Náði gossprungan frá Eldvörpum suður til sjávar á Miðöldum?

Þeir sem hafa áhuga á jarðfræði Reykjaness ættu endilega að lesa stuttan pistil ISOR um Reykjaneselda, sem var eldvirkni í gígaröðinni Eldvörpum í kringum 1210 til 1240 e.Kr. og fróðleik um basalt hraun sem þá rann til sjávar til suðurs af Reykjanesi.  https://en.isor.is/historical-submarine-eruptions-off-reykjanes/

Eldvarpahraun1

Hraunið er talið hafa runnið um 2.7 km leið neðan sjávar, og ef til vill náði  sjálf kvikusprungan eða gangurinn frá Eldvörpum alla leið til sjávar.  Glæsilegt jarðfræðikort fylgir greininni og einnig eru hér myndir af hafsbotninum rétt sunnan Reykjaness, sem minna okkur á þann fjársjóð af upplýsingum um jarðfræði sem ISOR býr yfir. Myndin sem hér fylgir sýnir hraunið á hafsbotninum frá Eldvörpum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband