Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012
Skortur á Helíum Gasi
22.12.2012 | 11:57


Loftslagsbreytingar á öðrum hnöttum
19.12.2012 | 18:56



Staðhæfingar um að núvernadi hnattrræn hlýnun jarðar sé af náttúrlegum öflum eru því fjarstæða. Stærsta náttúrulega aflið er auðvitað sólin. Sumir (þeir eru reyndar örfáir) telja að hnattrænu breytingarnar séu vegna misumnandi geislunar sólarinnar. Auðvitað er sólin stærsta orkulind okkar. Hún gefur ylinn með sólskininu og einnig hefur sólin skapað þá jarðolíu og jarðgas, sem við brennum. Það eru aðeins jarðhitinn og kjarnorkan, sem eru óháð sólarorkunni. Við vitum vel að sólorkan er ekki stöðug, heldur sveiflast hún í bylgjum, eins og myndin til hliðar sýnir. Takið eftir að sólorkan er sýnd sem Wött á hvern fermeter. Þetta er orkan sem berst að ytra borði lofthjúps jarðar. Aðeins partur af þessu nær niður á yfirborð jarðar. Myndin sýnir einnig hvernig meðalhiti hefur breyst á jörðu á sama tíma. Síðan um 1980 hefur ekkert samhengi verið í sólargeislun og hitaferli á jörðu. Hnattræn hlýunun er ekki vegna breytinga í sólinni, heldur af okkar völdum. Sama er að segja um aðra geimgeisla. Þeim hefur ekki fjölgað á þeim tíma sem hlýnar hér á jörðu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC), sem nýlega lak út til vísindamanna, en er enn óbirt.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Frostlögur í Síldinni
18.12.2012 | 19:41


Súrefni í sjó og síldargöngur
17.12.2012 | 20:55
Það virðist vera nú nær árlegur atburður, að síld veður inn á grunnsævi á sunnanverðum Breiðafirði. Þessar göngur eru einkum áberandi í grend við Grundarfjörð og Kolgrafarfjörð, en einnig inn á Hofstaðavog. Nú liggur síldin dauð í hrönnum á fjörum Kolgrafarfjarðar. Hvað veldur þessari hegðun síldarinnar? Sumir telja að síldin leiti inn á grunna firði snemma vetrar til að komast í kaldari sjó, til vetursetu. Þá dregur úr fæðunámi síldarinnar og öll líkamsstarfsemi hennar hægir á sér. Hún legst í dvala. En hvers vegna er síldin að drepast? Það virðist nær örugglega vera vegna súrefnisskorts, eins og fiskifræðingar hafa bent á. Sjór sem er mettaður af súrefni inniheldur um 10 mg af súrefni í hverjum lítra (rauði hringurinn á fyrstu mynd). Í innilokuðum fjörðum eyðist súrefnið hratt vegna starfsemi lífríkisins og niðurbrots á fóðurleifum og saur. Endurnýjun súrefnis í fjörðum gerist vegna hafstrauma. Kolgrafarfjörður var þveraður af Vegagerðinni árið 2004 og síðan hefur dregið úr magni nýsjávar innan brúar. Endurnýjunartími fyrir sjó í innilokuðum fjörðum getur því verið langur, og á meðan hrapar súrefnisinnihald vatnsins. Þannig fór í Lóni í Kelduhverfi árið 2001 og síðar í Grundarfirði í janúar árið 2007. Þar lækkaði súrefnismagn í sjónum niður í 2 til 2,9 ml á líter og þorskur drapst og einnig síld. Önnur myndin sýnir að súrefnismagn í sjó í Grundarfirði í janúar árið 2007 var innan við 3 ml á líter á stóru svæði innarlega í firðinum (rauða svæðið). Þé er sjórinn innan við um 30% af mettun súrefnis.
Sum hafsvæði eru nær súrefnissnauð, og má þar telja til dæmis Eystrasalt, Mexíkóflóa og Svartahaf. Yfir mikinn hluta Eystrasalts er súrefni í botnsjó aðeins um eða undir 2 ml á líter. Fyrir neðan 2 til 3 ml á líter er krítiskt ástand sjávar og dauði blasir við fyrir flestar fisktegundir. Ásæðan er sú, að straumur af söltum sjó frá Norðursjó inn í Eystrasalt er mjög lítill. Önnur ástæða er að úrgangur og mengun frá um 80 milljón íbúum umhverfis Eystrasalt hefur borið inn efni, sem hafa gleypt upp nær allt súrefni hafsins. Allt fram til ársins 1950 var Eystrasalt við góða heilsu. En nú horfir illa og hugmyndir hafa komið fram um betrumbætur. Nú er til dæmis í athugun að nota eitt hundrað fljótandi vindmyllur til að dæla súrefni niður í djúpið til að lífga aftur Eystrasaltið. Takið eftir á fyrstu myndinni að súrefnisinnihald sjávar lækkar með hækkandi hitastigi hafsins. Þetta er mjög mikilvægur þáttur. Sumir vísindamenn hafa bent á, að með hækkandi hita vegna hnattrænnar hlýnunar og minnkandi súrefni í hafinu, þá muni stærð fiska minnka og afli okkar úr heimshöfunum dragast saman af þessum sökum um fjórðung næstu áratugina.