Færsluflokkur: Jarðskjálftar
Fornskjálftafræði og Dauðahafsmisgengið
1.8.2011 | 06:49
Er Santorini að rumska?
20.7.2011 | 07:14
Eldstöðin Santórini í austur hluta Miðjarðarhafsins er ein sú stærsta sem um getur. Á Bronzöld varð hér stærsta eldgos Evrópu, þegar um 60 rúmkílómetrar af kviku komu upp á yfirborðið í mjög stóru sprengigosi. Ég hef bloggað um það hér: http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/957294/ Ekki hefur gosið á Santorini síðan árið 1950, en þá rann hraun á eynni Nea Kameni, sem er önnur eyjan sem er að fylla neðansjávar öskju eldfjallsins. Jaðrskjálftar hafa verið tíðir á svæðinu, en allir fyrir utan öskjuna og því ekki tengdir Santorini. Í dag bárust mér fyrstu fregnir af nýjum óróa undir Santórini, og er þetta fyrsti órói hér í marga áratugi. Fylgst hefur verið með Santorini í nokkur ár með GPS mælitækjum. Niðurstöður sýna, að breyting hefur orðið á lögun fjallsins nú fyrstu sex mánuði ársins 2011, eins og fyrsta mynd sýnir. Askjan hefur breikkað um 5 cm það sem af er árinu 2011. Allar GPS stöðvar hafa færst út frá miðju eldfjallsins og brúnir öskjunnar hafa risið um 5 cm. Það eru vísindamenn við Þessaloniki og Patras háskóla í Grikklandi sem gera þessar mælingar, ásamt hóp áhugamanna sem rekur stofnunina Institute for the Study and Monitoring of the Santorini Volcano (ISMOSAV). Önnur mynd sýnir dreifingu jarðskjálfta undir öskjunni þeta árið. Þeir mynda þyrpingu af sjálftum undir miðju eldfjallinu, þar sem við teljum að gígurinn sem gaus á Bronzöldhafi verið staðsettur. Santorini er einn vinsælasti ferðamannastaður Grikklands og landið hefur miklar tekjur af þeim straum af erlendum gjaldeyri. Enginn hefur enn spáð eldgosi, en nú er líklegt að yfirvöld fari að athuga hvort ekki sé rétt að setja hættuástand á eldeyjarnar tvær, sem eru í miðri öskjunni. Ég tel sennilegast að gos verði á eynni Nea Kameni, svipað og gosið árið 1950, en þá var lítill gjallgígur virkur, og þáðan rann lítið hraun.
Hvað klikkaði í Japan?
3.4.2011 | 19:49
Jarðskjálftar | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Náttúruhamfarir í ríkum og fátækum löndum
3.4.2011 | 13:57
Bera jarðvísindamenn ábyrgð?
29.3.2011 | 17:56
Jarðskjálftar | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Verður næsti stóri skjálftinn í Ameríku?
27.3.2011 | 20:02
Áhrif skjálftans á efnahag í Japan
14.3.2011 | 12:50
Hvenær kemur stóri eftirskjálftinn?
13.3.2011 | 14:16
Jarðskjálftar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Koma stórir skjálftar í hrinum?
12.3.2011 | 22:02
Jarðskjálftar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fjórir flekar á hreyfingu
12.3.2011 | 17:23
Ég hef áður minnst á, að orsök jarðskjálftans mikla í Japan er sig Kyrrahafsflekans undir Japan. En ég varaði mig á að geta ekki hvaða fleka hann sígur undir. Það eru hvorki meira né minna en fjórir flekar á svæðinu umhverfis og undir Japan, svo málið er flókið. Myndin til hliðar sýnir flekamótin, milli Kyrrahafsflekans að austan, Asíuflekans (Eurasian plate) fyrir vestan, Filipseyjaflekans í suðri og svo er flís af Norður Ameríkuflekanum í norðri. Flekarnir rekast á, skríða undir hvorn annan og þvælast fyrir hovr öðrum eins og ísjakar á stóru fljóti í leysingum. En það var einmitt sig Kyrrahafsflekans undir Norður Ameríkuflekann, sem orsakaði jarðskjálftann. Vel á minnst: þeir sem búa á vestur hluta Íslands eru einnig á Norður Ameríkuflekanum. Litli púnkturinn á myndinni merkir upptök skjálftans. Stóri hringurinn súynir spennusvið í jarðskorpunni, tengt skjálftanum. Það sýnir sig niður til aust-norðausturs.Eins og að ofan getur, þá er meðalhraði Kyrrahafsflekans 8 til 9 sm á ári. Það er mikilvægt að taka það fram, að þetta er aðeins meðalhraðinn, mældur yfir þúsundir ára. Hins vegar getur flekinn staðið í stað lengi, en tkið svo stóran kipp. Óstaðfestar fréttir herma, að Japan hafi færst til um 2,4 metra, og að möndull jarðar hafi einnig færst til um 25 sentimetra í jölfar skjálftans.
Jarðskjálftar | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)