Hvernig Grindavík færist til

Ég hef fjallað hér fyrir ofan um mikilvægi þess að hafa aðgang að GPS gögnum til að kanna flekahreyfingar sem nú ganga yfir.  Einfaldast er að fara inn á vefsíðuna  https://vafri.is/quake/  til þessa verks.

Það er ef til vill eðlilegt að maður snúi sér fyrst að GPS mælinum GRIC, sem er staðsettur rétt fyrir norðan Grindavík. Hann sýnir að skorpan undir mælinum færðist í fyrstu hægt til suðausturs um 5 cm frá 27. október til 7. nóvember, en rykkist þá til vest-norðvesturs um 30 cm og dettur niður um 120 cm.  Mælirinn virðist staðsettur niðri í miðjum sigdalnum sem liggur til suðvesturs í gegnum bæinn og til sjávar.  Þar sem Grindavíkurmælirinn er staðsettur niðri í miðri sprungunni, þá gefur hann takmarkaðar upplýsingar um um flekahreyfingar og stóru myndina.  Undir þessum mæli er allt berg brotið og sjálfsagt nokkur lítil flekabrot, sem nú mjakast til í ýmsar áttir.  GRIC mælirinn gefur okkur því ekki mikla innsýn inn í stóru flekahreyfingarnar sem nú geysa yfir, þar sem mælirinn er niðri í sprungunnigps vertical sjálfri. 

Þegar þetta er ritað virðist vera komin nokkur rólegheit í jarðskorpunni undir mælistöðini GRIC í Grindavík. Sigið hefur að mestu stöðvast, og einnig hefur rekið til vesturs stoppað. En stöðin heldur áfram að reka til suðurs um 2 cm á dag. Myndin sýnir lóðréttu hreyfinguna sem mælst hefur til þessa. 

Þetta er mín fyrsta færsla um niðurstöður GPS mælinga á Reykjanesi.  Ég mun fjalla um niðurstöður GPS mælinga annars staðar á Nesinu á næstu dögum og varpa ljósi á spennandi ferðir Ameríkuflekans samkvæmt GPS mælingum á norður og vestur hluta Reykjaness.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband