Er hægt að nota sig Bárðarbungu til að spá fyrir um goslok í mars 2015?

 

 

Eins og ég hef bent á í síðustu bloggfærslu hér, þá er sigið á íshellunni yfir öskju Bárðarbungu ekki línulegt, heldur kúrva. Sjá myndina sem fylgdi siðasta bloggi.  Það er að segja: sigið hægir smátt og smátt á sér með tímanum.  Sú kúrva sem passar best við gögnin er sennilega polynomial kúrva.  Athugið að sigið er nú um 12 metrar, síðan GPS tækið á miðjum jöklinum tók að senda frá sér mælingar hinn 12. september. Dóttursonur minn Gabriel Sölvi hefur tekið gögnin og kemur upp með eftirfarandi niðurstöðu:  Með því að athuga fallið sem forritið hefur myndað um bestu línu hef ég fundið lággildi þess:

f(x)=-0,0013x^2+0,4486x-0,3885

d/dx(f(x))=f'(x)=-0,0026x+0,4486

f&#39;(x)=0 þ.þ.a.a 0,0026x=0,4486<->x=172,54

Við gerum því ráð fyrir að á 173 degi frá 12. september sé líklegast að gosið muni enda. Sem er held ég í mars 2015.   Þá mun sigið hafa orðið f(172,54)=38,3 eða u.þ.b 38 metrar.”

Forsendur fyrir slíkri spá eru þessar:  Það er kvikuþró undir Bárðarbungu, á um 8 km dýpi. Kvikuþrýstingur í þrónni leiddi til þess, að kvika braust út og myndaði kvikugang til norðurs, sem kom upp í Holuhrauni.  Rennslí kviku út úr þrónni hefur dregið úr þrýstingi inni í henni og valdið sigi á botni öskjunnar fyrir ofan. Með tímanum dregur úr þrýstingi og sigið hægir á sér, og einnig þar með minnkar rennsli upp í Holuhraun.  Þetta er einfaldasta sýnin á atburðarásina og ekki endilega sú réttasta, en einhversstaðar verðum við að byrja...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Takk fyrir þetta, Haraldur. Það er gott að fá innlegg frá yngri kynslóðinni líka.

Ómar Bjarki Smárason, 11.10.2014 kl. 17:43

2 identicon

sammála ómari

það á að nota svona lifandi gögn fyrir lifandi kennslu/pælingar fyrlr alla. þ.m.t. að prófa "pólýnómíal" fall.

en þetta fall vekur upp áhugaverða spurningu til yngri kynslóðarinnar: er þá líka hægt að nota þetta spálíkan til að spá fyrir um "næstu bárðarbunguhrinu" - gos. segi þetta sí svona vegna þess að eftir 173ja dag frá 12.9.2014 þá spáir líkanið að gps-mælirinn verði komið í sömu stöðu og hann var 12.9.2014 eftir 2x173 daga :-)

en annars þakka ég bara fyrir þetta innlegg frá vulkan. bara smart.

einar

einar (IP-tala skráð) 11.10.2014 kl. 19:35

3 identicon

Tók eftir því fyrir allnokkru síðan að línan er bogadregin þegar ég leit skáhallt á skjáinn. Þá fór ég strax að spá um endalok gossins en spáði heldur fyrr.

Magnús V. Guðlaugsson (IP-tala skráð) 13.10.2014 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband