Sviđsmynd af gosi undir jökli

gos undir vatniÉg tel líklegast ađ gosiđ í Holuhraun haldi áfram, ţar til ţrýstingsjafnvćgi er komiđ í kvikuţró Bárđarbungu og í kvikuganginum.  Ţá lýkur gosinu.  En ţađ er samt vert ađ velta fyrir sér annari sviđsmynd um framhaldiđ.  Sú sviđsmynd er ađ gos hefjist undir jökli,  á botni öskju Bárđarbungu, eins og margir virđast óttast.  Ţar er nú yfir íshella, sem er um 600 til 800 metrar á ţykkt.  Viđ skulum ţví setja upp ţá sviđsmynd, ađ kvika komi upp í botni öskjunnar á ţessu dýpi.  Ţađ er ţó ekkert nú í skjálftagögnunum sem bendir til ađ svo sé, til dćmis enginn aukinn órói.  Samspil kviku og vatns undir jökli er yfirleitt ţannig, ađ vatniđ breytist snögglega í gufu, sem ţenst út mörg hundruđ eđa ţúsund sinnum ađ rúmmáli.  Viđ ţessa skyndilegu ţenslu gufunnar, sem er sprengingu lík, ţá tćtist upp kvikan og aska (tephra á mynd) myndast.  Sífelldar gufusprengingar af ţessu tagi halda áfram á međan kvikan og vatniđ eru í snertingu. En ţessi lýsing hér fyrir ofan á viđ um samspil kviku og jökuls á litlu dýpi, eđa undir lágum ţrýstingi.  

bólstrabergsgosŢegar kvika, sem er um 1175 oC heit  mćtir jökulís á dýpinu 600 til 800 metrar, eins og til dćmis á botni öskju Bárđarbungu, ţá mćtti einnig halda, ađ gufusprenging verđi.  En svo er ekki, ţví ţrýstingurinn er mjög hár.  Fyrsta myndin sýnir hvernig hlutfalliđ milli vatnsgufu og vatns breytist međ ţrýstingi eđa dýpi viđ suđumark. Hlutfall vatns og gufu fylgir gulu kúrvunni.    Gula kúrvan sýnir okkur ađ á um 600 til 800 metra dýpi  er gufan ađeins tíu til tuttugu sinnum meiri ađ rúmmáli en vatniđ.  Gufan ţenst ađ vísu út á ţví dýpi, en rúmmálsaukningin er of lítil til ađ valda gufusprengingum.  Kvikan heldur ţví áfram ađ flćđa út í vatniđ og storknar. Ţá myndast sú bergtegund, sem viđ köllum bólstraberg (pillow lava á mynd).   Kvikan storknar í kúlulaga bólstra, sem eru um einn meter í ţvermál, oft aflangir eins og bjúgu. Utan um bólstrana er glerskán, vegna snöggrar kćlingar kviku í snertingu viđ kalt vatniđ.  Bólstrarnir hlađast upp á ţann hátt sem sýnt er á annari mynd.  Slíkar bólstrabergsmyndanir eru ríkjandi á úthafshryggjum, ţar sem eldgos verđa á hafsbotni á nokkra kílómetra dýpi.  Ţess vegna er bólstraberg algengasta tegund af gosbergi, sem finnst á jörđu.  En viđ sjáum ţađ sjaldan á yfirborđi, nema hér á Íslandi.  Hér á landi hefur bólstraberg myndast á ísöld, einkum viđ gos á eldfjöllum, sem viđ nefnum stapa. Ţađ eru fjöll eins og Herđubreiđ, sem hafa byrjađ gos djúpt undir jökli, ef til vill á 1000 metra dýpi, ţar sem ţrýstingur er hár og gufusprengingar verđa ekki. 

gos í jökliEn bólstrabergseldfjalliđ hleđst upp undir jökli, eđa öllu heldur í vatnsfylltri geil, sem gosiđ hefur myndađ viđ bráđnun í jökulinn.  Ţegar gígurinn hefur vaxiđ og er kominn á dýpi sem nemur um 200 til 300 metrum undir yfirborđi, ţá breytist hegđun gossins (ástand milli rauđu og bláu brotalínanna á fyrstu mynd). Á ţví dýpi er ţrýstingur ţađ lágur ađ rúmmál gufu viđ suđu er orđiđ meir en hundrađ sinnum meira en rúmmál vatnsins.  Ţá byrja gufusprengingar, sem tćta upp kvikuna og mynda ösku.  Askan fellur til jarđar, harđnar skjótt og myndar móberg.  Slíkar sprengingar ná upp á yfirborđ og senda öskuský  upp í lofthjúp jarđar.

Ţessi sviđsmynd er sett upp samkvćmt ţekkingu okkar á gosum undir jöklum Íslands og er ţví hugsanleg.  En á einn hátt er sviđsmyndin ósennileg og ţađ er stađsetning gígsins í miđri öskjunni, eins og sýnt er á myndinni.  Reynslan sýnir ađ gos verđa yfirleitt ekki inni í miđjum öskjum á Íslandi, heldur fyrst og fremst á öskjubrúnum, fyrir ofan misgengi sem liggja međfram öskjuröndinni.  Ţannig er málum háttađ í Grímsvötnum og einnig í Öskju. 

Gos undir jökli er flókiđ ferli, sem tekur nokkurn tíma áđur en gosiđ kemur upp á yfirborđ.  En vísbendingar um gos undir jökli munu sennilega koma strax í ljós á óróa og skjálftamćlum.  Svo er ekki enn, enda hefur kvikan úr Bárđarbungu greiđa útrás um ganginn til norđurs og út í Holuhraun. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sćll gamli skólabróđir.

Ég hef fylgst međ frábćrum og uppfrćđandi pistlum ţínum um atburđina í Bárđarbungu og Holuhrauni.

Ţađ er dýrmćtt fyrir landsmenn alla ađ hafa upplýsingar og útskýringar fremsta eldfjallasérfrćđings heims á framvindu mála á uggvćnlegum óvissutímum.

Beztu kveđjur,

Gunnar

Gunnar Tómasson (IP-tala skráđ) 19.10.2014 kl. 15:50

2 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Takk fyrir góđ orđ, Gunnar.

Haraldur Sigurđsson, 19.10.2014 kl. 17:38

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Mjög áhugaverđur pistill nú sem endranćr. Kćrar ţakkir

Julius

Júlíus Valsson, 19.10.2014 kl. 18:35

4 Smámynd: Brynjólfur Ţorvarđsson

Sammála Gunnari. Vildi ađeins minna á mjög flott bólstraberg sem er öllum ađgengilegt, viđ Ingólfsjalls ţar sem ţjóđvegurinn liggur framhjá Kögunarhóli. Rani teygir sig ţar fram í áttina ađ Kögunarhóli, var kallađ "Silfurberg" í eina tíđ enda óvenjulegur silfrađur fjólublár litur á bólstrunum.

Brynjólfur Ţorvarđsson, 19.10.2014 kl. 18:51

5 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Takk fyrir, Brynjólfur, en ef ég man rétt, ţá er Kögunarhóll úr móbergi, sem hefur veđrast í kúlulaga einingar.  Bergiđ er ríkt af holufyllingum, mest af geislasteinum, og er allt grátt af ţví.

Haraldur Sigurđsson, 19.10.2014 kl. 19:29

6 Smámynd: Brynjólfur Ţorvarđsson

Jú ţađ er eflaust rétt međ Kögunarhól - en ég var ađ tala um ranann úr Ingólfsfjalli hinu megin viđ veginn. Ég fór ţar síđast fyrir um 4 árum ađ skođa bólstrabergiđ, en upphaflega fór ég ţarna í jarđfrćđiferđ úr MR, fyrir aldarţriđjungi. Er nokkuđ viss um ađ bólstrabergskletturinn (eđa raninn allur) nefnist "Silfurberg" - ţ.e.a.s. örnefni klettsins/ranans, ekki samnefnari fyrir ţessa tegund bergs.

Bólstrabergiđ blasir viđ ţegar mađur keyrir í austur átt, blásilfrađ, vinstra megin viđ veginn, rétt áđur en mađur kemur ađ Kögunarhóli.

Brynjólfur Ţorvarđsson, 20.10.2014 kl. 05:22

7 Smámynd: Brynjólfur Ţorvarđsson

Smá viđbót viđ síđustu fćrslu: Datt í hug ađ leita ađ "silfurberg viđ Ingólfsfjall" og fann eftirfarandi http://www.olfus.is/gestir-og-gangandi/ahugaverdir-stadir/ingolfsfjall/ sem fjallar greinilega um sömu kletta en segir á móberg međ holufyllingum (eins og ţú varst búinn ađ benda á).

Nú verđ ég ađ játa á mig fákunnáttu, ég hef ávallt stađiđ í ţeirri trú ađ um bólstraberg vćri ađ rćđa enda var mér kennt ţađ í jarfrćđiferđinni forđum - en ţađ er nú svo langt síđan ađ landrekskenningin ţótti óviss og kennslubókin var hin frábćra bók Ţorleifs Einarssonar, en hann taldi einmitt (ef ég man rétt) ađ Ingólfsfjalliđ sannađi landlyftingarkenningu sína (ţ.e.a.s. ţađ hefđi ađeins getađ myndast undir sjó, ekki ís).

Brynjólfur Ţorvarđsson, 20.10.2014 kl. 05:28

8 identicon

Sćll Haraldur

Mér datt í hug ađ ef ekki hefđi veriđ jökull yfir Bárarbungu, hvort viđ hefđum upplifađ gos á viđ Lakagíga á sprungu frá Bárđarbungu ađ Holuhrauni.

Björn Sigurđur Lárusson (IP-tala skráđ) 21.10.2014 kl. 12:08

9 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Nei, ég held ađ ţađ hefđi ekki breytt miklu.  Jökullinn kemur lítiđ inn í dćmiđ, nema ađ bćta viđ fargiđ í öskjunni.

Haraldur Sigurđsson, 21.10.2014 kl. 12:35

10 identicon

Sćll Haraldur,

 ţađ er nú svo óbođslega há gas mengun í Höfn og svo var líka talađ um ađ meira gas en áđur streymi út núna í Helluhrauni. Hvađ heldur ţú ađ allt ţetta gas kemur frá? Er ţar blending af einhverjum mismunandum kvíkutegundum í gangi? 

Ingeborg (IP-tala skráđ) 27.10.2014 kl. 09:41

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband