Frostlögur í Síldinni

 

Frostlögur síldarSumir lesendur mínir hafa deilt nokkuð hart á skoðun mína um síldardauðann í Kolgrafarfirði undanfarið. Ég stakk uppá því hér fyrir neðan að hann væri vegna súrefnisskorts í lokuðum firði. Aðrir virðast telja að síldin hafi frosið í hel. Ég er ekki sannfærður um það. Síld, eins og svo margir fiskar á norður slóðum, inniheldur frostlög í blóði sínu.  Ýmsar fisktegundir framleiða glycspeptíð og önnur prótín í blóðinu, sem virka sem frostlögur.  Fyrsta myndin sýnir áhrif þessa frostlagar á að lækka frostmark blóðs í síld. Rannsóknir í St. Lawrence flóa eftir E.M.P. Chadwick hafa sýnt fram á að blóð síldar sem er að fara í vetursetu frýs ekki fyrr en við mínus 1,2 til 1,4 stig.   James Raymond og fleiri hafa fengið svipaðar niðurstöður við rannsókn á síld við Alaska, þar sem frostmark blóðsins lækkaði einnig niður að mínus 1,4 gráðum.  Hitastig blóðsinsÖnnur myndin sýnir hvað frostlögurinn getur lækkað frostmark blóðsins mikið í síld. Svörtu merkin eru fyrir fullorðna, en krossmerkin eru fyrir unga síld.  Þar sem ég er nú staddur nokkuð langt frá Kolgrafarfirði, þá get ég ekki gert neinar beinar athuganir.  Samt sem áður vil ég halda á lofti þeirri skoðun minni, að síldin hafi drepist af súrefnisskorti, en ekki af kulda.  Hún ræður alveg við þetta lága hitastig, af því að frostögurinn er fyrir hendi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Ég get tekið heilshugar undir þessar kenningar þínar að dauði síldarinnar stafi af súrefnisskorti frekar en ofkælingu. Sjálfur gerði ég mína doktorsritgerð á genastjórnun frystiþolsgena í steinbít og tel mig þekkja ágætlega til þessara mála.

Margar tegundir fiska sem lifa við heimskautin innihalda peptíð í blóði sínu sem hindrar ískristallamyndun. Þetta gerir þeim kleift að lifa innanum íshröngl í sjó - en við slíkar aðstæður myndu tegundir sem hafa ekkert frystiþolsprótein hreinlega frjósa. Ískrystallarnir myndast samt í þessum fiskum í einhverju magni, þar sem sumar tegundir mynda mótefni gegn ískrystöllunum. Magnið af frystiþolsprótínum í serminu ákvarðast reyndar af fjölda genanna -  sem eykst eftir því sem norðar dregur.

Síldin ásamt mörgum öðrum tegundum er varin gegn frosti og má auk hennar nefna t.d. steinbít, lúðu og þorsk. Frystiþolið er þó mismunandi eftir tegundum, árstíðum og staðsetningu tegundarinnar eins og fyrr sagði.

Af framansögðu, hallast ég því frekar að súrefnisskorti frekar en ofkælingu.

Kv.

Stefán Einar Stefánsson

Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 21:46

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Veit ekkert um fiska annað en að þeir eru góður matur.  En hvernig lítur kafnaður fiskur út og hvernig lítur frosin fiskur út?  er hann með opin tákn og kjaft?  Þannig sást á mynd kafarans.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.12.2012 kl. 22:06

3 identicon

<!-- @page { margin: 0.79in } P { margin-bottom: 0.08in } -->

Áhugaverðar umræður hér, þótt svo að ég sé fremur á kulda tilgátunni um að síldin hafís drepist úr kulda. Af mynd sem birt var af hitastigi var hitastig mjög lágt í Breiðafirði og mun lægra en fyrir utan. Og þó svo síld hafi frostþols arfbera sem sjá um tjáningu frostþols próteina sem vernda síldina gegn því að frjósa. Þá er þol síldar hvað varðar lágt hitastig um frostmark eða rétt undir frostmarki, en hér skipti líka máli hvaða stofn um ræðir og hvernig þessi stofn hefur aðlagast að kulda. Þegar ég hér tala um aðlögun er ég ekki að tala um þróunar aðlögun heldur hversu langan tíma síldin hafði til þess að aðlagast að miklum kulda. Ef síld er í keri við 4 gráður og hitastig vatnsins lækkað smásaman yfir langan tíma mun síldin þola mikið meiri kulda en ef síld væri tekin úr sama byrjunar hitastigi sem fyrr og sett í lágan vatnshita. Við 4 gráður er síld fremur róleg og hæg í hreyfingum og kuldinn lækkar einnig mjög orkunotkun og súrefnis þörf. Það tekur tíma að mynda frostþols próteinin og kuldaþol eykst með tíma að eitthveru lámarks hitastigi. Síldin synti úr fremur heitum sjó í kaldan og hafði ekki tíma til að aðlagast. Því er líklegra að síldin hafi hreinlega drepist úr kulda.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 01:19

4 Smámynd: K.H.S.

Þessi fiskadauði var ekkert einskorðaður við síld. Þarna dó allur fiskur. Þetta var líkt og á Florída, þar sem svona aldaauði er ekki óalgengur og kallaður red tide.

http://jacksonville.com/tu-online/stories/092707/met_203187091.shtml

K.H.S., 19.12.2012 kl. 09:33

5 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Ég kom að þessari umræðu í upphafi. Þetta er þekkt fyrirbæri og er súrefnisskortur.

Á bágt með að ímynda mér að fiskurinn forði sér ekki áður en hann frýs til dauða hann nær ekki að forðast súrefnisdauða sem veður eins og í lokuðum rúmum í skipum og menn eiga jafnvel bágt með að varast.

Ólafur Örn Jónsson, 19.12.2012 kl. 12:23

6 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

fiskur sem er á okkar miðum hefur lifað af  HELJARFROST- núna er ekki frost- en það er mengun - frá einhverju ???

Erla Magna Alexandersdóttir, 19.12.2012 kl. 18:16

7 identicon

Sæl 

Fáein orð til frekari stuðnings kenningunni um að kuldakastið hafi ekki gert útslagið.

Fyrir sennilega rúmum þremur áratugum varð stórtjón í laxeldi í Hvalfirði, þegar það gerði mikið norðan bál sem varði í nokkur dægur. Ljóst var að laxinn í eldinu var við að drepast, þar sem sjávarhiti hafði lækkað niður fyrir 0°C og fiskurinn lá algjörlega hreyfingarlaus í eldinu. Eigendur laxeldisins brugðust við og reyndu að bjarga verðmætum sínum með að safna fisknum til slátrunar. Þá brá svo við að við minnstu utanaðkomandi snertingu snöggfraus laxinn í kvínum vegna ískrystallamyndunar og steindrapst.

Þetta er skiljanlegt í ljósi þess að þar sem laxinn hefur engum frystiþolspróteinum til að dreyfa, þá þolir hann engan veginn þegar sjávarhiti fellur niður fyrir 0°C. Þetta er ólíkt síldinni sem hefur frystiþolsprótein í blóðinu sér til bjargar.

Þverun fjarðarins hefur aftur á móti sennilega minnkað umskipti súrefnis og takmarkað þannig lífsmöguleika síldar þegar hún er þar í miklu magni - þrátt fyrir lágt hitastig.

Kveðja

Stefán Einar Stefánsson

Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband