Það hlýnar í Alaska

Barrow hitiBarrow er í norður hluta Alaska.   Þetta er nyrsta borg Bandaríkjanna, með um 4500 íbúa. Undanfarin 34 ár hefur meðal október hiti í Barrow hækkað um 7,2°C.   En á sama tíma hefur meðal árshitinn í Barrow hækkað aðeins um 2,7°C.  Myndin sýnir meðal árshita í Barrow frá árinu 1900.    Hvers vegna er október í Alaska svo heitur?   Nóvember hefur einnig hækkað um 6°C.   Vísindamenn telja að hlýnunin í október sé tengd því að hafís hefur dregist mjög saman undan ströndum Alaska. Vindurinn sem blæs yfir hafið á haustin og inn yfir Barrow tekur nú í sig hita úr hafinu, þar sem áður var fyrir aðeins kaldur ís. Hið sama er nú að gerast umhverfis Grænland. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband