Dollarinn ríkir enn í Ekvador

GN! 2017Ríki Suður Ameríku hafa mörg verið að mjakast til hægri í stjórnmálum (t.d. Brazilía, Perú, Argentína), en undantekningin er litla ríkið (13 milljón) Ekvador, sem er að mestum hluta í Andesfjöllum.   Það eru yfirleitt góðar fréttir nú frá Ekvador, enda ríkir þar gott lýðræði. Mikið hefur dregið úr fátækt í landinu og framlag til menntunar er hæst í rómönsku Ameríku. Rafael Correa var kosinn forseti Ekvador árið 2007 og hefur verið við völd í tíu ár. Nú tekur við ný vinstristjórn, sennilega með svipaða stefnu, með Lenin Moreno í fararbroddi. En að sumu leyti voru hendur Correa bundnar þegar hann tók við völdum, vegna þess að landið tók upp amerískan dollar sem gjaldmiðil árið 2000 og lagði niður gömlu myntina sucre, sem hefur reynst þeim jafn illa og krónan íslendingum. Hann gat ekkert fiktað við gengið til að stýra efnahagsmálum, gengisfellingar voru útilokaðar og nokkuð óvenjulegt efnahagsástand tók því við, sem ríkir enn. Eitt af nýjum lögum landsins er að bankar verði að koma aftur heim til Ekvador með 80% af eignum sínum. Með þessu og öðrum aðgerðum tókst að ná miklu magni af dollurtum aftur heim, sem kom sér vel í kreppunni árin 2008 og 2009. Ekki bætti úr skák að olíuverð á heimsmarkaði féll mikið en Ekvador framleiðir mikið magn af olíu frá lindum undir Amazonskóginum. Það hjálpaði sjálfsagt til að Correa er með doktorsgráðu í hagfræði frá Harvard skóla.

Línuritið sýnir GNI (Gross National Income per person) eða þjóðartekjur á mann í dollurum. Rauða línan markar breytinguna frá sucre sem gjldmiðil, yfir á ameríska dollarann. Vaxandi velgengni undanfarinn sautján ár má að nokkru leyti þakka olíu, en ef til vill einnig stöðugri hagtjórn, sem hefur verið að nokkru leyti bundin í stakk af dollaranum.

Með því að taka upp dollarann missti Ekvdor að nokkru leyti stjórn á gjaldeyrismálum, -- það var til dæmis ekki lengur hægt að prenta peningaseðla til að örva hagvöxt eða til að standa undir opinberum verkefnum eða þá til að bjarga gjaldþrota bönkum úr vanda. Eina ríkið sem hafði reynt dollarinn á undan var Panama, en þar ríkir allt annað efnahagsástand. En olíuverð hefur stöðugt lækkað og efnahagur Ekvador er í nokkurri óvissu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig hinn nýi forseti tekur á málunum, án þess að geta fiktað neitt við gengi og gjaldeyri landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"...og lagði niður gömlu myntina sucre, sem hefur reynst þeim jafn illa og krónan íslendingum"

Hverju reiddust goðin ......? var eitt sinn spurt af rökvísum manni. 

Hefur dollarinn sem sagt reynst þeim eins vel og pesóinn Dóminíkanska lýðveldinu?

Þar er mjör svipuð aukning þjóðarframleiðslu á sama tíma og þó heldur meiri. 

Varasamt er að draga of víðtækar ályktanir út frá takmörkuðum forsendum. 

http://data.worldbank.org/indicator/NY.GNP.PCAP.CD?locations=DO

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.7.2017 kl. 00:37

2 identicon

það skildi þó ekki vera góð efnahagstjórnun í landinu en ekki dollarin sem ræður velferð landsins enda virðist forsetinn vera góður hagfræðíngur. vonadi reinist sá nýi vera góður stjórnandi. það kemur ekki altaf gos eftir jarðskjálfta. eina sem dollarinn géfur ekvador er að spákaupmenn eru ekki að hríngla í gjaldmiðlinum. annað verða ekvadorar að sjá um sjálvir 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 9.7.2017 kl. 06:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband