Ris í Bárðarbungu?

Síðan á hádegi hefur sigið snúsit við í Bárðarbungu og nú er ris. Eru þetta truflanir eða sveiflur í GPS mælinum, eða er hér breyting í hegðun Bárðarbungu?  Ef til vill krítiskur tími fram undan. Risið virðist vera meir en 1.5 metrar. Ekki er svo að sjá að nein breyting hafi orðið í skjálftavirkni. Ef til vill er þetta aðeins hreyfing í íshellunni, en ekki á botni öskjunnar. Ef til till eru ísflekar að haggast og vagga í öskjunni.

 

OK.  Skyringin er komin: Veðurstofan hækkaði loftnet GPS mælisins um 1,5 metra.  Ekkert að óttast. Engin breyting.Ris


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta gerist á frekar stuttum tíma, sýnist mér.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.11.2014 kl. 17:36

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

 Já, það hófst milli 13 og 14 í dag.

Haraldur Sigurðsson, 11.11.2014 kl. 17:50

3 identicon

Í dag var farið á Bárðarbungu, stöðin grafin upp og hækkuð um 1,5 m. Það sem sýnist snögg hækkun er því af manna völdum og sigið heldur áfram eins og verið hefur.

magnús tumi (IP-tala skráð) 11.11.2014 kl. 18:12

4 identicon

Hækkun á loftneti skv Veðurstofu Íslands.

Kristín (IP-tala skráð) 11.11.2014 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband