ ég er sáttari viđ ađ ţađ sé nú komiđ á hreint ađ ţetta er trachy-andesít af en ekki andesít eđa íslandít af ţóleiítisku bergröđinni. Og hafđu ţakkir fyrir ađ benda okkur á ritgerđ Birgis V. Óskarssonar.

Ţađ verđur gaman ađ lesa samantektir ţínar af gosinu áfram á međan ţađ stendur og vonandi einnig ţegar ţví loks lýkur. Ţú kemst greinilega í meira návígi viđ ţetta en viđ hin sem kjósum ađ halda okkur í hćfi legri fjarlćgđ...

Góđar kveđjur,

Ómar Bjarki Smárason, 18.4.2010 kl. 11:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband