Ferðamönnum fjölgar enn

brottförHeyrst hafa raddir um, að ferðamönnum muni fækka á Íslandi á næstunni. Hér er tafla með merkilegar tölur frá Ferðamálastofu, sem sýna fjölgun þvert á móti. Í júní 2017 voru brottfarir ferðamanna frá Norður Ameríku 23% fleiri en í þeim mánuði árið áður. Yfir tímabilið janúar til júní voru brottfarir ferðamanna frá Norður Ameríku frá Íslandi 58% fleiri árið 2017 en árið áður. Það merkilega við þessar tölur eru breytingarnar fyrir ýmiss þjóðerni. Það eru ekki bara kanar, sem eru á ferðinni hér. Það er gífurleg aukning í fjölda ferðamanna frá Spáni, Rússlandi, Ítalíu og Kína. Ef til vill er aðeins að draga úr fjölguninni, enda væri það allt í lagi. Þetta er gott svona. Við ráðum ekki við meiri átroðning í þessu viðkvæma landi. Ísland er eins og mosinn: eitt skref útaf leið skilur eftir sig spor, sem tekur tugi ára að hverfa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband