Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2017

Þykkt Grænlandsjökuls

SPRIMökkurinn sem sést úr flugi yfir Grænlandsjökli skammt fyrir vestan Kulusuk (sjá tvö fyrri blogg hér), er lauslega staðsettur á svæði, þar sem jökullinn er á milli 1.5 til 2 km á þykkt. Rauða stjarnan sýnir staðsetningu flugmanna á Twin Otter vél. Kortið er frá Scott Polar Institute. Bláa jafnþykktarlínan sýnir 500 m þykkt. Svörtu þykktarlínur jökulhettunnar eru á 500 metra bili. Rauða línan markar jaðar jökulsins. Mesta þykkt íshellunnar er um 4 km yfir miðju landsins.


Staðfesting á jarðhita undir Grænlandsjökli

 20048998_10213197114750802_850401203_o

Ágúst Arnbjörnsson flugstjóri hjá Icelandair tók þessa ágætu mynd í gær yfir Grænlandi á leið frá Keflavík til Portland, í 34 þúsund feta hæð (10.4 km). Hún sýnir greinilega sama fyrirbærið og ég bloggaði um í gær í íshellu Grænlands, nokkru fyrir vestan Kulusuk. Það virðist vera sprunga í jöklinum og þrír gufumekkir rísa upp úr sprungunni, en mökkurinn berst með vindi í norðvestur átt. Því miður höfum við ekki enn nákvæma staðsetningu á þessu fyrirbæri, annað en að það sé í um 75 km fjarlægð frá Kulusuk. Það er athyglisvert að mökkurinn er greinilegur jafnvel úr meir en 10 km hæð.  Ég þakka Sigþóri Gunnarssyni flugstjóra fyrir upplýsingarnar.


Er jarðhiti undir Grænlandsjökli?

Vorið 2016 var óvenjulegt á Grænlandi vegna mikillar bráðnunar jökulsins. Í fyrri hluta apríl 2016 sýndu 12 prósent af yfirborði Grænlandsjökls meir en 1 mm bráðnun, samkvæmt dönsku veðurstofunni (DMI). Slíkt hefur aldrei gerst áður á þessum árstíma, en venjulega hefst bráðnun ekki fyrr en um miðjan maí.ngeo2689-f1

En það er fleira óvenjulegt í gangi með Grænlandsjökul, sem ef til vill er ekki beint tengt hlýnun jarðar, heldur jarðhita. Jöklafræðingurinn Jesse Johnson frá Montana birti vísindagrein í Nature í fyrra þar sem hann sýnir fram á að nær helmingur af norður og mið hluta Grænlandsjökuls situr á púða af krapi, sem auðveldar skrið jökulsins (fyrsta mynd). í kraplaginu eru rásir sem veita vatni til sjávar, milli jökulsins og bergsins sem er undir. Hann byggir kenningu sína á því að hraði hljóð- og skjálftabylgna sýnir að það er útilokað að jökullinn sé botnfrosinn. Til að skýra þetta fyrirbæri telur Johnson útilokað annað en að það sé jarðhita að finna undir jöklinum. Rannsóknir hans og félaga ná yfir norður og mið hluta Grænlands, eins og fyrsta myndin sýnir. Þeir setja fram þá tilgátu að bráðnunin í botni og jarðhitinn þar undir séu enn leifar af íslenska heita reitnum, sem fór undir Grænlandsskorpuna, frá vestri til austurs, fyrir um 80 til 40 milljón árum.IMG_2889

En nú koma aðrar og óvæntar upplýsingar frá athugun flugmanna yfir suður hluta Grænlandsjökuls, sem Björn Erlingsson og Hafliði Jónsson hafa sett fram. Í vor flugu bandarískir flugmenn með Twin Otter vél yfir Grænlandsjökul, á stefnu eins og kortið sýnir (þriðja mynd). Skammt fyrir vestan Kulusuk (um 75 km) sáu þeir mökk rísa upp úr sprungu í jöklinum og héldu í fyrstu að hér hefði flugvél hrapað niður. Staðsetingin er merkt með “plume” á kortinu. Ekki er enn staðfest hvort mökkurinn eða gufubólstrarnir á myndinni séu vegna jarðhita, en allar líkur eru á því. Ef svo er, þá breytir það miklu varðandi hugmyndir og kenningar okkar um jarðskorpuna undir Grænlandi. Jarðhiti kemur fram á nokkrum stöðum meðfram ströndum Grænlands, einkum í grennd við mynni Scoresby sunds á austur Grænlandi.Plumes - location


Dollarinn ríkir enn í Ekvador

GN! 2017Ríki Suður Ameríku hafa mörg verið að mjakast til hægri í stjórnmálum (t.d. Brazilía, Perú, Argentína), en undantekningin er litla ríkið (13 milljón) Ekvador, sem er að mestum hluta í Andesfjöllum.   Það eru yfirleitt góðar fréttir nú frá Ekvador, enda ríkir þar gott lýðræði. Mikið hefur dregið úr fátækt í landinu og framlag til menntunar er hæst í rómönsku Ameríku. Rafael Correa var kosinn forseti Ekvador árið 2007 og hefur verið við völd í tíu ár. Nú tekur við ný vinstristjórn, sennilega með svipaða stefnu, með Lenin Moreno í fararbroddi. En að sumu leyti voru hendur Correa bundnar þegar hann tók við völdum, vegna þess að landið tók upp amerískan dollar sem gjaldmiðil árið 2000 og lagði niður gömlu myntina sucre, sem hefur reynst þeim jafn illa og krónan íslendingum. Hann gat ekkert fiktað við gengið til að stýra efnahagsmálum, gengisfellingar voru útilokaðar og nokkuð óvenjulegt efnahagsástand tók því við, sem ríkir enn. Eitt af nýjum lögum landsins er að bankar verði að koma aftur heim til Ekvador með 80% af eignum sínum. Með þessu og öðrum aðgerðum tókst að ná miklu magni af dollurtum aftur heim, sem kom sér vel í kreppunni árin 2008 og 2009. Ekki bætti úr skák að olíuverð á heimsmarkaði féll mikið en Ekvador framleiðir mikið magn af olíu frá lindum undir Amazonskóginum. Það hjálpaði sjálfsagt til að Correa er með doktorsgráðu í hagfræði frá Harvard skóla.

Línuritið sýnir GNI (Gross National Income per person) eða þjóðartekjur á mann í dollurum. Rauða línan markar breytinguna frá sucre sem gjldmiðil, yfir á ameríska dollarann. Vaxandi velgengni undanfarinn sautján ár má að nokkru leyti þakka olíu, en ef til vill einnig stöðugri hagtjórn, sem hefur verið að nokkru leyti bundin í stakk af dollaranum.

Með því að taka upp dollarann missti Ekvdor að nokkru leyti stjórn á gjaldeyrismálum, -- það var til dæmis ekki lengur hægt að prenta peningaseðla til að örva hagvöxt eða til að standa undir opinberum verkefnum eða þá til að bjarga gjaldþrota bönkum úr vanda. Eina ríkið sem hafði reynt dollarinn á undan var Panama, en þar ríkir allt annað efnahagsástand. En olíuverð hefur stöðugt lækkað og efnahagur Ekvador er í nokkurri óvissu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig hinn nýi forseti tekur á málunum, án þess að geta fiktað neitt við gengi og gjaldeyri landsins.


Hafsbotn Íshafsins

arctic-ocean-seafloor-mapHafsbotninn rétt fyrir norðan okkur er merkilegt svæði, en góð landakort af honum hefur skort til þessa. Nú er búið að leysa úr því og ágætar upplýsingar eru fyrir hendi um hafsbotn Íshafsins, einnig undir ísþekjunni. Í framtíð munu siglingar færast í aukana á þessu svæði, þegar íshellan hopa enn frekar. Næst okkur og austast er Gakkel hryggurinn (Gakkel Ridge á kortinu), en hann er ungur úthafshryggur og því nátengdur Mið-Atlantshafshryggnum og gosbelti Íslands. Kolbeinseyjarhryggurinn tengir Gakkel við íslenska gosbeltið. Norðan við Gakkel og þvert yfir norðurpólinn liggur Lomonosov hryggurinn, eins og langur og mjór ormur sem tengir Grænland við Síberíu. Sennilega er Lomonosov hryggurinn þunn sneið af meginlandsskorpu, sem var skorin af meinlandsflekanum sem Svalbarð, Síbería og Rússland sitja á, þegar Gakkel hryggurinn varð fyrst virkur fyrir um 60 milljón árum. Handan við Lomonosov hrygginn er langur hryggur, sem heitir Alpha hryggur næst Grænlandi en síðan Mendeleev hryggur næst Síberíu. Þessi hryggur skiftir okkur Íslendinga miklu máli, því sennilega er hann slóðin, sem Íslenski heiti reiturinn hefur farið á leið sinni undan Síberíu, undir Ellesmere eyju, undir Baffin eyju og síðan undir þvert Grænland, frá vestri til austurs, þar til heiti reiturinn kom fram þar sem nú er Ísland.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband