Ebóla hefur sett London Mining á hausinn
18.10.2014 | 06:28

Eitt stćrsta námuverkefni á Grćnlandi er fyrirhuguđ járnnáma London Mining í Isua á vestur Grćnlandi. Hér er heilt járnfjall, sem inniheldur um einn milljarđ tonna af járni. Járngrýtiđ átti ađ flytja í 105 km langri pípu til hafnar, um borđ í 250 ţúsund tonna skip. Síđan fer járngrýtiđ til Kína í vinnslu. Myndin til hliđar er af Isua svćđinu, tekin úr gervihnetti. Allt bergiđ er rautt af ryđguđu járni. Til hćgri sést jökulröndin. Í fyrra veitti Grćnlandsstjórn London Mining 30 ára leyfi til vinnslu á svćđinu. London Mining hefur rekiđ stóra járnnámu í Sierra Leone í vestur Afríku. Henni hefur nú veriđ lokađ vegna Ebólu plágunar, sem ţar geisar. Auk ţess hefur verđ á járni hrapađ undanfariđ á mörkuđum, um 40%. Afleiđingin er sú, ađ verđbréf London Mining hafa falliđ frá 95 pence niđur í 4,5 pence á einu ári. Félagiđ er ţví gjaldţrota og allar framkvćmdir á Grćnlandi eru stöđvađar. Óvíst er ţví um framtíđ járnvinnslu á Grećnlandi, eins og allan námugröft ţar, yfir leitt.
Meginflokkur: Vísindi og frćđi | Aukaflokkar: Grćnland, Jarđefni | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.