Færsluflokkur: Jarðskjálftar

Fornskjálftafræði og Dauðahafsmisgengið

DauðahafsmisgengiðJarðskjálftafræðin byggir fyrst og fremst á upplýsingum sem koma frá jarðskjálftamælum.  Fyrsti nákvæmi jarðskjálftamælirinn var smíðaður af John Milne (1850–1913), sem starfaði lengi í Japan.  Nákvæmar upplýsingar um stærð og staðsetningu jarðskjálfta eru því aðeins til fyrir tuttugustu öldina og það sem af er af tuttugustu og fyrstu öldinni.  Reynslan sýnir, að rúmlega ein öld er allt of stuttur tími til að gefa góða mynd af stærð og dreifingu jarðskjálfta á jörðu.  Jarðvísindamenn hafa því leitað í jarðsöguna til að fá frekari upplýsingar um jarðskjálftavirkni fyrr á tímum, áður en jarðskjálftamælingar hófust.  Það er nefnilega hægt að fá upplýsingar um hvernig jörðin hefur hristst og brotnað áður fyrr, með því að rannsaka gömul jarðlög.  Fornskjálftafræðin (paleoseismology) safnar gögnum um eldri jarðskjálfta með því, að rannsaka ummerki þeirra í setmyndunum og öðrum jarðlögum. Fornminjaskjálftafræðin (archeoseismology) byggir á vísbendingum um forna skjálfta sem fást með því að kanna fornar byggingar og mannvirki.  Við getum tekið Dauðahafssvæðið sem gott dæmi um rannsóknir tengdar báðum greinum þessara nýju aðferða í jarðskjálftafræðum.  Myndin til hliðar er frá Google Earth og sýnir Ísrael og hluta Egyptalands. Litla hafið lengst til vinstri er Galíleuvatn.  Dökka vatnið fyrir miðju er Dauðahafið, en langi og mjói fjörðurinn til hægri er Akabarflói.  Hann skerst inn í landið frá Rauðahafinu. Dauðahafsmisgengið í Vadem Jacob kastalavegg Stóri skaginn sem er fyrir sunnan flóann er Sínaískagi.  Það er augljóst að mikið misgengi í jarðskorpunni tengir Galíleuvatn, Dauðahafið og Akabarflóa, en þetta misgengi er nefnt Dauðahafsmisgengið og er um 600 km á lengd.  Það myndar mörkin milli Arabíuflekans fyrir austan og Sínaíflekans fyrir vestan.  Þetta er vinstra sniðgengi, sem þýðir að jarðskorpan fyrir austan (Arabíuflekinn) færist til vinstri.  Alls hefur Sínaíflekinn færst um 110 km til suðurs á síðustu tuttugu milljón árum.  Nú er hreyfingin um 4 mm á ári að meðaltali, en hreyfikrafturinn er tengdur því að Rauðahafið er að gliðna í sundur.  Árið 1178 byggðu krossfarar frá ríki Franka kastalann Vadum Iacob (Jakobsvað) nétt norðan við Galíleuvatn, þar sem besta vaðið var á ánni Jódan.  Þessir riddarar komu úr Frankaríki því, sem Karlamagnús stofnaði forðum. Þeim var auðvitað ekki ljóst að Dauðahafsmisgengið liggur beint undir miðju kastalans við norður strönd Galíleuvans.  Ekki voru yfirráð krossfaranna lengi hér, því Saladdín konungur múslima tók kastalann ári síðar í mikilli orrustu.  Nú er þetta svæði nefnt Ateret af ísraelum.  Komið hefur í ljós, að misgengið hefur klofið veggi kastalans og fært þá í sundur um 2,1 meter, eins og myndin sýnir.  Undirstöður kastalans eru miklu eldri, eða frá Hellenistiska tímanum, um 400 f.Kr. Þar er hreyfing á misgenginu miklu meiri. Þessar rannsóknir sýna, að árið 1202 varð jarðskjálfti hér, sem var meir en 7 á Richter skalanum, og af sökum hans færðust múrarnir til um 1,6 m beggja vegna við Dauðahafsmisgengið

Er Santorini að rumska?

GPS SantoriniEldstöðin Santórini í austur hluta Miðjarðarhafsins er ein sú stærsta sem um getur. Á Bronzöld varð hér stærsta eldgos Evrópu, þegar um 60 rúmkílómetrar af kviku komu upp á yfirborðið í mjög stóru sprengigosi. Ég hef bloggað um það hér: http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/957294/   Ekki hefur gosið á Santorini síðan árið 1950, en þá rann hraun á eynni Nea Kameni, sem er önnur eyjan sem er að fylla neðansjávar öskju eldfjallsins. Jaðrskjálftar hafa verið tíðir á svæðinu, en allir fyrir utan öskjuna og því ekki tengdir Santorini.  Í dag bárust mér fyrstu fregnir af nýjum óróa undir Santórini, og er þetta fyrsti órói hér í marga áratugi.  Fylgst hefur verið með Santorini í nokkur ár með GPS mælitækjum. Niðurstöður sýna, að breyting hefur orðið á lögun fjallsins nú fyrstu sex mánuði ársins 2011, eins og fyrsta mynd sýnir.   Jarðskjálftar undir SantoriniAskjan hefur breikkað um 5 cm það sem af er árinu 2011.  Allar GPS stöðvar hafa færst út frá miðju eldfjallsins og brúnir öskjunnar hafa risið um 5 cm.  Það eru vísindamenn við Þessaloniki og Patras háskóla í Grikklandi sem gera þessar mælingar, ásamt hóp áhugamanna sem rekur stofnunina Institute for the Study and Monitoring of the Santorini Volcano (ISMOSAV). Önnur mynd sýnir dreifingu jarðskjálfta undir öskjunni þeta árið. Þeir mynda þyrpingu af sjálftum undir miðju eldfjallinu, þar sem við teljum að gígurinn sem gaus á Bronzöldhafi verið staðsettur.  Santorini er einn vinsælasti ferðamannastaður Grikklands og landið hefur miklar tekjur af þeim straum af erlendum gjaldeyri. Enginn hefur enn spáð eldgosi, en nú er líklegt að yfirvöld fari að athuga hvort ekki sé rétt að setja hættuástand á eldeyjarnar tvær, sem eru í miðri öskjunni. Ég tel sennilegast að gos verði á eynni Nea Kameni, svipað og gosið árið 1950, en þá var lítill gjallgígur virkur, og þáðan rann lítið hraun. 

 


Hvað klikkaði í Japan?

SpáRaunveruleikiÞað var rétt eftir klukkan 2:46 eftir hádegi að síminn hjá prófessor Kensuke Watanabe í borginni Sendai sendi út neyðarkall. Hann skipaði öllum nemundunum í bekknum að skríða undir borð. Skömmu síðar lögðu þau á flótta út úr byggingunni.  Japan hefur fullkomnasta jarðskjálftakerfi á jörðu, sem kostar um einn milljarð dollara, og er með meir en eitt þúsund jarðskjálftastöðvar.  Upptök skjálftans voru klukkan 2:46:45 en neyðarkallið fór út klukkan 2:46:48.  Það eru tvær tegundir af bylgjum sem myndast í jarðskjálfta. P bylgjan fer hraðar, en S bylgjan fylgir á eftir og veldur mestum usla. S bylgjan fer á um 4 km hraða á sekúndu í gegnum jarðskorpuna.  Nemendur Watanabe höfðu því þar til klukkan 2:47:17 eða 32 sekúndur til að koma sér á öruggari stað.  S bylgjan náði til Tókíó eftir um 90 sekúndur.  Samt sem áður verður að telja að kerfið hafi ekki virkað í Japan í þetta sinn. Í fyrsta lagi var flóðbylgjan miklu hærri en nokkur hafði gert ráð fyrir og flóðgarðar voru að mestu gagnlausir.  Í öðru lagi höfðu jarðskjálftafræðingar áætlað aðeins 30 til 40% hættu á að sigbeltið undan austur strönd norður Japan myndi rifna næstu tíu árin, og 60 til 70% næstu tuttugu árin.  Þetta voru  helstu niðurstöður á jarðskjálftahættukorti sem var gefið út í marz 2009.  Myndin til hliðar sýnir tvö kort af norður hluta Japan. Kortið til vinstri er spá um hreyfingu jarðskorpunnar vegna jarðskjálfta í sigbeltinu.  Hreyfing eða hristingur er að sjálfsögðu mest í grennd við upptökin en minnkar hratt með fjarlægð.  Hreyfingarskalinn er sýndur lengst til hægri, frá 1 til 7.  Kortið til hægri er hreyfingin sem var mæld í kjölfar skjálftans 11. marz.  Hér er notaður sami skalinn og sömu litir til að sýna hreyfinguna. Það er greinilegt að spáin var röng og hreyfing miklu víðtækari og meiri.  En stærstu mistökin voru tengd flóðbylgjuhættunni.  Stærsti varnargarður heims var vígður þvert fyrir Kamaishi flóa árið 2009, eftir framkvæmdir í þrjátíu ár sem kostað hafa um 1,4 milljarðar dollara.  Garðurinn er 20 metrar á þykkt,  nær frá hafsbotni á 63 metra dýpi og stendur 8 metra upp úr sjó.  Almenningur og sérfræðingar  héldu að garðurinn væri svo stór að hann mundi örugglega verja byggðina.  Hann reyndist gagnlaus þegar meir en 20 metra há flóðbylgjan skall á. Þegar Fukushima kjarnorkuverið var reist árið 1965 var gert ráð fyrir að flóðbylgjuhættan væri minni en 6 metrar. Niðurstöður eru þær, að enginn hafði gert ráð fyrir versta tilfelli.  Nú verðum við því miður að endurskoða allar spár um náttúruhamfarir á jörðu og taka sík verstu tilfelli inn í reikninginn.

Náttúruhamfarir í ríkum og fátækum löndum

1.CostsÞað eru tveir heimar hér á jörðu. Í öðrum þeirra er mikil tækni ríkjandi og næg orka fyrir hendi. Í hinum heiminum, sem er miklu fjölmennari, skortir þessi gæði að mestu.  Náttúruhamfarir hafa gjörólík áhrif á þessa tvo heima.  Nú er talið að skaði vegna jarðskjálftans í Japan sé allt að $300 milljarðar, og að 28 þúsund hafi farist í þessu auðuga landi.  Jarðskjálftinn sem átti upptök sín í Indónesíu árið 2004 orsakaði tjón í fátækum löndum umhverfis allt Indlandshaf  (Indónesia, Sri Lanka, Indía, Taíland, Maldiveyjar) sem nemur $14 milljörðum og meir en 226 þúsund fórust. Það er merkilegt að munurinn á manntjóni og skaða er tífaldur á milli þessara landsvæða, en áhrifin víxlast.  Fyrsta myndin er línurit yfir tjón af völdum náttúruhamfa í milljörðum dollara. Tölurnar lengst til hægri sýna hundraðshlutfall tjónsins sem prósent af þjóðarframleiðslu.  T2.Dauði$akið eftir að jarðskjálftinn árið 2004 kemst ekki á blað!  Löndin sem uðru fyrir áhrifum skjálftans voru einfaldlega of fátæk til að komast á blað.  Sama er að segja um skjálftann í Haíti.  Mynd númer tvö sýnir hlutfallið milli manntjóns á lóðrétta ásnum og efnahaglegs tjóns á lárétta ásnum, í milljörðum dollara.  Skjálftinn í Japan í marz er stóri krossinn, en hann er rétt við hliðina á skjálftanum sem reið yfir San Francisco árið 1906 (24 þúsund fórust, og tjón um $500 milljarðar).   Mikið af því tjóni var vegna eldsvoða í borginni.  Munurinn milli dauðsfalla í ríkum og fátækum löndum er beinlínis tengdur húsagerð.  Hús í Japan eru vönduð og  stóðu sig vel,  en í Haíti hrundu hreysin og fókið grófst í rústunum. 

Bera jarðvísindamenn ábyrgð?

l´AquilaÉg vann lengi við rannsókn á virku eldfjalli í þriðja heiminum.  Íbúar í þorpum umhverfis fjallið kölluðu mig eldfjallsdoktorinn.  Ég var maðurinn sem hafði menntun, tæki og útbúnað til að fylgjast með fjallinu.  Þeir spurðu mig oft á förnum vegi:  „Er ekki allt í lagi með fjallið okkar? Ég svaraði alltaf: „Jú, allt í lagi núna.”  Nema einn daginn, þá glopraði ég þessu því miður út úr mér: „ Já, það er allt í lagi meðan ég er hérna.”    Nokkrum dögum síðar þurfti ég að skreppa frá og var rétt að stíga upp í litla flugvél, sem lenti á túni við eitt þorpið.   Allt í einu vorum við umkringdir stórum hóp, sem spurði:  „Af hverju ert þú að fara burt? Er fjallið að fara að gjósa?”  Ég hafði brotið af mér siðferðilega gagnvart fólki sem treysti mér.   Hvaða ábyrgð hvílir á vísindamönnum, sem kunna að hafa upplýsingar varðandi vá eða hættu sem getur stafað af náttúruhamförum? Yfirleitt höfum við litið á þetta mál sem siðferðilega ábyrgð hingað til, en nú kann málið að snúast í þá átt í framtíðinni að jarðvísindamenn beri lagalega ábyrgð.  InSar LAquila bigTökum dæmið um jarðskjálftann í grennd við miðaldaborgina L´Aquila á Ítalíu,  rétt fyrir norðaustan Rómarborg.  L´Aquila jarðskjálftinn 6. apríl 2009 var af stærðinni 6,3.  Hann var á aðeins 9,5 km dýpi og að minnsta kosti 308 manns fórust, og borgin var lögð í rúst, eins og fyrsta myndin sýnir. Myndin til hliðar er gerð með radar, og er tekin úr gervihnetti nokkrum dögum eftir skjálftann.  Hún sýnir hvernig jörðin í grennd við L´Aquila hreyfðist í sambandi við skjálftann.  Stóri græni kassinn sýnir upptökin.  Ítalskur vísindamaður, Giampaolo Giuliani,  gaf út tilkynningu mánuði áður að hætta væri á stórum jarðskjálfta á þessu svæði í Ítalíu.  Myndin til hliðar er af Giuliani, með rústirnar af borginni á bakvið.  Hann byggði spá sína á radon gas mælingum.  Fyrri reynsla sýnir, að radon gas streymir í auknu magni upp úr jörðinni rétt fyrir jarðskjálfta.  Myndin sem er neðst er línurit fyrir radon gas í grennd við Japönsku borgina Kobe. Þar varð stór skjálfti árið 1995, um 7,0 að stærð.  Það er ljóst að radon gasið gat í þessu tilfelli gefið aðvörun um yfirvofandi skjálfta.  Giampaolo Giuliani and th 001Mælingar Giulianis á Ítalíu sýndu að vaxandi magn af radon gasi streymdi upp úr jarðskorpunni í grennd við L´Aquila dagana áður en skjálftinn skall á.   Hann lét vini og nágranna vita af yfirvofandi hættu, en yfirmenn hans og stjórnendur jarðskjálftarannsókna á Ítalíu höfðu sett bann á það að hann gæfi út formlega yfirlýsingu um yfirvofandi skjálfta, af ótta við að algjört öngþveiti yrði á svæðinu. Sex dögum fyrir skjálftann héldu sjö vísindamenn opinberan fund um ástandið,  en gáfu ekki út viðvörun, þrátt fyrir upplýsingar Giulianis. Tveimur mánuðum síðar sakaði ítalskur dómstóll þessa sjö jarðskjálftafræðinga um manndráp, fyrir það að hafa ekki sent út viðvörun um yfirvofandi hættu.  Aðeins viku fyrir skjálftann höfðu þessir vísindamenn gert allt til að róa fólk á svæðinu og telja því trú um að halda sig heima í borginni L´Aquila.  KobeFélagar sjömenninganna um allan heim söfnuðu þá 5165 undirskriftum þeim til stuðnings (þar á meðal á lista eru tuttugu íslenskir jarðvísindamenn), og staðfesta í bréfi sem sent var til forseta Ítalíu að það sé enn engin vísindaleg aðferð til að gefa út spá um yfirvofandi jarðskjálftahættu.   Réttarhöldum var frestað þar til hinn 28. febrúar 2011, en ég hef ekki frétt frekar af gangi málsins, né hvað hefur orðið um hetju fóksins: Giancampo Giuliani.

Verður næsti stóri skjálftinn í Ameríku?

1700skjálftinnFlestir einbína á  suður Kaliforníu sem mesta hættusvæðið í sambandi við jarðskjálfta í Ameríku, en sennilega er rétt að líta töluvert norðar.  Árið 1700, hinn 26. janúar um kl. 9 að kvöldi rifnaði eitt þúsund km löng sprunga í jarðskorpuna í sigbeltinu undir vestur hluta Norður Ameríku og jarðskjálfti af stærðargráðunni  9 skók alla Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og Kanada.  Það var Juan de Fuca flekinn sem var að síga undir Norður Ameríku flekann.  Flekahreyfingin í þessu sigbelti er nokkuð erfið, því Jan de Fuca flekinn er ungur, heitur, tiltölulega eðlisléttur, og sígur því treglega undir Norður Ameríku með meðalhraða um 3 sm á ári. Af þeim sökum er halli á sigbeltinu lítill, eða um 20 gráður frá láréttu, og mikil spenna hleðst upp í skorpunni milli stórra skjálfta. Myndin fyrir ofan sýnir þversnið af sigbeltinu, þar sem skjálftinn mikli gerðist.  Þá skrapp flekinn um 20 metra niður í möttul jarðar.   Flóðbylgjan gjöreyddi þorp innfæddra á Vancouver eyju, og flóðbylgjan náði alla leið til Japan, hinu megin Kyrrahafsins.  Það eru heimildir frá Japan sem gera okkur kleift að tímasetja þennan mikla skjálfta.  Þar í landi var þetta fyrirbæri kallað “munaðarlausa flóðbylgjan“ þar sem hún birtist án þess að nokkur jarðskjálfti gengi yfir á undan, eins og títt er. Seinni myndin er líkan af dreifingu flóðbylgjunnar yfir Kyrrahaf árið 1700.  Tsunami1700Nú telja margir skjálftafræðingar að síkur skjálfti geti gerst í þessu sigbelti á um 500 ára fresti, eða jafnvel oftar, og rifnar þá skorpan frá norður hluta Kaliforníu og allt norður til vestur strandar Kanada.  Nú eftir stóra skjálftann í Japan hafa íbúar Oregon og Washington fylkja vaknað við illan draum,  og áttað sig á því að strandlengja þeirra gæti ef til vill verið  næsta hamfarasvæðið.  Hingað til hefur áherzlan  verið mest á jarðskjálftahættuna í Los Angeles og suður Kaliforníu, en nú kann það að breytast.  Sigbelti sem ekki hafa rifnað lengi, og legið í dvala í nokkur hundruð ár,  eru mjög líklegir vígvellir stóru skjálftanna í framtíðinni.  Cascade sigbeltið og vestur strönd Oregon, Washington og Bresku Columbíu eru því í víglínu. 

Áhrif skjálftans á efnahag í Japan

nikkeiÞegar kauphöllin opnaði í Japan í gær, þá hrundi markaðurinn um 6,2 prósent, eins og línuritið fyrir feril Nikkei sýnir.  Áhrif jarðskjálftans á efnahag eru mikil. Hundruðir af verksmiðjum eru lokaðar, víða er rafmagnslaust, og sumir hagfræðingar spá mikilli kreppu.  Toyota og Nissan hafa hætt framleiðslu í tuttugu bílaverum sínum, og Hona hefur lokað tveimur af þremur verum sínum. Sony hefur lokað átta verksmiðjum.  Í einni þeirra sluppu þúsund manns naumlega, þegar þeir flúðu upp á efri hæð til að komast undan flóðbylgjunni.  En ekki eru allir á því að jarðskjálftinn valdi miklu né langvarandi efnahagslegu áfalli.  Árið 1995 varð 6,8 skjálfti undir borginni Kobe, og 6400 létust.  Kobe var sjötta stærsta höfn í heimi og fyrsta mánuðinn eftir skjálftann árið 1995 féll framleiðsla Japana um 2,6 prósent, en reis svo strax næsta mánuð á eftir 2,2 prósent og hélt áfram að vaxa 3,4 prósent fyrir árið.  Efnahagsleg áhrif Kobe skjálftans voru nær strax þurrkuð út.  Kobe var miklu mikilvægari fyrir efnahag Japan en svæðið sem varð fyrir áhrifum jarðskjálftans og flóðbylgjunar síðastliðinn föstudag.    Ef við berum þetta saman við áhrif jarðskjálftans í janúar 2010 í Haítí, þá kemur allt önnur mynd í ljós.  Haíti er fátækasta þjóðin á vesturhveli jarðar.  Skjálftinn var 7,0 eða miklu veikari en skjálftinn í Japan. Samt fórust 250 þúsund manns, þrjú hundruð þúsund voru særðir, ein og hálf milljón heimilislaus, og höfuðborgin er enn í rústum.  Þessi fátæka þjóð réði alls ekki við slíkt áfall. Hins vegar er Japan ein ríkasta þjóð jarðar, og hefur lengi verið að undirbúa íbúa sína og byggingar fyrir stóran skjálfta og miklar hamfarir.   Japanir ráða alveg við þetta, og á þessu svæði munu rísa vandaðri borgir, þar sem enn meira öryggi gætir gagnvart jarðskjálftum og flóðbylgjum þeirra. 

Hvenær kemur stóri eftirskjálftinn?

eftirskjálftarJarðskjálftafræðingar álíta að eftirskjálfti sé yfirleitt um einni stærðargráðu minni en stóri skjálftinn.  Samkvæmt því ætti eftirskjálftinn í Japan að vera allt að 7,9 og gæti komið hvenær sem er á árinu.  Það hafa þegar komið margir litlir skjálftar í kjölfar þess stóra, og 35 þeirra eru 5,0 eða stærri, og fjórtán þeirra stærri en 6,0.   Kortið sem fylgir til hliðar sýnir dreifingu eftirskjálfta, sem eru flestir undir hafinu austan við Japan.  Þetta er ótrúlegur fjöldi skjálfta á tveimur dögum, eins og sjá má. Upptök stóra skjálftans eru sýnd með stórum rauðum hring. Stóri skjálftinn í Síle árið 2010 var 8,8, og stóri eftirskjálftinn kom tæpu ári síðar nú síðastliðinn febrúar, en hann var 6,6.  Stór eftirskjálfti í Japan gæti myndað aðra flóðbylgju.  Eftirfarandi vefslóð gefur upplýsingar um eftirskjálfta um leið og þeir gerast.  http://mapserver.gis.ttu.edu/japanquake/

 

 


Koma stórir skjálftar í hrinum?

SkjálftarÞað er oft sem ég er spurður álits á því, hvort eldgos og jarðskjálftar komi í hrinum. Eru ekki miklu fleiri stórir skjálftar nú á jörðu en oftast áður? Ég hef hingað til svarað því neitandi, einfaldlega vegna þess, að það er ekkert í kenningum og hugmyndum okkar um skorpuhreyfingar og innri krafta jarðarinnar, sem gætu skýrt slíkar hrinur. Í staðinn fyrir að deila um hugsanlegar hrinur, þá vill ég að lesandinn skeri úr sjálf. Hér til hliðar er mynd sem sýnir alla stóra skjálfta (stærri en stærðargráðan 8) á jörðu frá því um 1900,  eða síðan mælingar hófust.  Dæmið þið nú sjálf.  Var eitthvað sérstakt að gerast í kringum 1960 til 1970, og svo aftur nú 2004 til 2011?  Þetta eru spennandi (og hættulegir) tímar sem við lifum á.

Fjórir flekar á hreyfingu

Fjórir flekarÉg hef áður minnst á, að orsök jarðskjálftans mikla í Japan er sig Kyrrahafsflekans undir Japan.  En ég varaði mig á að geta ekki hvaða fleka hann sígur undir.  Það eru hvorki meira né minna en fjórir flekar á svæðinu umhverfis og undir Japan, svo málið er flókið.  Myndin til hliðar sýnir flekamótin, milli Kyrrahafsflekans að austan, Asíuflekans (Eurasian plate) fyrir vestan, Filipseyjaflekans í suðri og svo er flís af Norður Ameríkuflekanum í norðri. Flekarnir rekast á, skríða undir hvorn annan og þvælast fyrir hovr öðrum eins og ísjakar á stóru fljóti í leysingum. En það var einmitt sig Kyrrahafsflekans undir Norður Ameríkuflekann, sem orsakaði jarðskjálftann.  Vel á minnst: þeir sem búa á vestur hluta Íslands eru einnig á Norður Ameríkuflekanum.  Litli púnkturinn á myndinni merkir upptök skjálftans. Stóri hringurinn súynir spennusvið í jarðskorpunni, tengt skjálftanum. Það sýnir sig niður til aust-norðausturs.Eins og að ofan getur, þá er meðalhraði Kyrrahafsflekans 8 til 9 sm á ári.  Það er mikilvægt að taka það fram, að þetta er aðeins meðalhraðinn, mældur yfir þúsundir ára. Hins vegar getur flekinn staðið í stað lengi, en tkið svo stóran kipp.  Óstaðfestar fréttir herma, að Japan hafi færst til um 2,4 metra, og að möndull jarðar hafi einnig færst til um 25 sentimetra í jölfar skjálftans.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband