Nú er von fyrir fílinn!

 fi_769_ll.jpgÁrið 1800 er taliðað 26 milljón fílar hafi verið á lífi á jörðu.  Í dag eru ekki einu sinni 50 þúsund fílar eftir á Indlandi og í Afríku eru um hálf milljón. Það er auðvitað fílabeinið, sem er að drepa fílinn, eða réttara sagt græðgi mannkyns að ná sér í fílabein til skrauts. Í Kína er langstærsti markaðurinn fyrir fílabein, en einnig í öðrum austurlöndum fjær. Í dag tilkynnti Kína að öll verzlun með fílabein verði ólögleg í lok ársins 2017. Þetta er algjör “game changer” fyrir verndun fílsins og getur bjargað honum frá algjörum útdauða. Bandaríkin hafa einnig bannað alla fílabeinsverzlun fyrr á þessu ári. Við getum glatt okkur á þessari skynsamlegu hegðun stórveldanna og vonandi fagnað því að fílnum fari að fjölga aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband