Hraun í garðinum á Hawaíi

PahoaÁ Hawaií eru þeir einnig að glíma við eldgos og hraun, en þar eru áhrif hraunsins  vel áþreifanleg.  Kilauea eldfjall, sem hefur verið í nær stöðugu gosi í 31 ár, síðan 1983.  Nú stefnir hraunið á bæinn Pahoa, með um 900 íbúa.  Hraunið er þegar búið að renna yfir grafreit Búddista, og er nú aðeins um 30 metra frá næstu íbúðarhúsum, eins og myndin sýnir.  Þetta er basalthraun af helluhraunsgerð, ólíkt apalhrauninu, sem nú rennur í Holuhrauni. Hraunið á Hawaíi mjakast áfram um tíu metra á klukkustund.  Yfirvöld hafa klætt rafmgnsstaura með steinsteypu til að verjast hrauninu og hvatt íbúa til að yfirgefa heimili sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband