Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
Erindi um Hveri á Hafsbotni
28.4.2012 | 16:02
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hraunkúlur
27.4.2012 | 07:56
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jarðhiti í Kerlingarskarði
26.4.2012 | 11:20
Samkvæmt mælingum Orkustofnunar liggur jarðhitasvæði í norðaustur átt, frá Snæfellsnesi og yfir Breiðafjörð, eins og myndin sýnir. Hér á kortinu er sýndur hitastigull jarðskorpunnar, þ.e.a.s. hversu hratt hitinn vex með dýpi, byggt á jarðborunum. Þannig er hitastigull á rauða svæðinu um og yfir 100 stig á hvern kílómeter í dýpinu. Þetta er lághitasvæði, en er þó vel vinnanlegt fyrir byggðarfélögin, eins og hitaveitan í Stykkishólmi sýnir vel. Á nokkrum stöðum sést hitinn á yfirborði, og einn af þeim er í Kerlingarskarði. Í mynni Ófærugils, á eystri bakka Köldukvíslar er jarðhitasvæði sem er um eitt hundrað metrar á lengd, og stefnir í norðaustur. Svæðið er rétt austan við gamla veginn um Kerlingarskarð, fast sunnan við Gæshólamýri. Hér eru nokkrar volgrur, þar sem vatn streymir upp og er hitinn í flestum um 13 til 18 stig, en sú heitasta er 21.9 stig. Umhverfis heitu augun er marglitt og skrautlegt slý, sem einkennir flest jarðhitasvæði, en einnig er töluvert um hverahrúður, sem er sennilega kísilhrúður að mestu leyti. Hafa myndast lágar bungur af hverahrúðri umhverfis volgrurnar. Þetta hverasvæði er sennilega í landi Hjarðarfells, en ekki er mér kunnugt um að hér hafi verið gerð ítarleg rannsókn né jarðboranir.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýtt erindi: Skjálftavirkni undir Snæfellsjökli
24.4.2012 | 07:39
Frægir jarðfræðingar í stjórnmálum
19.4.2012 | 17:59
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dýpi skjálfta undir Jöklinum
19.4.2012 | 06:34
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 06:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jarðskjálftar undir Snæfellsjökli kalla á skjálftamælanet
17.4.2012 | 13:37
Ég hef fjallað áður hér um nauðsyn þess að setja upp jarðskjáftanet á Snæfellsnesi http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1198670/
Nú eru komin fram gögn sem sýna að það er skjálftavirkni í gangi undir Jöklinum og við vitum bókstaflega ekkert um hvað er að gerast hér í jarðskorpunni, hvorki undir Ljósufjöllum né undir Snæfellsjökli. Gögnin koma frá nokkrum jarðskjálftamælum sem Matteo Lupi and Florian Fuchs frá Bonn háskóla í Þýskalandi settu upp í um tveggja mánaða bil á nesinu í fyrra sumar. Þá kom fram jarðskjálfavirkni bæði undir Ljósufjöllum og Jöklinum. Rauðu hringirnir á myndinni fyrir ofan sýna staðsetningu jarðskjálfta á þessum tíma. Þeir eru dreifðir mest á um 9 til 13 km dýpi, og flestir beint undir jöklinum. Nú er ljóst að Veðurstofu Íslands ber skylda til að setja upp varanlegt net af jarðskjálftamælum á Snæfellsnesi, sem nær bæði yfir Ljósufjöll og Snæfellsjökul. Það er rétt að benda á rétt einu sinni í viðbót, að Ljósufjöll hafa verið virk eldstöð eftir landnám (Rauðhálsahraun um 900), en Jökullinn hefur sennilega ekki gosið í um 1750 ár.
Vísindi og fræði | Breytt 20.4.2012 kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Eyjar Salómons: Ferðasaga úr Suðurhöfum
16.4.2012 | 16:19
Flettu vindar ísnum af Öskjuvatni?
15.4.2012 | 22:05
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Kafað í Járnbotnasundi
13.4.2012 | 02:28
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)