Hringstraumurinn umhverfis Suðurheimsskautsland

 

antarctic-ocean-circulation-model-800x600.pngEini sjávarstraumurinn sem fer í hring á jörðu er umhverfis Suðurheimsskautið. Hann snýst í austur og flytur sjó á milli Atlantshafs, Kyrrahafs of Indlandshafs og er stærsti hafstraumur jarðar. Hér er alltaf ríkjandi vestanátt, sem keyrir strauminn áfram í hring. Myndin sýnir hvernig straumurinn hagar sér umhverfis Suðurskautið, og sýnir einnig hraðann. Rauði straumurinn á myndinni fer hraðast, eða meir en eina mílu á klst. Blátt fer hægar. Þessi stærsti hafstraumur jarðar flytur mesta magn af sjó á plánetunni, eða 173 Sverdrup einingar af sjó, en eitt Sverdrup er ein milljón rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar flytur Amazonfljót um 0,17 Sv og Golfstraumurinn um 30 Sv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband